Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 8
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
9
2
0
3
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
SPARNEYTNIR
OG VANDAÐIR
www.nissan.is
100% RAFKNÚINN
NISSAN LEAF
NISSAN QASHQAI
4x4, DÍSIL
NISSAN JUKE
ACENTA, DÍSIL
Komdu og kynntu þér kosti LEAF
Verð: 4.990 þús. kr.
Verð: 3.690 þús. kr.
GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080
NÝR DÍSIL
5,1
l/100 km
4,2
l/100 km
0,0
l/100 km
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI
FYLGIR NÝJUM QASHQAI
KAUPAUKI: Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB
HAFNARFJÖRÐUR „Markmið starfs-
ins er að gefa krökkunum tækifæri
til að kynnast öðrum krökkum og
vinna með þeim að skemmtilegum
og þroskandi verkefnum bæði úti
og inni,“ segir í minnisblaði um
nýjan frístundaklúbb fyrir fötluð
börn sem bæjarráð Hafnarfjarðar
samþykkti að setja á fót.
Frístundaklúbbur er ætlaður
fyrir tíu til fimmtán ára börn með
fatlanir. „Síðustu misseri hafa
komið fram óskir foreldra fatlaðra
barna sem hafa ekki aðgang að
öruggum stað eða dagvist eftir að
skóla lýkur,“ segir í minnisblaðinu.
Til að byrja með var verkefnastjóri
ráðinn t íma-
bundið og klúbb-
urinn tengdur
félagsmiðstöð-
inni Hrauninu.
„Farið verð-
ur á nýju ári að
skoða hvernig
til hefur tekist,
hvort starfsemin
skili því sem ætl-
ast er til, hvort
börnunum muni fjölga og hvort
horfa þurfi á nýtt og stærra hús-
næði,“ segir um starfsemina sem
skilgreind er mitt á milli frístunda-
heimilis og félagsmiðstöðvar. - gar
Öruggur staður fyrir fötluð börn eftir að skóla lýkur í Hafnarfirði:
Fá tækifæri í frístundaklúbbi
Í HAFNARFIRÐI Gefa á fötluðum
krökkum aukin tækifæri til að kynnast
öðrum börnum í eigin frístundaklúbbi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GUNNAR AXEL
AXELSSON
LAUNAMÁL Heildarlaun félaga í VR
hækkuðu um 6,9% á milli ára sam-
kvæmt launakönnun sem kynnt
var í gær. Þetta er ívið meira en
launavísitala Hagstofunnar sýnir
á sama tímabili. Vísitala neyslu-
verðs hækkaði um 4,2% á sama
tíma og jókst kaupmáttur heildar-
launa því á tímabilinu um 2,7%.
Aðrar niðurstöður launakönnun-
arinnar leiddu í ljós að grunnlaun
félagsmanna VR eru að meðaltali
473 þúsund á mánuði en heildar-
laun eru að meðaltali 507 þúsund.
Álag í vinnu hefur aukist frá því
í fyrra að mati 57% svarenda,
meira hjá körlum en konum, og
segjast 20% kvenna vera of þreytt
til að gera nokkuð í lok vinnudags
á móti 14% karla. Launamunur
kynjanna helst einnig óbreyttur
milli ára, kynbundinn munur er
9,4% en munur á heildarlaunum
er 15,4%.
Í upphafi árs var kynnt ný leið,
jafnlaunavottun VR, sem ætluð er
til að ná enn betri árangri í barátt-
unni fyrir jafnrétti kynjanna. - ka
Launakönnun VR sýnir að heildarlaun félaga hækka um 6,9% frá því í fyrra:
Heildarlaun hækka á milli ára
LAUNAMUNUR ÓBREYTTUR Í nýrri
launakönnun VR kemur fram að launa-
munur kynjanna helst óbreyttur á milli
ára en kynbundinn munur er 9,4%.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNMÁL Stjórn Varðar, fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík, kemur saman á fundi í dag og
mun þar móta tillögu sína að því
hvernig velja skuli á framboðslista
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar á næsta ári.
Tillagan verður síðan borin upp á
fulltrúaráðsfundi á fimmtudaginn í
næstu viku.
Í stjórninni sitja 26 manns og
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er mikill meirihluti þeirra
hlynntur því að velja oddvita listans
í svokölluðu leiðtogaprófkjöri, þar
sem almennum flokksmönnum gæf-
ist færi á að velja úr hópi þeirra sem
gæfu kost á sér til að leiða listann.
Sú leið hefur aldrei fyrr verið farin.
Óttarr Guðlaugsson, formaður
stjórnarinnar, staðfestir að leiðtoga-
prófkjörsleiðin hafi verið mikið til
umræðu án þess að nokkuð hafi þó
verið ákveðið enn. „Manni heyrist
nú á flestum að fólk vilji fara ein-
hverjar nýjar leiðir, svo er bara
spurning hvaða leið það er,“ segir
Óttarr.
Hann segir marga hrifna af hug-
myndinni um leiðtogaprófkjör.
„Þannig væri fólki gefið tækifæri
til að verða okkar borgarstjóraefni
– menn byðu sig þá fram í leiðtoga-
sætið en ekkert annað.“
Möguleikarnir í stöðunni eru
fjórir: leiðtogaprófkjörið, almennt
prófkjör, uppstilling og svokölluð
röðun, þar sem fulltrúaráðið sjálft
kýs inn á listann, fyrst í efsta sætið,
síðan í annað sætið og koll af kolli.
Óttarr segir að meðal annars hafi
komið til tals að halda fyrst leiðtoga-
prófkjör um efsta sætið en að velja
afganginn af listanum með áður-
nefndri röðun. Einnig kæmi þó til
greina að halda einfaldlega annað
prófkjör fyrir neðri sætin eða velja
þá frambjóðendur með uppstillingu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru sumir stjórnarmenn
mjög ósáttir við hugmyndir um
leiðtogaprófkjör. Á meðal þeirra
eru fulltrúar Heimdallar, ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík, og
Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík.
„Lýðræðislegasta leiðin til að
velja á lista er almennt prófkjör, að
flokksmenn fái að velja sína fram-
bjóðendur,“ segir Sigríður Hall-
grímsdóttir, formaður Hvatar og
aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar
menntamálaráðherra.
Ingvar Smári Birgisson, for-
maður Heimdallar, tekur í sama
streng. „Við Heimdellingar teljum
að það sé langfarsælast fyrir flokk-
inn að hafa almennt prófkjör,“ segir
hann. Það þjóni meðal annars best
hagsmunum ungs fólks sem kunni
að vilja bjóða sig fram.
stigur@frettabladid.is
Leiðtogaprófkjörið
líklegasti kosturinn
Mikill meirihluti er fyrir því í stjórn Varðar að efna einungis til prófkjörs um
leiðtogasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Hugsanlegt að fulltrúaráðið
kjósi svo um hin sætin á listanum. Nokkrir stjórnarmenn eru ósáttir við áformin.
Sex hafa einkum verið orðuð við framboð í odd-
vitasætið hjá flokknum. Fjögur eru nú borgarfulltrúar;
Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson,
Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Auk þeirra hafa þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðar-
son og Halldór Halldórsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarstjóri á
Ísafirði, verið nefndir til sögunnar.
SEX ORÐUÐ VIÐ ODDVITASÆTIÐ
GÍSLI
MARTEINN
BALDURSSON
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
HALLDÓR
HALLDÓRSSON
JÚLÍUS VÍFILL
INGVARSSON
KJARTAN
MAGNÚSSON
ÞORBJÖRG
HELGA VIG-
FÚSDÓTTIR