Fréttablaðið - 13.09.2013, Page 82
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT |
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
HANDBOLTI Haukar mæta OCI
Lions frá Hollandi í fyrstu umferð
EHF-bikarsins í handknattleik
í kvöld en leikurinn fer fram að
Ásvöllum og hefst klukkan 19.00.
„Þetta verður vonandi skemmti-
legt verkefni,“ segir Patrekur
Jóhannesson, þjálfari Hauka, í
samtali við Fréttablaðið í gær.
„Strákarnir fengu tveggja vikna
frí eftir mót og síðan hófst undir-
búningstímabilið okkar. Menn eru
því alveg tilbúnir í slaginn.“
Haukar höfnuðu í öðru sæti á
síðasta Íslandsmóti eftir að hafa
tapað gegn Fram í úrslitaein-
víginu. Tjörvi Þorgeirsson, leik-
maður Hauka, hefur verið að
glíma við meiðsli í sumar en að
sögn Patreks er leikstjórnandinn
klár í leikinn gegn OCI Lions.
„Liðið er búið að undirbúa sig
gríðarlega vel fyrir þessa leiki
og ég hef endalaust mikla trú á
þessum strákum,“ segir Patrekur
en hann tók við Haukum fyrir
tímabilið.
Aron Kristjánsson hætti með
Hauka eftir síðasta tímabil en
Aron er landsliðsþjálfari Íslands
í handbolta.
„Mér líkar mjög vel við mig í
Haukum en hér er ótrúlegt fólk að
vinna og andinn magnaður. Það
er ákveðin menning í Haukum
sem erfitt er að lýsa, vinnu semin
og aginn er með ólíkindum hjá
þessum drengjum. Maður tók
vissulega við góðu búi af Aroni
en ég kom með ákveðnar áherslu-
breytingar inn í liðið.“
OCI Lions varð í öðru sæti í
hollensku úrvalsdeildinni á síðasta
tímabili.
„Maður veit nokkuð mikið um
þetta hollenska lið og ég hef náð að
komast yfir fullt af mynd böndum
frá þeirra leikjum. Liðið byrjar
vel í hollensku deildinni og hefur
unnið fyrstu tvo leikina en þeir
hafa verið að ganga í gegnum tölu-
verðar breytingar og leika til að
mynda ekki með örvhenta skyttu
sem stendur.“
OCI Lions mætti þýska liðinu
Rhein Neckar Löwen í leik fyrir
tveimur árum og völtuðu læri-
sveinar Guðmundar Guðmunds-
sonar yfir hollensku ljónin með tíu
marka mun. Þess má geta að Rhein
Neckar Löwen hafði tíu marka
forystu í hálfleik og því skoruðu
liðin jafn mörg mörk í síðari hálf-
leiknum. Patrekur vill meina að
hættulegt sé að vanmeta Hollend-
ingana.
„Það er mikill uppgangur í
hollenskum handbolta og við
verðum að bera virðingu fyrir
andstæðingnum. Við ætlum okkur
samt sem áður áfram í þessari
keppni og förum inn í þessa viður-
eign sem sigurstranglegri aðilinn.
Það hentar þessum strákum vel og
menn eru virkilega spenntir fyrir
fyrsta alvöru leik tímabilsins.“
Síðari leikur liðanna fer síðan
fram á morgun einnig á Ásvöllum.
Takist Haukum að komast áfram
í aðra umferð keppninnar mætir
liðið portúgalska liðinu SL Benfica
í annarri umferðinni í október.
stefanp@frettabladid.is
Erum sigurstranglegri
Haukar taka tvívegis á móti hollenska liðinu OCI Lions í EHF-bikarnum á Ás-
völlum um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í kvöld. Hafnfi rðingar ætla sér áfram.
TÓK VIÐ GÓÐU BÚI Patrekur Jóhannesson er áægður hjá Haukum og ætlar með
liðið áfram í EHF-keppninni. Haukar mæta OCI Lions í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI „Ég er að flytja til Nor-
egs bæði til að bæta mig sem
knattspyrnumann og vera nær
fjölskyldunni,“ segir Telma Hjalta-
lín, sem gekk í raðir norsku meist-
aranna í Stabæk í vikunni. Hún
hefur verið á mála hjá Aftur-
eldingu í sumar.
Foreldrar hennar eru búsettir
í Noregi og spilaði það stórt hlut-
verk í ákvörðun hennar.
Telma hefur átt flott tímabil og
skorað átta mörk fyrir liðið. Hún
var ekki með liðinu gegn Stjörn-
unni í vikunni en þá tapaði Aftur-
elding illa, 7-1. Telma missir
einnig af lokaleiknum gegn HK/
Víkingi í hreinum úrslitaleik um
áframhaldandi sæti í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu.
„Fyrir tveimur árum var ég
ekki almennilega tilbúin til að
taka þetta skref en núna held ég
að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir
Telma sem er aðeins 18 ára gömul.
Framherjinn lék áður með Sta-
bæk árið 2011 og varð meðal ann-
ars bikarmeistari með liðinu.
Stabæk er norskur meistari í
knattspyrnu og situr sem stendur
í efsta sæti deildarinnar með fimm
stiga forskot á Lilleström.
„Þetta er stór klúbbur með ótrú-
lega góða aðstöðu svo það er allt
til.“
Þessi unga knattspyrnukona
setur markið hátt og ætlar sér
stóra hluti.
„Ég hef verið í yngri landsliðum
Íslands en núna er markmið mitt
að komast í A-landsliðið og það að
vera komin í lið eins og Stabæk
mun klárlega hjálpa mér í því að
ná markmiðum mínum.“
„Vonandi næ ég að taka þátt í
einhverjum leikjum með liðinu á
þessu tímabili,“ segir Telma.
Stabæk leikur við Klepp á
morgun í norsku deildinni.
- sáp
Núna er ég tilbúin að fl ytjast út
Hin átján ára gamla Telma Hjaltalín er gengin til liðs við besta lið Noregs.
MARKAVÉLIN Telma Hjaltalín flytur í
annað sinn til Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mörkin: 1-0 Arnór Traustason (5.), 1-1 Garðar
Gunnlaugs. (12.), 2-1 Hörður Sveins. (19.), 2-2
Arnar Guðjóns. (24.), 3-2 Hörður Sveins. (38.), 3-3
Jóhannes Guðjóns., víti (39.), 4-3 Hörður Sveins.
(62.), 5-3 Magnús Þorsteins. (84.), 5-4 Jorgae
Garcia (88.)
Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhanns. 5 - Endre Ove
7, Halldór Halldórs. 5, Haraldur Guðmunds. 6,
Magnús Matthías. 7 - Bojan Ljubicic 6, Einar
Einars. 6, Jóhann Guðmunds. 6 (83. Magnús Þor-
steins. -), Daníel Gylfasson 6 (66. Elías Ómars. 6)
- Hörður Sveinsson 9*, Arnór Ingvi Traustason 8.
ÍA (4-4-2): Páll Jónsson. 4 - Einar Einarsson 4, Kári
Ársælsson 3, Thomas Sörensen 5, Hector Pena 5 -
Joakim Wrele 5 (87. Andri Adolphsson -), Jóhannes
Guðjónsson 6, Arnar Guðjónsson 7 (72. Jón
Ákason -), Hallur Flosason 5 - Ármann Björnsson 6
(72. Jorge Garcia -), Garðar Gunnlaugsson 7.
5-4
Nettóvöllur
Kristinn
Jakobsson (6)
Mörkin: 0-1 Grétar S. Sigurðarson (57.).
Víkingur (4-5-1): Einar Hjörleifsson 8 - Emir
Dokara 6 , Damir Muminovic 6 , Insa Bohigues 6,
Samuel Jimenez 6, - Alfreð Már Hjaltalín 7 (89.,
Fannar Hilmarsson -), Farid Zato 6, Eldar Masic 5,
Eyþór Birgisson 6 (67., Guðmundur Magnússon
5) Antonio Mossi 5 , - Guðmundur Steinn Haf-
steinsson 7 (79., Björn Pálsson - ).
KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 6 - Haukur
Heiðar Hauksson 6, Grétar Sigfinnur Sigurðsson
8*, Jonas Grönner 8, Guðmundur Reynir Gunn-
arsson 6, - Atli Sigurjónsson 6 (67., Emil Atlason
4), Bjarni Guðjónsson 5 (57., Þorsteinn Már
Ragnarsson 5) Jónas Guðni Sævarsson 6, Baldur
Sigurðsson 7, Óskar Örn Hauksson 6, - Gary
Martin 7 (76., Kjartan Henry Finnbogason -).
0-1
Ólafsvíkur-
völlur
Örvar Sær
Gíslason (7)
Mörkin: 0-1 Atli Viðar Björnsson (88.).
Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 - Ásgeir
Örn Arnþórsson 5, Kristján Hauksson 5, Agnar
Bragi Magnússon 5, Tómas Þorsteinsson 5 - Ásgeir
Börkur Ásgeirsson 6, Finnur Ólafsson 5 (77. Davíð
Einarsson -), Pablo Punyed 5 - Emil Berger 5,
Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (68. Guy Roger Eschman
5), Viðar Örn Kjartansson 5.
FH (4-3-3): Daði Lárusson 6 - Jón Ragnar Jónsson
5, Pétur Viðarsson 5, Guðmann Þórisson 6*, Sam
Tillen 5 - Davíð Þór Viðarsson 5, Björn Daníel
Sverrisson 6, Brynjar Ásgeir Guðmundsson 5
(58. Emil Pálsson 5)- Ólafur Páll Snorrason 6,
Ingimundur Níels Óskarsson 5 (83. Kristján Gauti
Emilsson -), Albert Brynjar Ingason 5 (74. Atli
Viðar Björnsson -).
0-1
Fylkisvöllur
Erlendur
Eiríksson (7)
Mörkin: 0-1 Ármann Pétur Ævarsson (4.), 1-1
Garðar Jóhannsson (43.), 2-1 Halldór Orri Björns-
son (45.+1), 3-1 Robert Sandnes (80.).
Stjarnan (4-3-3): Ingvar Jónsson 7, Jóhann Laxdal
7, Martin Rauschenberg 5, Daníel Laxdal 7, Robert
Sandnes 7, Atli Jóhannson 7, Michael Præst 8*,
Veigar Páll Gunnarsson 7 (79., Baldvin Sturluson
-), Kennie Chopart 7 (85., Gunnar Örn Jónsson -),
Halldór Orri Björnsson 8, Garðar Jóhannson 7.
Þór (5-3-2): Joshua Wicks 6, Baldvin Ólafsson 6,
Andri Hjörvar Albertsson 6, Hlynur Atli Magnús-
son 6, Janez Vrenko 6 (62., Chukwudi Chijindu
5), Ingi Freyr Hilmarsson 7, Orri Freyr Hjaltalín 6,
Mark Tubæk 5 (84., Jónas Björgvin Sigurbergsson
-), Ármann Pétur Ævarsson 7, Jóhann Þórhallsson
6 (84., Sigurður Marinó Kristjánsson -), Jóhann
Helgi Hannesson 7.
3-1
Samsungvöllur
Vilhjálmur
Þórarins. (8)
PEPSI DEILDIN 2013
STAÐAN
KR 17 14 1 2 41-18 43
FH 19 12 4 3 38-19 40
Stjarnan 19 12 4 3 31-18 40
Breiðablik 17 9 5 3 27-19 32
Valur 17 6 7 4 33-25 25
ÍBV 17 6 5 6 21-20 23
Fylkir 19 5 5 9 27-27 20
Keflavík 19 6 2 11 25-40 20
Fram 18 5 4 9 23-31 19
Þór 19 4 5 10 26-41 17
Víkingur Ó. 19 2 8 9 15-28 14
ÍA 18 2 2 14 25-46 8
JÓHANNES HAUKUR RÚNAR FREYR
STERKUR OG BRAGÐMIKILL
EN LÍKA MILDUR OG FROÐUKENNDUR
LAUGARDAGSMORGNA
FRÁ 9 TIL 12