Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 42
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og list. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Fröken Fix. Fataskápurinn og Innblástur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
4 • LÍFIÐ 13. SEPTEMBER 2013
F
yrir níu árum flutti Svava Sig-
bertsdóttir til London til að læra
leiklist, dans og söng. Þegar hún
kláraði skólann ákvað hún að
læra einkaþjálfun og næringar-
fræði og fannst hún loksins vera á réttri
hillu. „Ég hef aldrei farið í ræktina bara
til að líta út á ákveðinn hátt heldur til
þess að líða betur og ef maður nær ár-
angri þá er útlitið bara plús. Það er
hægt að gera líkamann að geggjaðri
vél og þá færðu aukið sjálfstraust. Æf-
ingarnar sem ég kenni eru mjög tækni-
legar og margar hverjar getur þú notað
í daglega lífinu. Mest eru notuð frí-
hendis lóð og svo er meðal annars skrið-
ið í gólfinu, boxað og hoppað í köðl-
um. Þetta gefur þér rosalegan styrk og
þol,“ segir Svava Sigbertsdóttir, sem
nú hefur útbúið sérstakt æfingapró-
gram sem kallast The viking method.
Svava þjálfar fólk í einkaæfingaklúbbi í
London og viðskiptavinir hennar eru oft
þekktir og efnaðir. Þar má nefna Ritu
Ora söngkonu, meðlimi úr konungsfjöl-
skyldunni og Mrs. Mittal sem er gift
stærsta stálframleiðanda heims. Að-
spurð um fitness-menninguna á Íslandi
segir hún Íslendinga einblína of mikið á
að lyfta þungum lóðum og að ekki megi
gleyma öðrum hliðum fitness. „Að mínu
mati snýst þetta allt um jafnvægi. Að
æfa líkamann þannig að þú sért jafn-
vígur í þoli og styrk, snerpu og sprengi-
krafti. Það má ekki fara út í of miklar
öfgar þrátt fyrir að Íslendingar séu
mjög harðir af sér.“ Hægt er að nálg-
ast frekari upplýsingar um fjarþjálfun í
gegnum www.thevikingmethod.com.
HEILSA ÞJÁLFAR MEÐLIMI BRESKU
KONUNGSFJÖLSKYLDUNNAR
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfi ngum sem nefnast The viking method.
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er í glæsilegu formi en hún segir að æfingarnar í The viking method gefi fólki rosalegan styrk og mikið þol.
Þjálfar með-
limi konungs-
fjölskyldunnar
í Englandi.
„Ég er alltaf að leita leiða til þess
að færa myndlistina nær fólki.
Iphone-símahulstrin eru sniðug vara
og þarna getur þú notið listaverks
á símanum þínum. Kannski hef-
urðu ekki efni á stóru listaverki en
hulstrin eru á viðráðanlegu verði,“
segir Rakel Sævarsdóttir, sem starf-
ar við að miðla list og hönnun til al-
mennings í gegnum hönnunarsíð-
una kaupstadur.is. Rakel er með
BA-próf í listfræði og MA-próf í hag-
nýtri menningarmiðlun frá HÍ og er
eigandi kaupstadur.is og muses.is.
„Listaverk á netinu er eitthvað
sem fólk er að uppgötva og er orðið
óhræddara við, sérstaklega prent-
verkin. Netið er mjög góð leið til
að kynna íslenska listamenn. Maður
áttar sig til dæmis ekki á því hve
þekktur Hugleikur Dagsson er erlend-
is. Hann hefur verið að selja hvað
mest hjá okkur en upprunalegu teikn-
ingarnar hans hafa verið vinsælar í
Finnlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu,
Frakklandi og fleiri löndum.“
LISTAVERK HUGLEIKS
Á SÍMANUM ÞÍNUM
Rakel Sævarsdóttir, eigandi kaupstadur.is, miðlar list til
almennings með óhefðbundnum leiðum.
Hönnuðir símahulstranna eru fjölmargir en heiðurinn af þessum eiga Hugleikur Dagsson, Ninna Þórarinsdóttir,
D.Íris Sigmundsdóttir, Sævar Karl og Örn Tönsberg.
Nýtt
Nýtt
Nýtt
NýttNýtt
Nýtt
Upplýsingar í síma 820 3446
Fylgist með á WWW.facebook.com/IogtAIslandi
Í Vinabæ Skipholti 33
Laugardaginn 14. september
Vistin hefst kl. 20:00 og síðan dunar dansinn fram á nótt!
GB - DUO leikur fyrir dansi
Miðaverð aðeins 1500.kr.-
Veitingar seldar á vægu verði
Félagsvist og dans
Annan hvern
laugardag.
Í september
14. og 28.
Í október
12. og 26.
Í nóvember
9. og 23.
Í desember
7. og 21.