Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 29

Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 29
LÍKAMSRÆKT FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Kynningarblað Hreyfing, betri andleg og líkamleg líðan, hreysti og þor. Hafdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class, segir okkur frá undirbúningi hausts- ins í World Class. „Við rekum tíu heilsuræktarstöðvar á höfuð- borgar svæðinu og korthafar okkar hafa að auki aðgang að þremur sundlaugum og gífurlegu magni opinna hóptíma,“ segir Dísa. Hún segir undirbúning haustsins fara vel af stað og er spennt að kynna nýjungar. Námskeið í haust hefjast 9. september – eitthvað fyrir alla „Að venju er mikið úrval glæsi- legra námskeiða hjá okkur í haust,“ segir Dísa. „Við verðum með okkur hefðbundnu vinsælu námskeið á borð við Krossfit, Ketil bjöllur, FitnessBox og Há- marksbrennslu. Við kynntum til leiks Fit Pilates í heitum sal fyrr á þessu ári og hefur það verið mjög vinsælt.“ Ný og spennandi námskeið Dísa segir um nýju nám skeiðin: „Sem endranær aukum við flóru nýrra námskeiða hjá okkur. Af nýjum námskeiðum má nefna Metabolic functional training, sem hentar fólki í góðu formi og þeim sem vilja virkilega taka á því. Booty Ballet er frábært nám- skeið fyrir þá sem vilja styrkja rass og læri. Í Booty Ballet rifjum við upp ballettæfingarnar á skemmti- legan hátt með þægilegri tónlist, Booty Ballet er skemmtileg blanda af ballett-pilates og jóga. Fit-X er nýtt og spennandi námskeið þar sem unnið er með þátt takendum í tækjasal. Nýr lífsstíll er nýtt nám- skeið sérsniðið að konum sem þurfa að missa a.m.k. 15 kíló af heilsufarsástæðum. Á námskeið- inu er mikið aðhald, fræðsla um mataræði og heilbrigðari lífsstíl. Fit4Life er 12 vikna námskeið þar sem, auk þjálfunar, heilsu kokkur og markþjálfi munu fræða þátt- takendur. Fit4Life er námskeið þar sem mataræði og þjálfun er skoð- uð sem ein heild ásamt mark- miða setningu og eftirfylgni.“ Opnir hóptímar, ný tímatafla tekur gildi 2. september Viðskiptavinir World Class hafa aðgang að öllum opnum hóp- tímum sem eru í boði. Um er að ræða mikið úrval tíma. „Spinning og Hot Yoga eru vinsælustu tímar okkar en við höfum margt í boði og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Við kynnum til leiks tímatöflu vetrar- ins 2. september nk.,“ segir Dísa. Haustundirbúningur á fullu Sem fyrr býður World Class upp á úrval námskeiða fyrir fólk á öllum aldri. Korthafar World Class hafa aðgang að tíu heilsuræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og þremur sundlaugum. Ný og spennandi námskeið verða í boði hjá stöðinni í vetur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.