Fréttablaðið - 02.09.2013, Side 14

Fréttablaðið - 02.09.2013, Side 14
2. september 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14 Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, FREYJA ÁRNADÓTTIR frá Siglufirði, lést á Landspítalanum þann 21. ágúst síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ottó Jörgensen Björk Guðjónsdóttir Árni Jörgensen Margrét Þóra Þorláksdóttir Halldóra Ó. Jörgensen Sigurður Örn Baldvinsson Guðbjörg Jörgensen Eyjólfur Óskarsson Gunnar Jörgensen Antoinette Jörgensen Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA NÍNA SIGURÐARDÓTTIR leiðsögumaður, lést þann 30. ágúst á líknardeild LSH. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi. Útför verður auglýst síðar. Börkur Helgi Sigurðsson Ingólfur Torfason Ellert Helgi Sigurðsson Díana Ármannsdóttir Hlynur Helgi Sigurðsson Sari Maarit Cedergren Auður Herdís Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. TÍMAMÓT Tvö af þeim leikritum sem frumflutt voru í Útvarps- leikhúsinu síðasta vetur munu öðlast nýtt líf á næst- unni. Annars vegar er um að ræða Opið hús eftir Hrafn- hildi Hagalín sem Útvarps- leikhúsið frumflutti síð- asta vetur í samstarfi við Listahátíð í Reykja- vík. Uppfærsla Útvarps- leikhússins hlaut bæði Grímuna í ár og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta leikna útvarps- verk ársins. Nú hefur útvarpsleikhús norska Ríkis útvarpsins, NRK, tryggt sér réttinn á leikrit- inu og undirbýr eigin upp- töku á því. Hins vegar er það leikrit- ið Harmsaga eftir Mikael Torfason sem Útvarpsleik- húsið frumflutti einnig síð- asta vetur. Þjóðleikhúsið mun flytja það í leiksviðs- gerð höfundar og verður það frumflutt 20. septem- ber næstkomandi í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu. Útvarpsleikrit öðlast nýtt líf Opið hús og Harmsaga sett upp á nýjum vettvangi. LEIKSKÁLD Hrafnhildur Hagalín er höfundur verksins Opið hús. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningu á uppistandssýningu enska grínistans og fjölmiðla- stjörnunnar Russells Brand vegna mikillar aðsóknar, en uppselt er orðið á fyrri sýn- inguna þann 9. desember í Hörpu. Sýning Brands ber heitið Messiah Complex og lýkur hann hálfs árs löngu ferða- lagi sínu með sýninguna á Íslandi. Í sýningunni tekst Brand á við trúarbrögð og hetjur mannkynsögunnar, en hann mun einblína, með grínið að vopni, á byltingaleiðtog- ann Che Guevara, mann- réttindafrömuðina Gandhi og Malcolm X og svo Jesú Krist sjálfan. Fyrirhuguð sýning hefur vakið mikla athygli meðal annars vegna þess að Brand hyggst meðal ann- ars troða upp í Mið-Austur- löndum, svo sem Abu Dabi og í Ísrael. Í síðara land- inu hafa ýmsir hópar hvatt landa sína til að sniðganga sýninguna vegna afstöðu Brands til Palestínu. Aukasýning á Russell Brand Uppselt er á fyrri sýningu enska grínistans í Hörpu í desember. RUSSELL BRAND Enski grínistinn lýkur hálfs árs ferðalagi sínu með tveimur sýningum á Messiah Complex í Hörpu. Lundúnabruninn mikli hófst þennan dag árið 1666 en eldsupptök voru í bakaríi Thomas Farriner á Pudding Lane. Bruninn, sem stóð yfir í þrjá daga, eða til 5. september, er einn sá mesti sem orðið hefur á Englandi. Hann breiddist hratt út um alla miðborgina, náði yfir í fátækrahverfi borgarinnar og ógnaði um tíma Westminster. Í brunanum eyðilögðust 13.200 hús, 87 kirkjur, þar á meðal dómkirkja Páls postula, og flestar opinberar byggingar. Bruninn eyðilagði heimili sjötíu þúsund Lundúnabúa, en í miðborginni bjuggu um áttatíu þúsund manns. Ekki er talið að margir hafi látið lífið en þó voru manntöl yfir millistéttina og fátæka ónákvæm og því getur verið að fleiri hafi látist en tölur gefa til kynna. ÞETTA GERÐIST: 2. SEPTEMBER 1666 Lundúnabruninn mikli hefst MERKISATBURÐIR 1625 Katla tekur að gjósa með miklum eldgangi og verður mikið vatnsflóð og ísrek fram Mýrdalssand. Einnig varð mikið öskufall. Gosið rénaði 14. september. 1845 Heklugos hefst og stendur til næsta vors. Voru 77 ár frá gosinu á undan en 102 ár liðu til næsta goss á eftir. 1876 Kveikt er á fyrsta götuljóskerinu í Reykja- vík. Þetta var steinolíu- lukt á háum stólpa neðst í Bakarabrekku (nú Banka- stræti). 1967 Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi er vígð og var önnur lengsta hengibrú landsins eða 110 metra löng. AFMÆLISBARNIÐ Kveðst eiga einfaldan feril að baki en það þýði þó ekki að hann hafi alltaf verið sléttur og felldur, þótt ættaður sé úr Sléttu hreppi! MYND/MELKORKA RÁN „Ég get víst ekki neitað því að þetta er að gerast en það er betra en hinn kost- urinn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður um hækkandi aldur sinn en kappinn er sextugur í dag. Hann kveðst hafa hitt nánustu ættingja og vini á laugardaginn í tilefni þessara tíma- móta og í dag ætlar hann að eiga góða morgun stund með vinnufélögunum á sýsluskrifstofunni á Selfossi. „Reynd- ar vill svo til að ég ætla að gifta líka í dag,“ upplýsir hann og efast ekki um að sú stund verði hátíðleg. „Daginn byrja ég samt í sundlauginni að venju, klukk- an hálf sjö, um leið og hún er opnuð. Ég er oftast fyrsti gestur þar á morgnana,“ bætir hann við. Ólafur Helgi er á ferðinni í bíl í rysj- óttu veðri á meðan þetta spjall fer fram, vonandi með handfrjálsan búnað, og sambandið er svolítið slitrótt. Samt er hann krafinn um einhvern fróðleik um eigin ævi til þessa. „Ég byrjaði á því, eins og aðrir, að fara í barnaskóla og endaði námsferilinn á því að verða lög- fræðingur fyrir, hvað? 35 árum. Síðan hef ég unnið hjá íslenska ríkinu,“ upp- lýsir hann. En hvaðan er maðurinn? „Ég er fædd- ur í Reykjavík og alinn upp í Árnessýsl- unni en er hreinræktaður Vestfirðing- ur.“ Það rifjast einmitt upp fyrir blaða- manni að Ólafur Helgi tók þátt í spurningakeppni átthagafélaganna síð- asta vetur fyrir Sléttuhrepp, við norðan- vert Ísafjarðardjúp. Hann kannast við það. „Það vill svo sérkennilega til að ég hef, frá því ég lauk námi, bara unnið í þeim tveimur héruðum sem tengjast uppruna mínum mest. Hér á Selfossi byrjaði ég sem fulltrúi sýslumanns, fór svo vestur á Ísafjörð 1984 til að gerast þar skattstjóri. Það dugði í rúm sjö ár, þá varð ég sýslumaður á sama stað. Var það rúm tíu ár og kom svo hingað í sama embætti og hef verið hér í tólf ár. Þetta er einfaldur ferill en það þýðir ekki að hann hafi alltaf verið sléttur og felldur, þó ég sé ættaður úr Sléttuhreppi,“ segir hann en kveðst þó ekki muna neinar svæsnar sögur að segja. Hápunktana í lífinu telur Ólafur Helgi hafa verið að giftast og eignast börnin fjögur, Kristrúnu Helgu, Melkorku Rán, Kolfinnu Bjarney og Kjartan Thor. „Það er náttúrulega skemmtisaga út af fyrir sig að þau tvö síðasttöldu eru tvíburar en eiga ekki sama afmælisdaginn, því þau lentu hvort sínum megin við mið- nættið. Það olli einhvern tíma þeim mis- skilningi úti í bæ á Akureyri að ég hefði eignast börnin hvort með sinni kon- unni,“ segir hann hlæjandi. Þegar honum er þakkað fyrir spjallið og óskað ánægjulegs afmælisdags svar- ar hann hress: „Þakka þér fyrir. Ég stefni eindregið að því.“ gun@frettabladid.is Stefnir eindregið að ánægjulegu afmæli Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður er sextugur og byrjar daginn í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö. Síðan tekur við góð morgunstund með vinnufélögunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.