Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 45

Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 45
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 16. ÁGÚST 2013 • 7 Ragna Lóa mætt í bikarundanúrslitaleik. Fjölskyldan á leið á þjóðhátíð. Dæturnar í myndatöku í garðinum. Hjónin, Hermann og Ragna Lóa á góðri stund. Myndaalbúmið í íþróttagalla. Ég hef valdið Fylkisstelpunum hinum mestu vonbrigðum fyrir að vera mikill haugur. Þótt mér þyki voðalega gaman að dressa mig upp þá er ég bara íþróttastelpa.“ Fannst þér auðvelt að að- lagast Íslandi á ný? „Ég hefði aldrei trúað hversu erfitt var að aðlagast myrkrinu og ég, sem er þekktur morgunhani, upp- lifði það að mér fannst ég vera með hita og beinverki á hverjum morgni í nokkra mánuði og svaf í tólf tíma á sólahring og var frekar þung. Þetta lagaðist mikið við sterkan vítamín kúr en greinilega þarf ég að fara reglu- lega í sólina í útlöndum til að halda heilsu – smá ábending til Hemma,“ segir Ragna Lóa og hlær. Nú varstu ráðin sem þjálfari kvennaliðs Fylkis þegar þú flutt- ir heim. Hvernig er að vera farin að þjálfa á ný? „Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt og einnig mjög erfitt. Knattspyrnuþjálfari þarf að taka margar ákvarðanir sem hafa áhrif á líf leikmanna og oft og tíðum er maður að eyði- leggja drauma einstaklinga, sem mér finnst mjög erfitt. Þetta er harður og miskunnarlaus bransi. Maður er kannski að neita leik- mönnum um samning og taka fólk út úr liðinu. Að vera þjálf- ari kvennaliðs er mikil sálfræði og það getur tekið mjög mikið á mann. Ég held á vissan hátt að það sé einfaldara að vera þjálfari karlaliðs, því þeir eru svo ein- faldir.“ Eru stelpurnar að standa sig? „Fylkistelpurnar eru bestar, flottastar, skemmti legastar og með frábæran húmor sem hjálpar mér til að vilja mæta í vinnuna á hverjum degi. Draum- urinn er að Fylkir verði eitt af stórveldunum í íslenskri kvenna- knattspyrnu.“ Búa hvort á sínum staðnum Nú er eiginmaðurinn að þjálfa meistaraflokk ÍBV í Vestmanna- eyjum. Eruð þið þá í fjarbúð eða hvernig er fjölskyldulífinu hátt- að? „Við fórum frá því að vera öllum stundum saman í það að búa hvort á sínum staðnum. Það getur verið mjög erfitt stund- um en með jákvæðni og þolin- mæði hefst þetta allt saman. Hann er mestmegnis í Eyjum og stelpurnar reyna að fara svo lítið til hans en við hittumst svona einu sinni í viku en stefnum að því að verða aftur fjölskylda í október.“ Hvar og hvenær kynntust þið? „Ég vil meina að Hemmi hafi fallið fyrir mér þegar ég vann titilinn sterkasti þjálfari pæjumótsins í Vestmanna eyjum 1996 en síðan hitti ég hann niðri í bæ þegar ég hélt upp á þrí- tugsafmælið og við byrjuðum að deita. Nokkrum mánuðum síðar kynnti ég hann fyrir KR- liðinu Ég labbaði inn á sjúkrahúsið í toppformi og fullkomlega hraust og var rúllað þaðan út í hjólastól og það tók nokkur ár að jafna mig fylli- lega. Ég fékk sýkingu af ein- hverju og var orðin fárveik strax í fæðingu og var með óráði alla fæðinguna. SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.