Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.09.2013, Qupperneq 4
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 72,5% íslensku þjóðar-innar nota sam- skiptasíðuna Facebook í hverjum mánuði, samkvæmt tölum frá því í apríl. Í Noregi er hlutfallið 55,1%, í Danmörku 54,4% og í Svíþjóð 52,7%. Að meðaltali á hver notandi hér á landi 290 vini. Heimsmeðaltalið er 130 vinir. Heimild: Iceland Review/Socialbaker AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 90% afslát tur Allt a ð Yfir 3500 titlar RISAlagersala Forlagsins er á Fiskislóð 39 O p i ð a l l a d a g a k l . 1 0 – 1 9 FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA STJÓRNSÝSLA Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf spor- laust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrir- tæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfs- menn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrir tækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabank- ans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyris- laganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heim- ilt að beita stjórnendur lögaðil- ans framangreindum viðurlögum [ sektum og allt að tveggja ára fang- elsi] og einnig er heimilt að gera lög- aðilanum sekt eða sviptingu starfs- réttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brot- um, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsi- ábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frum- varpið var unnið hratt í viðskipta- ráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskipta nefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til með- ferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu mál- inu inn til þingsins, frá Seðlabank- anum og viðskiptaráðuneytinu. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi. stigur@frettabladid.is Refsiákvæði hvarf úr gjaldeyrislögum Ekki er hægt að svipta fyrirtæki sem gerast brotleg við lög um gjaldeyrismál starfs- réttindum. Refsiákvæði þess efnis hvarf án skýringa úr lögunum haustið 2008. LEITAÐ HJÁ SAMHERJA Starfsmenn Seðlabankans og sérstaks saksóknara báru býsn af gögnum út úr höfuðstöðvum Samherja í fyrravor. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum. Enn mögulegt að beita sektum REYKJAVÍK Afgreiðslu borgarráðs á umsókn Félags múslíma á Íslandi um lóð fyrir mosku var frestað í borgarráði í gær. Stefnt er að því að afgreiða málið að viku liðinni, samkvæmt bókun meirihlutans. Fjórtán ár eru síðan félagið sótti fyrst um lóð í Reykjavík en áform eru um að félagið fái lóð í Sogamýri. Á fundinum hafði áður verið kynnt jákvæð umsögn borgarráðs um umsókn Félags múslíma en beiðnin um frestun kom, að því er heimildir Fréttablaðsins herma, frá fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og snerist um minniháttar atriði. Í bókun meirihlutans segir jafnframt að með því að fresta málinu sé verið að fylgja hefð um að verða við óskum um að fresta málum. Þorleifur Gunnarsson, fulltrúi VG í borgar- ráði, bókaði mótmæli við frestuninni en sagði eftir að meirihlutinn hafði lýst yfir að til stæði að afgreiða málið í næstu viku að hann vonaðist til þess að svo yrði. „Þetta mál hefur beðið í fjórtán ár, allir fletir verið skoðaðir og ekkert réttlætir frekari frestun,“ segir í bókun Þorleifs. Í samþykktu deiliskipulagi Reykjavíkur- borgar er gert ráð fyrir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Félag múslíma hefur fengið vilyrði borgaryfirvalda fyrir lóðinni. - þj Umsókn Félags múslíma á Íslandi um lóð undir mosku þarf að bíða í eina viku til viðbótar: Afgreiðslu á moskulóð frestað í borgarráði RÁÐHÚSIÐ Í REYKJAVÍK Borgarráð frestaði í gær afgreiðslu á lóðaumsókn Félags íslenskra múslíma um viku hið minnsta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÚLGARÍA, AP Sotir Tsatsarov, aðalsaksóknari Búlgaríu, segir að óupplýst morð á Georgí Markov í London árið 1978 verði ekki rannsakað frekar. Málið sé fyrnt samkvæmt búlgörskum lögum. Markov var búlgarskur blaðamaður og andófsmaður sem flúði land árið 1969. Þann 7. september árið 1978 stóð hann við strætisvagnastöð á Waterloo-brúnni í London þegar að bar mann sem stakk hann í lærið með eitruðum broddi regnhlífar. Markov fann fyrir smá sting en hélt síðan í vinnuna. Fjórum dögum síðar, þann 11. september, var hann látinn. Grunur féll fljótt á búlgörsku leyniþjónustuna en enginn hefur verið handtekinn eða ákærður vegna morðsins. - gb Rannsókn hætt á einu þekktasta morði kaldastríðsáranna: Regnhlífarmorðið er sagt fyrnt Í BÚLGARÍU Í GÆR Minningarathöfn um Markov, sem myrtur var í London árið 1978, var haldin í Búlgaríu á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur 10-20 m/s. HELGARVEÐRIÐ Litlar breytingar á veðri til morguns, en heldur hægari vindur. Á sunnudag snýr hann sér í hvassa norðanátt með rigningu norðan til og slyddu eða éljum til fjalla. Léttir smám saman til syðra. 9° 7 m/s 10° 8 m/s 10° 7 m/s 10° 10 m/s Á morgun 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 6° 4° 7° 2° 2° Alicante Basel Berlín 27° 21° 19° Billund Frankfurt Friedrichshafen 20° 19° 19° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 19° 19° 24° London Mallorca New York 20° 27° 24° Orlando Ósló París 32° 20° 19° San Francisco Stokkhólmur 19° 19° 10° 7 m/s 11° 8 m/s 12° 5 m/s 10° 4 m/s 9° 7 m/s 10° 7 m/s 6° 0 m/s 10° 8° 9° 12° 10° REYKJAVÍK „Mannréttindaráð telur óviðunandi að enn þá halli á kven- kyns starfsmenn borgarinnar í launum og ítrekar mikilvægi þess að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða til að uppræta kynbund- inn launamun og standi þar með vörð um mannréttindi starfsfólks borgarinnar,“ segir í bókun mann- réttindaráðs Reykjavíkurborgar. „Skýringin á launamuninum virðist helst felast í frekari auka- greiðslum körlum til handa, svo sem yfirvinnugreiðslum og aksturs greiðslum,“ segir í bókuninni. - gar Bókun í mannréttindaráði: Launamunur ekki viðunandi MENNING Metsöluhöfundurinn J.K. Rowling, sem þekktust er fyrir bækur sínar um Harry Potter, skrifar nú kvikmynda- handrit eftir bók sinni Furðu- skepnur og felustaðir þeirra (e. Fantastic Beasts and where to find them). Bókin fjallar um galdra verur í töfraheimi Harry Potter en ekki um galdradrenginn. „Kvikmyndin verður hvorki forsaga eða eftir- máli Harry Potter-kvikmyndanna, heldur viðbót við galdra heiminn,“ segir Rowling um nýju kvik- myndina. - ebg Skrifar kvikmyndahandrit: Ný galdramynd eftir Rowling
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.