Fréttablaðið - 02.09.2013, Side 15

Fréttablaðið - 02.09.2013, Side 15
Lean er vestræna útgáfan af marg-frægum japönskum stjórnunarað-ferðum sem auðvelda fyrirtækjum að ná árangri á einfaldan hátt að sögn Mörthu Árnadóttur, framkvæmda- stjóra Dokkunnar. „Flest stór fram- leiðslufyrirtæki hafa unnið með Lean í einhverri mynd og árangurinn laðað að minni fyrirtæki. Það áhugaverðasta er eflaust sá árangur sem þjónustu- fyrirtæki, opinberar stofnanir, lífeyris- sjóðir og fleiri hafa náð með verkfær- um Lean,“ upplýsir Martha og útskýrir nánar fyrir hvað Lean 4 stendur. „Lean 4 samanstendur af fjórum stuttum og mark vissum námskeiðum í notkun grundvallarverkfæra Lean, sem Dokkan stendur fyrir í september og október.“ LEAN 1: SÓUN 5S OG SJÓNRÆN STJÓRNUN Einn af hornsteinum Lean er djúp þekk- ing á sóunarflokkunum sem kenndir eru við Lean. Á námskeiðinu er farið yfir sóunarflokkana og hvernig unnið er með þá, ásamt því hvernig töflufundir sjónrænnar stjórnunar eru notaðir. LEAN 2: A3 Í VERKEFNASTJÓRNUN A3 eða þristur er eitt af öflugustu verk- færum Lean og notað í verkefnastjórn- un við greiningu og lausn margs konar viðfangsefna. Á námskeiðinu er farið yfir nokkur A3 form og gerður einn raunverulegur þristur. LEAN 3: VIRÐISGREINING Virðisgreining eða „value stream mapping“ er eitt besta og mest notaða verkfæri Lean. Gerð eru kort fyrir nú- verandi ástand, framtíðarástand og fullkomið ástand. Á námskeiðinu er farið yfir alla kortagerðina og hvað þarf að hafa sérstaklega í huga þegar unnið er með skrifstofuumhverfið. FRÆGAR STJÓRN- UNARAÐFERÐIR DOKKAN KYNNIR Fram undan eru fjögur námskeið í notkun grundvallarverk- færa Lean, eða straumlínustjórnunar, sem henta stórum og minni fyrirtækjum. GÓÐUR ÁRANGUR „Flest stór framleiðslu- fyrirtæki hafa unnið með Lean í einhverri mynd og árangurinn laðað að minni fyrirtæki,“ segir Martha Árnadóttir, framkvæmdastjóri Dokkunnar. MYND/ÚR EINKASAFNI GOTT FRAMBOÐ Dokkan býður upp á spennandi námskeið næstu vikurnar MYND/ÚR EINKASAFNI MERKI HÖNNUNARMARS Hönnunarmiðstöð kallar eftir umsóknum hönnuða eða hönnunar- teyma sem hafa áhuga á að útfæra einkenni HönnunarMars 2014. Sækja þarf um þátttöku fyrir hádegi þann 6. september. Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest konur á aldrinum 40 ára og eldri. Skráning stendur yfir í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Enskuskóli Erlu Ara - Let‘s speak English www.enskafyriralla.is Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga LEAN 4: AÐ HALDA KAIZEN-VERKEFNASTOFU Eitt af því sem einkennir menningu fyrirtækja sem náð hafa góðum tökum á Lean eru svokölluð kaizen, en kaizen er japanskt hugtak sem merkir stöðugar umbætur. Á námskeiðinu er kennt að leiða stór og smá kaizen-verkefni og farið yfir kaizen-formið. „Ekkert fyrirtæki hefur efni á að vera án Lean“, segir Martha að lokum. Kennari er Viktoría Jensdóttir, sem fullyrða má að sé einn helsti Lean-sér- fræðingur á Íslandi í dag. Skráning og nánari upplýsingar á www.dokkan.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.