Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 53
m unnið er á meiri
orgnana með allt
ð breytast. Á
amheldinn hópur
ríðarlegri pressu
“
ð kröftum fag-
pp úr því að
lu og nýju hæfi-
ðað til sín margt
em byggir landið;
á umhverfi sínu.“
það í för með sér
öfnum höndum
éttastofunni er
gðin og fagleg
sjónarmið blaðamennskunnar sem ráða inntaki
sögunnar hverju sinni, en ekki umbúðirnar sem
slíkar. Þó verður vitaskuld að taka tillit til þess
að form og inntak haldist í hendur. Það er ekki
síst þar sem fréttamenn þurfa að nýta hæfi-
leika sína og reynslu,“ segir Mikael.
En munum við sjá einhverjar breytingar á
fréttunum í vetur?
„Við erum þessi misserin að taka stökk fram
á við hvað tæknina varðar. Ráðist hefur verið í
umtalsverðar fjárfestingar á nýjum hugbúnaði
og tækjum. Þá höfum við nú aðgang að fyrsta
útsendingarbílnum sem sendir út í HD. Með
tilkomu hans geta áhorfendur átt von á fleiri
beinum útsendingum í fréttum Stöðvar 2 og að
fá fréttirnar í auknum mæli beint í æð.“
„Þetta hefur tekið tvo
til þrjá mánuði, nú er
rykið að setjast og fólk að
fi nna sína fjöl.
Edda hóf feril sinn sem fréttalesari fyrir ríflega 28 árum. „Ég var
blaðamaður á Helgarpóstinum þegar Ingvi Hrafn, nýráðinn frétta-
stjóri Sjónvarps, hringdi og hvatti mig til þess að sækja um stöðu
fréttamanns. Ingvi Hrafn stóð þá fyrir miklum breytingum á frétta-
stofunni sem fólust meðal annars í ásýnd fréttaflutningsins. Hann
hafði ekki farið leynt með það í símann að hann hefði áhuga á að fá
mig í fréttalestur og þannig atvikaðist það að ég fór að lesa fréttir,
meðfram fréttamennskunni,“ segir Edda.
Hvað þykir henni heillandi við starf sitt? „Fjölbreytileikinn. Það að
enginn dagur er eins. Næstum allt sem hendir fer á einn eða annan
hátt í gegnum fréttastofu. Því getur fylgt mikið álag og spenna en
oftast er mikið líf á fréttastofu og hressilegur mórall.“
Edda segir fréttalesara hafa mun styttri viðveru á fréttastofunni
en fréttamennina. „Við mætum síðdegis eða undir kvöld. En í raun og
veru eru allir þeir sem starfa við fréttir alltaf í vinnunni á einn eða
annan hátt. Alltaf á útkikkinu eftir því sem gæti verið frétt.“
Edda er þekkt fyrir smekklegan klæðaburð. En eru falleg föt mikil-
væg í fréttalestri? „Það gildir um þetta starf sem önnur þar sem fólk
þarf að vera sýnilegt að klæðaburður skiptir máli. Við á fréttastofu
Stöðvar 2 viljum vera traust og áreiðanleg og ásýndin skiptir þar auð-
vitað máli. Þannig er þetta á öllum stærstu sjónvarpsstöðvum heims.“
Ýmislegt getur gerst í beinni útsendingu. Edda er innt eftir því
hvort hún hafi gert einhver mistök á ferlinum.
„Ekki að mig langi sérstaklega til að rifja það upp! En af því að
atvikið er til í bók um fyndni og mistök þá skal ég gera það. Þannig
er að eftir að fréttum lýkur á kvöldin kynnum við fréttalesarar efnið
sem fjallað verður um í Íslandi í dag. Núorðið er þessi texti skrifaður,
en áður spunnum við upp kynninguna jafnóðum. Það gekk yfirleitt
eins og í sögu – þangað til einu sinni. Síðasta fréttin í þeim fréttatíma
fjallaði um snáka og í kjölfarið átti ég að kynna gest sem var í þann
veginn að ganga í myndverið. Mér tókst ekki betur til en svo að ég
sagði: Talandi um snáka, hingað er kominn dýralæknir til þess að tala
um hrossasóttina … Þetta var ekki beint góð frammistaða og einhvers
staðar þegar ég rifjaði þetta upp bað ég viðkomandi afsökunar.“
Enginn
dagur eins
Edda Andrésdóttir Einn
reynslumesti fréttalesari landsins.
tastofa landsins
ablaðsins, fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar,
Mikael Torfason, aðalritstjóri 365 miðla, leiddi sameininguna
varð stærsta fréttastofa landsins.
„ Oftast er mikið líf
á fréttastofu
og hressilegur
mórall.