Fréttablaðið - 13.09.2013, Page 44

Fréttablaðið - 13.09.2013, Page 44
FRÉTTABLAÐIÐ Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Fröken Fix. Fataskápurinn og Innblástur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 6 • LÍFIÐ 13. SEPTEMBER 2013 NAFN: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. ALDUR: 24 ára. STARF: Nemi í viðskiptafræði í HÍ og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair á sumrin. HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúð með Haraldi Haraldssyni. Eva Laufey ólst upp á Akranesi með þremur systkinum og for- eldrum sínum, Rósu og Stein- dóri. Áhuginn á matargerð hófst snemma því móðir hennar er kokkur og var dugleg að leyfa krökkunum að prófa sig áfram og smakka. Æskudraumurinn var að verða lögfræðingur en framtíðar- plönin breyttust og hún segist hafa uppgötvað mikilvægi þess að njóta dagsins í dag og tileinkar sér að gera hluti sem veita henni hamingju. Lífið getur jú breyst á einu augnabliki. Matarbloggið þitt www.eva- laufeykjaran.is nýtur mikilla vin- sælda. Hvernig byrjaði það ævin- týri? „Ég byrjaði að blogga fyrir þremur árum en alls ekki með sérstakt matarblogg í huga. Hins vegar þar sem matur er aðal- áhugamál mitt fór ég fljótlega að deila matarástinni með lesend- um mínum. Fljótlega kom í ljós að lesendum mínum líkaði upp- skriftirnar og skref-fyrir-skref myndir af matargerðinni. Les- endum hefur fjölgað mjög mikið á þessum þremur árum og er ég ómetanlega þakklát fyrir svona góða lesendur. Bloggið hefur gefið mér tækifæri sem ég hefði aldrei búist við svo mér þykir orðið svakalega vænt um bloggið.“ Er ekki talsverð vinna að halda úti svona bloggi eða verður bloggið ef til vill partur af dag- lega lífinu? „Bloggið er löngu orðið partur af mínu daglegu lífi og ég er lán- söm að geta haft það þannig því þetta gerir mig agalega ánægða. Það er auðvitað vinna því maður vill gera hlutina vel. Ég hef verið með svolítið samviskubit í sumar þar sem aðalverkefnið hefur verið bókin sem ég er að gera og mikil- vægt var að klára hana. Nú hef ég einnig fengið snilling til þess að endurhanna bloggið og í haust verða skemmtilegar breytingar sem ég hlakka til að kynna fyrir lesendum mínum.“ Gott að fara út að borða Eldar þú eitthvað á hverjum degi? „Nei, ég elda nú ekki á hverjum degi, ég er líka dugleg að fara út að borða. Mér þykir ekkert skemmtilegra en að prófa nýja veitingastaði. Svo finnst mér líka gott að panta eina góða pitsu af og til. En ég elda oftast.“ Hugsar þú mikið út í hráefnið sem þú notar í eldamennskuna og baksturinn? „Já, ég er meira og meira farin að hugsa um það. Maður verður meðvitaðri þegar maður verður eldri. Ég vil vita hvað ég læt ofan í mig svo að ég er farin að at- huga vörurnar betur og velja eftir gæðum fremur en verði. Ég vel bara góða vöru en ekki endilega lífrænt.“ Hvað finnst þér um LKL- matar æðið? „Mér finnst svo sem ekkert um það mataræði í raun og veru, þetta er örugglega sniðugt fyrir þá sem kjósa slíkt. Ég þekki marga á þessu mataræði sem eru mjög ánægðir. Það eru líka margar upp- skriftir sem ég hef verið að prófa EVA LAUFEY PABBI HEMMI TRÚÐI Á MIG OG HVATTI MIG TIL DÁÐA Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er reiðubúin að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi og fetar þar með í fótspor föður síns. Lífsstíls- og matarbloggið hennar hefur notið mikilla vinsælda og fyrsta bók hennar er einnig væntanleg. Það er kraftur í Evu Laufeyju sem geislar af jákvæðni og fegurð. Lífi ð ræddi við hana um eldamennsku, nýja sjónvarpsþáttinn og að sjálfsögðu sorgina við að missa föður sinn, Hemma Gunn. áfram sem falla undir LKL-matar- æðið. Ég myndi sennilega aldrei geta verið á neinu sérstöku mataræði, ég get ekki neitað mér um eitt eða neitt. Ég lifi eftir því að allt sé gott í hófi og lífið er allt of stutt til þess að sleppa súkkulaðinu.“ Nú verður þú með þinn eigin þátt á Stöð 3 í vetur. Segðu örlítið frá þeim þætti? „Ég sótti eftir þessu tækifæri og hafði ákveðna hugmynd að þætti sem Hemma fannst mjög spenn- andi og því ákvað ég að koma hug- myndinni á framfæri. Þættirnir „Í eldhúsinu hennar Evu“ fara af stað í haust og ég er sérlega spennt. Ég legg ríka áherslu á einfalda, fljót- lega og gómsæta rétti í þáttunum. Svo vil ég auðvitað fanga stemn- inguna við matargerðina og fá fólk til þess að setja upp svuntuna og elda með fólkinu sínu.“ Fjölmiðlaáhuginn í fjölskyld- unni Það má segja að þú sért að feta í fótspor föður þíns, Hemma Gunn, og systur því bæði hafa verið að vinna í sjónvarpi. Er kannski fjöl- miðlagen í blóðinu? „Fjölmiðlaáhuginn er svo

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.