Fréttablaðið - 02.09.2013, Page 18

Fréttablaðið - 02.09.2013, Page 18
Sporthúsið MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 20132 Heilsustoð var stofnuð í febrúar 2013 og er samstarfsverkefni Sporthússins, Sjúkraþjálfunar- innar Sporthúsinu og Kíró prakt or stofu Íslands. Markmið Heilsustoðar er að veita þjónustu á sviði líkamsþjálf- unar fyrir einstaklinga og hópa sem þurfa á stuðningi fagfólks að halda eða vilja bæta líkam- lega getu sína með stuðningi há- skólamenntaðs fagfólks. Þjónust- an hentar því vel þeim sem eru að ljúka meðferðum, hvort sem er hjá sjúkraþjálfara á stofu eða á stofnunum, s.s. Reykjalundi, á Grensási, í Hveragerði o.s.frv. Heilsustoð ehf. býður upp á námskeið sem miða að því að efla almenna heilsu og hreyfigetu þeirra sem þurfa á endurhæfingu eða sérstökum stuðningi fagfólks að halda eða vilja stuðning við að breyta um lífsstíl. Í boði eru fjöl- breytt námskeið sem henta vel bæði einstaklingum og hópum sem vilja auka líkamlegan styrk og virkni. Öll kennsla er í hönd- um fagfólks og eru gerðar ríkar kröfur til kennara félagsins hvað varðar gæði og ábyrgð. HEILSUSTOÐ STUÐNINGUR TIL AUKINNA LÍFSGÆÐA Sjúkraþjálfunin í Sporthús-inu hefur verið starfrækt frá 8. febrúar 2010. Um er að ræða fullbúna sjúkraþjálfunar- stofu með sjö lokuðum starfsstöðv- um og beinni tengingu við heilsu- rækt Sporthússins. Þar vinna átta sjúkraþjálfarar og móttökuritari. Lögð er áhersla á forvarnir og eftirfylgni. Forvarnir eru einkum í formi hreyfigreiningar og ráðgjaf- ar, heilsufarsmælinga og fræðslu, jafnt á námskeiðum sem opnum fyrirlestrum innanhúss eða úti í bæ. Styrkur stofunnar liggur í stað- setningunni og því þverfaglega samstarfi sem þar er. Einkaþjálf- arar hafa sent skjólstæðinga sína í greiningu og meðferð til sjúkra- þjálfaranna, sem á móti hafa sent sína skjólstæðinga til áframhald- andi uppbyggingar hjá einka- þjálfurunum. Nuddstofa er í hús- inu, en nudd reynist oft áhrifa- ríkt samhliða annarri meðferð. Kírópraktor stofa Íslands hefur verið rekin við hlið sjúkraþjálfun- arinnar frá því í nóvember 2010. Fyrirkomulag samstarfs þessara tveggja stofa er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Sérfræðing- arnir greina sömu skjólstæðinga út frá mismunandi nálgun, sem stuðlar að breiðari greiningu sem aftur ætti að leiða til betri árang- urs. Í nóvember árið 2010 opnaði Magni Bernhardsson Kírópraktor- stofu Íslands í Sporthúsinu. Í dag starfa þar fjórir kírópraktorar og tveir móttökuritarar. Starf kírópraktorsins er að finna og leiðrétta skekkju í stoðkerfi lík- amans svo taugakerfið geti starfað á hámarksgetu. Í fyrstu heimsókn tekur kíró- praktorinn standandi röntgen- myndir og er Kírópraktorstofa Ís- lands með stafræn röntgentæki sem eru þau bestu sem völ er á. Öll greiningarvinna á röntgenmynd- um fer fram á tölvuskjá fyrir fram- an viðskiptavininn, sem fær strax greiningu á vanda sínum. Að sjá hrygginn og fá útskýringar mynd- rænt hjálpar viðskiptavininum að skilja vandamálið og hvernig leið- rétting getur átt sér stað. Einn- ig eru gerðar styrktar- og hreyfi- greiningar, því kírópraktorinn leggur mikið upp úr því að kenna fólki sérhæfðar teygjur og æfingar og þar af leiðandi verða meiri líkur á að langvarandi árangur náist. Kírópraktor meðhöndlar ekki ein- göngu einkennin heldur finnur orsök vandans og leiðréttir. Með því að koma eðlilegri hreyfigetu aftur á með réttum aðferðum getur líkaminn myndað smám saman stöðugleika og stöðvað óeðlilegan hraða á sliti. Hryggurinn er grunnur að góðri heilsu. Láttu ekki verki og óþæg- indi koma í bakið á þér! Þverfaglegt samstarf Áhrifamikið samstarf ríkir milli sjúkraþjálfara, kírópraktora, nuddara og þjálfara í Sporthúsinu en samstarfið er það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Guðmundur, Jón Arnar, Magni og Gunnsteinn. Glæsilegur hópur sjúkraþjálfara. Magni að störfum. Sólveig Þráinsdóttir og Hildur Kristín Sveinsdóttir. Heilsustoð er með starfsemi í Sporthúsinu í Kópavogi og Reykjanesbæ. Heilsustoð ehf. kt. 660213-2360. Nánari upplýsingar og skráningar á netfangi heilsustod@heilsustod.is og í síma 863 5559. HOT YOGA ÁSKORUN 4 vikur Verð: 14.900 kr. Ótakmarkaður aðgangur að 17 hot yoga tímum í viku + aðgangur að tækjasal og opnum hóptímum. Hot yoga ÁSKORUN er upprunalega komin frá Bikram Choudhery, sem stofnaði hot yoga eða nánar tiltekið bikram yoga. Skorað er á fólk að mæta á hverjum degi í fjórar vikur. Árangurinn lætur ekki á sér standa og við höfum heyrt skemmtilegar frásagnir frá ólíkum einstaklingum sem hafa tekið áskoruninni og áhrifin eru allt frá því að léttast og styrkjast yfir í að losna við bakverki og aðra kvilla. Á MEÐAL NÁMSKEIÐA SEM VERÐA Í BOÐI Í HAUST ERU: Stoðkerfisskóli I & II Stoðkerfisskólinn er ætlaður fólki sem á við mikinn stoðkerfisvanda að stríða. Markmið skólans er að fræða skjólstæðingana, kenna þeim rétta líkamsbeitingu til að fyrirbyggja áframhaldandi vanda og að efla álagsþol og hreyfigetu fyrir dagleg störf. Allir þátt- takendur Stoðkerfisskóla I fara í gegnum einstaklingsmat hjá sjúkraþjálfara áður en námskeið hefst. Í Stoðkerfisskólanum setja þátttakendur sér markmið og njóta stuðnings reyndra sjúkraþjálfara. Boðið er upp á fræðslu og æfingar á myndum til að nota á milli tíma. Heilsuklúbbur – sex vikna námskeið fyrir þá sem ekki eiga við stoðkerfisvanda að stríða en vilja halda áfram uppbyggingu sinni úr öðrum úrræðum. Hjartaklúbbur – fyrir einstaklinga sem eiga eða hafa átt við hjartasjúkdóma að etja. Sykursýkisklúbbur – fyrir þá sem þjást af sykursýki. 60+ klúbbur – fyrir einstaklinga 60 ára og eldri sem vilja auka lífsgæði með markvissri og fjölbreyttri hreyfingu. Liðleiki og styrkur. Fræðsla um ýmis heilsutengd málefni. Karlaklúbbur – fjölbreytt hreyfing fyrir karla. Kvennaklúbbur – fjölbreytt hreyfing fyrir konur. Hjónaklúbbur – fyrir hjón sem vilja stunda hreyfingu saman og í félagsskap annarra hjóna. Fjölbreytt hreyfing og fræðsla. Heilsustoð býður einnig upp á fyrirlestra á ýmsum sviðum, s.s. um mataræði og fjöl- breytta hreyfingu, geðheilsu, svefn o.s.frv. Fyrirlestrarnir eru þátttakendum á nám- skeiðum Heilsustoðar að kostnaðarlausu. Öll kennsla er á ábyrgð sjúkraþjálfara sem búa yfir áralangri reynslu af meðferð og uppbyggingu álagsþols einstaklinga til bættrar líkamlegrar og andlegrar vellíð- unar. Að auki fá þátttakendur hvatningu og stuðning til þess að halda áfram uppbygg- ingu sjálfir, samhliða eða eftir að námskeiði lýkur. Ég tók hot yoga-áskorun og æfði á hverjum degi í fjórar vikur og léttist um tíu kíló. Hot yoga hefur gjörsamlega bjargað mjóbakinu á mér. Hot yoga heldur mér við og ég er laus við stífar axlir og almenna stífni í líkamanum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.