Fréttablaðið - 16.08.2013, Page 70

Fréttablaðið - 16.08.2013, Page 70
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 „Við ferðumst heilan helling og kaupum alveg endalaust mikið. Við erum því dug- legar að sanka að okkur alltof miklu af fötum. Í fyrra ákváðum við að létta aðeins á fataskápnum með því að halda fatamarkað. Það tókst ótrúlega vel og við ætlum að endur- taka leikinn á morgun,“ segir söngkonan Gígja Gylfadóttir, meðlimur í kórnum Gra- duale Nobili. Kórmeðlimir halda fatamarkað í portinu hjá kaffihúsinu Prikinu á morgun. Að sögn Gígju eru allir meðlimir kórsins með svipaðan fatasmekk en hún tekur fram að þeir séu af öllum stærðum og gerðum og því ættu flestir að geta fundið flík sem passar. „Við erum ekki bara að selja fatnað heldur líka ýmislegt annað. Ein okkar er að hanna skart og skemmtilega kraga sem hún ætlar að selja. Markaðurinn hefst í hádeginu og verður eitthvað fram eftir degi, eða eins lengi og við þolum við,“ segir hún og hlær. Graduale Nobili telur 24 meðlimi og hefur kórinn ferðast og starfað með tónlistar- konunni Björk undanfarin þrjú ár. Samstarfi þeirra lýkur í haust og þá taka við ný verk- efni hjá kórnum. „Þetta er búinn að vera alveg ótrúlega skemmtilegur tími. Í haust þurfum við svo að setjast niður og spá í hvað við viljum gera eftir þetta ævintýri,“ segir Gígja glaðlega. - sm Kórstúlkur Bjarkar selja góss sitt Gígja Gylfadóttir og aðrir meðlimir kórsins Graduale Nobili efna til fatamarkaðar á Prikinu á morgun. SELJA GÓSSIÐ Stúlkurnar í Graduale Nobili efna til fatamarkaðar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er mjög spennandi að vera partur af þessu. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem danshöf- undur hefur verið fenginn í svona lagað,“ segir danshöfundur- inn Sigríður Soffía Níelsdóttir. Hún er höfundur dansverksins Eldar – dansverk fyrir þrjú tonn af flugeldum. Verkið er væntanleg flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík 24. ágúst. Í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur verður flu geldum skotið upp frá þökum þekktra bygg- inga, eða Þjóðleikhúsinu og Tollhús- inu, og einnig frá Miðbakkanum á höfninni og Faxagarði. Sigríður Soffía er titluð sem listrænn stjórnandi verksins. „Vodafone vildi fá listamann inn í ferlið og einhvern veginn barst mitt nafn til þeirra. Það var heppilegt því ég hafði verið að leita mér að leiðum til að koma flugeldum inn í dansverk,“ segir Sigríður Soffía, spurð út í tilurð verksins, en úti í heimi hafa stór- ar flugeldasýningar verið útfærð- ar af danshöfundum. Hún segir margt vera líkt með flugelda- sýningum og dansverkum. „Mig langaði að fókusera á einföld form og allt litaval og öll mynstur eru sérsniðin fyrir þessa sýningu. Hún er samin eins og dansverk og dansararnir eru flugeldarnir.“ Í stað þess að upplifa flugeldana eins og af sjónvarpsskjá í tvívídd verða gestir menningarnætur umkringdir svo þeir upplifi kraft sprengiefnisins nær og upplifi sig sem þátttakendur í sýningunni í stað fjarlægs áhorfanda. Til að gera upplifunina enn meiri verða öll ljós slökkt í miðbænum. Undirbúningur hófst fyrir einu ári, enda er um afar metnaðar- fullt og stórt verkefni að ræða. Það að færa sýninguna inn í Reykjavíkur borg var vandkvæð- um háð þar sem öryggi áhorfenda er í fyrirrúmi og að sögn Sigríðar hafa Hjálparsveit skáta og Reykja- víkur borg unnið glæsilega vinnu við undirbúning sýningarinnar, þar á meðal við öryggismálin. Verk Sigríðar Soffíu er hluti af Reykjavík Dance Festival og er hún með tvö önnur verk á hátíð- inni. Nánari upplýsingar fást á síðunni www.siggasoffia.com. freyr@frettabladid.is Danshöfundur stýrir fl ugeldasýningunni Sigríður Soff ía Níelsdóttir er listrænn stjórnandi fl ugeldasýningar menningar- nætur. Flugeldar verða sprengdir af þökum þekktra bygginga. STÝRIR FLUGELDASÝNINGU Sigríður Soffía Níelsdóttir er listrænn stjórnandi flugeldasýningar menningarnætur. MYND/MARÍNÓ THORLACIUS „Það hljómar kannski klisjukennt en það er erfitt að vera Íslendingur án þess að verða fyrir áhrifum frá náttúru Íslands. Því er hluti sýningarinnar innblásinn af flugeldasýningunum sem Ísland hefur gefið okkur, á borð við Lakagíga, Gullfoss og fleiri náttúruperlur,“ segir Sigríður Soffía um verk sitt Eldar. „Einangrun á sama forminu virðist þjóna náttúrunni vel. Því vildum við gefa áhorfendum færi á því að njóta einfaldleikans í bland við óreiðu.“ Á sýningunni fær áhorfandinn að njóta danssmíða í sínu hreinasta formi. Áhorfendur fá að upplifa fegurð hreyfingar, kraft einfaldra forma, blæbrigði lita og þyngd og stemningu hrynjandi. Fólki er gefinn kostur á að finna hugarró í að standa með 80 þúsund manns og hugsa einungis um kraft og fegurð Reykjavíkur og Íslands. Innblástur frá náttúru Íslands Þrjú tonn af fl ugeldum verða sprengd í miðborginni á menningar- nótt. 3 Una Stefánsdóttir, 22 ára söng- kona og lagasmiður úr Reykja- vík, hefur gefið út sitt fyrsta lag. Það nefnist Breathe og verður á væntanlegri plötu hennar sem kemur líkast til út í byrjun næsta árs. „Þetta er búin að vera eins og hálfs árs meðganga,“ segir Una, spurð út í gerð plötunnar. „Ég er búin að spila þessa tónlist mikið. Er búin að vera með tónleikaband og þetta hefur mótast mikið. Ég ákvað að taka góðan tíma í þetta allt saman og gera þetta vel.“ Una er að ljúka við nám sitt í djasssöng við FÍH. Hún kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu því systir hennar, Erla, er þegar útskrifuð úr skólanum og spilar hún á bassa í hljómsveitinni hennar. Auk þess er pabbi þeirra, saxófónleikarinn Stefán S. Stef- ánsson, kennari við skólann. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa samið lagið Disco Frisco. Þegar Una er spurð út í tónlist- ina sína segist hún mest blanda saman sálartónlist og R&B, þrátt fyrir að lagið Breathe sé „ekta popp“. Eitt sinn var henni líkt við hina bandarísku Aliciu Keys á tónleikum, enda spila þær báðar á píanó og syngja, og tekur Una þeirri samlíkingu opnum örmum. „Ég er algjör „wannabe“ Alicia Keys,“ segir hún og hlær. - fb Hefur verið líkt við Aliciu Keys Söngkonan Una Stefánsdóttir hefur gefi ð út sitt fyrsta lag, Breathe. GEFUR ÚT LAG Una Stefánsdóttir hefur gefið út sitt fyrsta lag, Breathe. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 35 Alicia Keys hefur selt um 35 milljónir hljómplatna. Er tískan pólitísk? Nú til dags blandar millistéttin gjarnan saman hátískuvöru og notuðum fötum til að aðgreina sig með sýnilegum hætti. „SVO GERÐIST EITTHVAÐ OG ÉG GEKK ÚT ÚR HRINGNUM“ Pálmi Gunnarsson, einn ástsælasti tónlistar- maður þjóðarinnar, sendir frá sér bók og safn- plötu í haust, auk þess að koma fram á stórtón- leikum í Hörpu. Hann barðist lengi við Bakkus en hefur verið edrú í næstum tvo áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Ómissandi hluti af góðri helgi Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 Auglýsingar 512-5401 | visir.is Stærra hlutverk á nýrri leiktíð Gylfi Þór Sigurðsson verður í stærra hlutverki hjá stórliði Tottenham í enska boltanum í vetur. Fréttablaðið ræðir við hann um enska boltann og væntingar hans fyrir tímabilið sem er í þann mund að hefjast. „Eftir að hafa gert tímamótafréttir af pöndum eða flóðsvínum ætla ég á Bjúddarann á Harlem, menningar- viðburð ársins, á föstudag. Laugar- dagur er helgaður Hansa-hillum en á sunnudag munu St. Vincent og David Byrne eiga hug minn og hjarta.“ Björn Teitsson, fréttamaður á RÚV og leik- maður KF Mjöðm. HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.