Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 54

Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 54
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Útför móður okkar, HÓLMFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR áður til heimilis í Smárahlíð 1a, Akureyri, hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks í Lögmannshlíð fyrir góða umönnun. Kristrún Ellertsdóttir Gauja Ellertsdóttir Guðmundur Ellertsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, HELGA JÓHANNSDÓTTIR lést í faðmi ástvina sinna á líknardeild Landspítalans, mánudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Guðbergur Aðalsteinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR LILJA BJARNADÓTTIR Laugarbrekku 5, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Kristinsdóttir Bjarni Eyjólfsson Þórey Hermannsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, GUÐRÚNAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR Hafnargötu 125, Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, systir, móðursystir og mágkona, LILJA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist sunnudaginn 4. ágúst á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Jarðarför fer fram laugardaginn 17. ágúst kl. 11 frá Siglufjarðarkirkju. Una Dögg Guðmundsdóttir Jósep Freyr Pétursson Daði Már Guðmundsson Gunna Friðfinnsdóttir Tristan Sigtryggsson Þórleif Guðmundsdóttir Davíð Guðmundsson Soffía Valdimarsdóttir Rúnar H. Guðmundsson Hrefna Björg Guðmundsdóttir Kjartan Bjarnason Hildur Guðmundsdóttir Ari Arnórsson Heimir Már, Viktor Smári, Bastían Jóhann, Sigurbjörg Sól og Jósep Evían Hallgrímur, Guðmundur, Þórir, Hjörleifur, Hörður, Nanna, Þórey og Guðjón systkinabörn og aðrir vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR FRIÐRIKSSON bílstjóri, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Steinunn Björk Ólafsdóttir Reynir Markússon Bíbí Ísabella Ólafsdóttir Ómar Hafsteinsson Ásta Svendsen Jón Þór Sigurðsson Anna Maren barnabörn og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Berjadagar á Ólafsfirði eru ein klass- ískra tónlistarhátíða á landsbyggðinni. Þeir eru 15 ára í ár. Örn Magnússon píanóleikari stofnaði hátíðina á sínum tíma undir einkunnarorðunum listsköp- un og náttúra. Þau eiga enn við. Ný hljómsveit, Úr höndum blóma, var stofnuð fyrir Berjadaga í ár. Þar stíga þekktir tónlistarmenn fram sem lagahöfundar og flytja ljóð eftir íslensk skáld. Þeir setja eitt þeirra í forgrunn, Pálma Örn Guðmundsson, fyrirmynd aðalpersónunnar í bók Einars Más Guð- mundssonar, Englar alheimsins. „Við erum með örfá tökulög en níutíu prósent þeirra eru eftir okkur í hljóm- sveitinni,“ segir Ingibjörg Azima, bás- únuleikari hljómsveitarinnar. Aðrir í sveitinni eru Magga Stína sem syngur, Kristinn H. Árnason, sem spilar á gítar, Hörður Gason Bra, sem spilar á hljóm- borð og harmóníku, og slagverksleik- ari hópsins er Kormákur Geirharðsson. „Höfuðljóðskáldið okkar er Pálmi Guðmundsson alheimsengill,“ stað- festir Ingibjörg og útskýrir hvers vegna hans ljóð urðu einkum fyrir val- inu. „Hörður þekkti hann og átti lög við ljóð eftir hann í sínum fórum.“ Fleiri skáld koma við sögu hjá hópnum, svo sem Guðbergur Bergsson og Margrét Lóa Jónsdóttir. Á upphafstónleikum Berjadaga í kvöld munu Jóhanna Halldórsdótt- ir barokksöngkona og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld leiða saman hesta sína í Ólafsfjarðarkirkju. Þeir tónleikar hefjast klukkan 20.30. Þar fléttast saman raftónlist Hilmars og sjaldheyrð ítölsk Maríuvers við undir- leik orgels, sembals og girnisstrengja. Hilmar Örn mun líka halda spenn- andi tónsmíðanámskeið fyrir börn og unglinga í Fjallabyggð nú um helgina og á sunnudagskvöld verður fjölbreytt og ósvikin söngveisla þar sem lista- menn helgarinnar bregða á leik. Ten- órarnir Hlöðver Sigurðsson og Þor- steinn Freyr Sigurðsson syngja þar íslenskar og erlenda söngperlur. Þriðji tenórinn verður ekki langt undan, Guðmundur Ólafsson leikari. Hann verður kynnir kvöldsins. gun@frettabladid.is Höfuðljóðskáldið er Pálmi alheimsengill Hljómsveitin Úr höndum blóma fl ytur dagskrá með frumsaminni tónlist við íslensk ljóð í Ólafsfj arðarkirkju annað kvöld. Tónleikarnir eru liður í fi mmtán ára afmæli tónlistar- hátíðarinnar Berjadaga sem hefst í kvöld. ÚR HÖNDUM BLÓMA Hér er hluti hljóm- sveitarinnar, eða þau Kristinn, Hörður, Magga Stína og Ingi- björg, auk sonar Möggu, Kolbeins Eiríkssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum að undirbúa opnun Ungmennahúss Seltjarnar- ness fyrir 16 ára og eldri,“ segir Guðmundur Ari Sigur- jónsson, staddur í kjallara heilsugæslunnar. Selið, félags- miðstöð fyrir 13 til 16 ára, er í öðrum enda húsnæðisins og ungmennahúsið á að heita Skelin. „Hugsunin er sú að framlengja félagsmiðstöðvarstarf- ið í bænum,“ útskýrir Guðmundur Ari. „Síðustu ár hefur náðst mjög góður árangur í forvörnum gegn drykkju hér á Seltjarnarnesi. Kannanir hafa sýnt að ýmist er enginn í 10. bekk sem drekkur eða tveir til þrír. En sex mánuðum síðar, þegar ungmennin eru komin í framhaldsskóla, eru 60% þeirra farin að þeirra neyta áfengis. Það eru svipaðar tölur og voru í 10. bekknum árið 1996. Þá var settur kraft- ur í félagsmiðstöðvarstarf og foreldrasamstarf sem hefur skilað miklum árangri.“ Guðmundur Ari segir það eina sem 16 ára krökkum á Seltjarnarnesi býðst utan heimila sinna vera að fara í bíó, keilu eða á rúntinn með einhverjum eldri. „Síðan eru það bara partíin og skemmtistaðirnir niðri í bæ.“ En hvað mun fara fram í Skelinni? „Við höfum starfrækt 16+ kvöld vikulega í félagsmiðstöðinni sem ungmenna- ráð Seltjarnarness skipuleggur. Það ráð mun keyra áfram starfið í Skelinni. Ungt fólk vill hafa eitthvað að gera en ekki bara hanga.“ gun@frettabladid.is Ungt fólk vill hafa eitthvað að gera Málþing um undirbúning og starfsemi ungmennaráða landsins er haldið á Seltjarnarnesi á morgun. Verkefnisstjóri ungmennahússins þar er Guðmundur Ari Sigurjónsson. UNGMENNARÁÐ SELTJARNARNESS OG FORSTÖÐUMAÐUR UNGMENNAHÚSS Ísak Arnar Kolbeins, Jórunn María Þorsteinsdót- tir, Victor Levi Du Teitsson, Egill Árni Jóhannesson, Sindri Kristján Magnússon, Lillý Óladóttir, Viktor Orri Þorsteinsson, Anna Lilja Björnsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Friðrik Árni Halldórsson, Steinn Arnar Kjartansson og Katrín Þorsteinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.