Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 6
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Kristilegir demókratar (CDU), og systurflokkur þeirra, Kristilega sósíalbandalagið í Bæjaralandi (CSU), hafa verið helsta afl þýskra hægrimanna allt frá lokum seinni heims- styrjaldar. Leiðtogi CDU er Angela Merkel kanslari en leiðtogi CSU er Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands. Frjálsir demókratar (FDP) hefur lengi verið „litli miðju- flokkurinn“ í þýskum stjórnmálum, aðhyllist frjálslynda stefnu og hefur ýmist hallað sér til hægri eða vinstri í stjórnarsam- starfi. Leiðtogi er Philipp Rösler. Sósíaldemókratar (SPD) hafa allt frá 19. öld verið helsta afl þýskra vinstrimanna. Frá stríðslokum hefur hann verið helsti mótherji Kristilegra demókrata í þýskum stjórnmálum. Flokkurinn hefur hefðbundna jafnaðarstefnu að leiðarljósi. Leiðtogi er Sigmar Gabriel en kanslaraefnið er Peer Steinbrück. Græningjar (Die Grünen), flokkur þýskra umhverfissinna, voru stofnaðir árið 1980 og hafa frá upphafi lagt höfuð- áherslu á umhverfismál. Leiðtogar eru Claudia Roth og Cem Özdemir. Vinstriflokkurinn (Die Linke) er yngsti flokkurinn í þýskum stjórnmálum. Hann var stofnaður árið 2007, að nokkru upp úr Lýðræðislega sósíalistaflokknum (PDS), sem fyrir sitt leyti var arftaki austurþýska kommúnistaflokksins SED. Leiðtogar flokksins eru Katja Kipping og Bernd Riexinger. 1. Hversu marga daga á árinu hefur varðskipið Þór verið á sjó? 2. Hvar á landinu eru konur hvattar til að sækja um laus lögreglustörf? 3. Frá hversu mörgum löndum verða kvikmyndir sýndar á RIFF-hátíðinni? SVÖR: 1. 80 daga. 2. Á Hvolsvelli. 3. Yfi r 40 löndum. ÞÝSKALAND Helsti keppinautur Angelu Merkel um kanslara- embættið er Peer Steinbrück, leið- togi þýskra sósíaldemókrata. Hann stendur þó ekki mjög vel að vígi samkvæmt skoðanakönnunum. Systurflokkunum CDU og CSU er spáð allt að 40 prósentum atkvæða en sósíaldemókrötum innan við þrjátíu prósentum. Merkel hefur í kosninga- baráttunni lagt áherslu á góða stöðu Þýskalands í efnahags málum og segir kosningarnar í raun snúast um framtíð evrunnar, hinnar sam- eiginlegu myntar sautján Evrópu- sambandsríkja. Steinbrück hefur reynt að vekja athygli kjósenda á því að íbúar Þýskalands standa ekki allir jafn vel að vígi, þrátt fyrir góðærið. Sá boðskapur hefur hins vegar ekki komist ýkja vel til skila, jafn- vel þótt Steinbrück hafi verið óhræddur við að nota stóryrði og duglegur við að fara út fyrir ramma hins varfærna stjórnmála- manns. Þrátt fyrir óskipta athygli fjöl- miðla hafa þær uppákomur engan veginn skilað sér í fylgistölum og sumar virkað heldur vandræða- legar. Þannig vakti það mikla athygli þegar Steinbrück lét taka mynd af sér, sem birtist á forsíðu tímarits um síðustu helgi, þar sem hann réttir upp löngutöngina eins og í lítilsvirðingarskyni við Merkel. Það sem frekar gæti orðið Merkel að falli er lélegt fylgi sam- starfsflokksins, Frjálsra demó- krata, sem um síðustu helgi féll út af landsþingi í Bæjaralandi í lands- kosningum þar. Flokkurinn fékk innan við fimm prósenta fylgi, sem er lágmarkið til að ná manni á þing. Sama lágmark g i ld ir í kosningum til þjóðþings Þýska- lands og í skoðana könnunum hafa Frjálsir demókratar mælst með 4 til 6 prósent. Því gæti svo farið að flokkurinn hafi enga þingmenn til að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Merkel að loknum kosningum. Philipp Rösler, leiðtogi Frjálsra demókrata, berst því fyrir lífi flokksins þessa dagana og varar kjósendur við því að vinstri stjórn Sósíaldemókrata með Græningjum og jafnvel Vinstriflokknum einnig blasi við, falli þessi litli miðju- flokkur alveg út af þinginu. Annar möguleiki væri þó að Merkel og Steinbrück mynduðu svo- kallaða „stóra samsteypustjórn“. Merkel hefur reynslu af slíku samstarfi með Sósíaldemókrötum en segir það hafa reynst sér mun erfiðara en samstarfið við Rösler á þessu kjörtímabili. Mun meira beri á milli sín og Sósíaldemókrata en sín og Frjálsra demókrata. gudsteinn@frettabladid.is Fátt virðist bitna á ríkisstjórn Merkel Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur lengi virst vera örugg um endurkjör í þingkosningum, sem haldnar verða á sunnudag. Gengi litla samstarfs flokksins, Frjálsra demókrata, gæti þó ráðið úrslitum um framhaldslíf stjórnarinnar. KEPPINAUTARNIR Kosningaspjöld með myndum af Angelu Merkel og Peer Stein- brück. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HELSTU FLOKKAR Á ÞÝSKA ÞINGINU Evrusvæðið og efnahagsmálin Líklega er það hið góða ástand í efnahagsmálum Þjóðverja sem á stærstan þátt í velgengni Angelu Merkel og flokks hennar í skoð- anakönnunum. Þýskaland hefur staðið sem klettur í ólgunni á evrusvæðinu en Þjóðverjar hafa samt margir verið ósáttir við að bera meginþungann af björgunaraðgerðum vegna verst stöddu evruríkjanna. Þeim mun ánægðari hafa þeir verið með það hve Merkel hefur verið treg til að taka þátt í þeim björgunar- aðgerðum. Njósnir Bandaríkjanna Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir það hve lítið hún hefur tjáð sig um þær viðtæku njósnir sem Banda- ríkjastjórn hefur stundað víða um heim á síðustu árum. Hún hefur forðast að gagnrýna Banda- ríkin og reyndar frekar tekið mál- stað þeirra, sagt að njósnir séu nauðsynlegar hverju lýðræðisríki. Eftir slæma reynslu Þjóðverja af alræðisstjórnum á síðustu öld bregðast þeir gjarnan ókvæða við öllum fréttum af víðtækri eftirlitsstarfsemi ríkja en þessi umdeilda afstaða Merkel hefur þó ekki bitnað á fylgi hennar samkvæmt skoðanakönnunum. Hernaður gegn Sýrlandi Merkel hefur verið harðákveðin í að Þjóðverjar muni ekki taka þátt í hernaði gegn Sýrlandi. Helsti mótherji hennar, Peer Steinbrück, er á sama máli, þannig að jafnvel þótt hann taki við kanslara- stöðunni að kosningum loknum er ekki að vænta stefnubreytingar hvað þetta varðar. Þjóðverjar virðast almennt sáttir við þetta, enda hafa þeir jafnan verið tregir til allrar þátttöku í hernaði eftir slæma reynslu þjóðarinnar af hernaðarbrölti á síðustu öld. ➜ Helstu kosningamálin kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. Próteinríkt 11,5 g prótein í 100 g Prótein byggja m.a. upp og endurnýja vöðvavefinn, styrkja ónæmiskerfi líkamans og flytja næringarefni inn og út úr frumum. MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! 3 ÁRA ÁBYRGÐ NEYTENDUR Algengt er að verð- munur á hæsta og lægsta verði á fiskafurðum milli verslana sé 75 prósent eða meira. Þetta kemur fram í nýrri könn- un Alþýðusambands Íslands á fisk- afurðum. Lægsta verðið var oft- ast að finna í Litlu fiskbúðinni við Miðvang í Hafnarfirði, eða í 14 til- vikum af 23, en hæsta verðið var oftast að finna í Hafbergi í Gnoðar- vogi, í fimm tilvikum af 23. Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 24% upp í 114%. Mestur verðmunur í könnuninni var á meðalkæstri skötu sem var dýrust á 1.690 kr./kg í Fiskbúðinni Höfðabakka, en ódýrust á 790 kr./ kg í Hafinu Hlíðarsmára. Minnstur verðmunur var á roð- flettu og beinlausu þorskflaki sem var ódýrast á 1.490 kr./kg. hjá Fisk kompaníi Akureyri og fiskbúðinni Fiskás en dýrust á 1.845 kr./kg. í Fjarðarkaupum Hafnarfirði. Könnunin var gerð í 25 fiskbúð- um og öðrum verslunum með fisk- borð, víða um landið á mánudag. Kannað var verð á 23 algengum tegundum af fiskafurðum. Mela- búðin neitaði þátttöku í könnuninni. - bl Alþýðusamband Íslands kannaði verð á fiskafurðum víða um land: Verðmunurinn að lágmarki 75% GRÍÐARLEGUR VERÐMUNUR Mesti munurinn í könnuninni var 114% FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÍÞJÓÐ Heimsending áfengis hefur ekki haft áhrif á áfengis- neyslu Svía. Þetta segja fulltrúar sænsku ríkisáfengisverslunar- innar, sem ætlar að senda áfengi heim til fleiri Svía en nú er gert. Frá því í nóvember í fyrra hafa íbúar í nokkrum bæjum og borgum getað pantað bjór, vín og sterkt áfengi á netinu og fengið það sent heim. Nú á að fjölga þeim stöðum þar sem þessi þjón- usta er veitt, að því er Afton- bladet greinir frá. - ibs Sænska áfengisverslunin: Fleiri munu fá vín sent heim VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.