Fréttablaðið - 13.09.2013, Síða 54
6 FÖSTUDAGUR 13. september 2013
„Ég er heilluð af störfum lögreglunnar
eftir vinnslu þáttanna. Ég gæti vel hugsað
mér að vera rannsóknarlögreglumaður
sjálf, efast þó um að ég næði þrek prófinu,“
segir Helga Arnardóttir fréttamaður. Hún
skoðar íslenskar ráðgátur í glænýjum
þáttum, Óupplýst lögreglumál. Brynja
Dögg Friðriksdóttir framleiðir þættina
sem hefja göngu sína á Stöð 2 í haust.
„Við fjöllum um morð, bankarán og
bruna í þáttunum. Mörg þessara mála hafa
verið í umræðunni og fólk man jafnvel vel
eftir þeim, en einnig fjöllum við um gömul
mál sem ekki hefur verið fjallað um áður.
Elsta málið er frá árinu 1945. Við veltum
líka fyrir okkur hvort í einhverjum til-
fellum hafi verið um slys að ræða eða glæp
og hvað hafi orðið til þess að það fennti
yfir slóð lögreglunnar.“
Í þáttunum ræðir Helga við aðstand-
endur, fórnarlömb og lögreglumenn sem
komu að málunum á sínum tíma. Hún segir
ómælda rannsóknarvinnu liggja að baki
vinnslu þáttanna.
„Ég reyni að hafa uppi á öllum sem koma
að málunum; vitnum, fjölskyldu og rann-
sakendum. Lögreglan hefur verið okkur
einstaklega hjálpleg um milligöngu og
öflun gagna. Elsta málið fundum við fyrir
tilviljun í blaðagrein og voru öll gögn lög-
reglunnar um það komin inn á Þjóðskjala-
safn. Það morðmál varð aldrei upplýst
og í því tilfelli var enginn afkomandi eða
nákominn fórnarlambinu á lífi. Fjarskyld
frænka var svo vinsamleg að veita okkur
viðtal um málið,“ segir Helga. Hún segir
jafnframt ótrúlega vel hafa gengið að fá
fólk til að rifja upp liðna atburði.
„Það er ríkt í fólki að vilja upplýsa
málin. Við rákum okkur afar sjaldan á að
fólk vildi ekki tjá sig og liðsinna okkur.
Svona umfjallanir höfða einnig til fólks
almennt. Fólk hefur einfaldlega áhuga
á ráðgátum. Ég hafði gengið með hug-
myndina að þáttunum í maganum í þrjú
ár,“ segir Helga, en fyrri þáttaröð hennar,
Mannshvörf, sló rækilega í gegn á Stöð 2
síðasta vetur.
En verður framhald á Óupplýstum lög-
reglumálum? „Nei, lögreglan á Íslandi
er dugleg að upplýsa mál. Það eru fá mál
sem eru fullkomin ráðgáta, sem betur fer.
Markmiðið er að festa fólki þessi mál í
minni og hver veit nema einhver tali ein-
hvern tíma sem verður til þess að hjálpa.“
Íslenskar ráðgátur
Óupplýst lögreglumál Á Stöð 2 í haust.
„Það er ríkt í fólki að
vilja upplýsa málin.
Við rákum okkur afar
sjaldan á að fólk vildi
ekki tjá sig og liðsinna
okkur.
Helga Arnardóttir
Kolbrún Björnsdóttir er væntanleg á Stöð 2 í október í glænýjum spjallþætti sem nefnist ein-
faldlega Kolla.
„Ég mun spjalla við áhugaverða einstaklinga á persónulegu nótunum og fjalla um ýmsa
hluti í okkar daglega lífi. Til dæmis um það hvernig best er að takast á við meðvirkni,
hverjar eru bestu leiðirnar til að láta samskipti flókinna fjölskyldna ganga upp, hvað getum
við gert til að draga úr einelti og jafnvel bestu leiðirnar til að halda heimilinu snyrtilegu,“
segir Kolla, sem var daglegur gestur á heimilum landsmanna í útvarpsþættinum Í bítið á
Bylgjunni. En hvernig leggst það í hana að vera á leið í sjónvarp? „Það er afskaplega spenn-
andi en þó örlítið stressandi. Sjónvarpið er allt öðruvísi miðill en útvarpið en það er líka
hverjum hollt að stíga út fyrir rammann og takast á við áskoranir. Ég hlakka til.“
Kolla ætlar að fá til sín ótal gesti í vetur, en skyldi hún eiga einhverja draumaviðmæl-
endur? „Þeir eru ótal margir en Hillary Clinton kemur fyrst upp í hugann. Og þá ekki um
pólitíkina heldur lífið og tilveruna. Mig langar líka mikið til að spjalla við Dorrit. Það geislar
af henni orkan og jákvæðnin.“ Aðspurð um fyrirmyndir í starfi segir Kolla. „Einlægni,
jákvæðni og að vera maður sjálfur eru kostir sem ég met mikils. Ég segi því Hemmi Gunn.“
Ég hlakka til
Kolla Hefst á Stöð 2 í október.