Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 24
19. september 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fréttir berast af því að ríkisstjórnin – eða einhverjir aðilar innan hennar – séu að hugleiða 400 milljóna króna niðurskurð á framlögum til Kvikmyndasjóðs á næsta ári. Með þessu væri verið að gera sömu mistök og síðasta ríkisstjórn gerði með því að kippa teppinu undan ört vaxandi atvinnugrein sem ungt fólk sækir í og skilar íslenskum menningarafurðum sem markaður er fyrir um allan heim. En er þetta skynsamleg stefna út frá krónum og aurum? Til er ítarleg skýrsla um alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi (2006-2010) sem sýnir okkur hvaða áhrif þessi niðurskurður hefði. Skoðum dæmið: 400 milljóna króna niðurskurður Kvik- myndasjóðs mun líka þýða sparnað í atvinnuvegaráðuneytinu vegna laga um endurgreiðslu til kvikmynda upp á 240 milljónir. Samtals mun ríkissjóður því spara 640 milljónir króna. Ef þessum 640 milljónum er hins vegar varið til kvikmyndagerðar munu fram- leiðendur bæta við þær innlendu fjár- magni upp á 1.040 milljónir og draga til landsins erlent fjármagn upp á 1.120 milljónir, svo hér yrðu framleiddar kvik- myndir fyrir 2,8 milljarða króna. Einungis launaskattar í ríkissjóð af þessari framleiðslu næmu 670 milljónum eða nokkru hærri upphæð en þær 640 milljónir sem spöruðust. Þá eru ótaldar aðrar beinar og óbein- ar tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi og þau efnahagslegu áhrif sem íslenskar kvikmyndir hafa á greinar eins og ferða- mannaiðnaðinn. Það er því erfitt að sjá að þetta séu skynsamlegar hugmyndir út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Hin hlið þessa máls og jafnvel enn mikilvægari er sú að með því að leggja fram þessa fjármuni fáum við íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir og heimildarmyndir sem auðga menningu okkar og eru mikilvægur þáttur í uppeldi og sjálfsmynd þjóðarinnar í myndheimi samtímans. Í umræðunni hefur því líka verið haldið fram að framlög til Kvikmynda- sjóðs séu illa fjármögnuð. Sú fullyrðing stenst ekki skoðun því leiðréttingin sem síðasta ríkisstjórn gerði á framlögum til Kvikmyndasjóðs er fjármögnuð með arð- greiðslum af hlut ríkisins í bönkunum – sem skila sér með miklum ágætum eins og allir vita. Reiknum dæmið um Kvikmyndasjóð MENNING Björn B. Björnsson kvikmyndagerðar- maður F réttablaðið sagði í gær litla frétt af því að Mjólkursam- salan hefði fargað nokkrum tugum kílóa af svissneskum Gruyère-osti, sem fluttur var inn fyrir mistök, í trássi við opinbera reglugerð. Mistökin voru þau að osturinn er úr ógerilsneyddri mjólk, en ekki gerilsneyddri. Auk þess var hann of ungur; ekki nema þriggja mánaða, en ríkisvaldið telur að Gruyère-ostur verði að vera orðinn sex mánaða til að flytja megi hann inn og leyfa Íslendingum að kaupa hann og leggja sér til munns. Forstjóri MS sagði í samtali við blaðið að eðlilegt hefði verið að eyða ostinum. Og auðvitað er eðli- legt að fyrirtæki fari eftir lögum og reglum. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við reglugerðina sem bannar innflutning á ostum úr ógerilsneyddri mjólk, nema þeir séu þá orðnir svo og svo gamlir. Reglurnar eru í orði kveðnu settar til að vernda annars vegar búfé fyrir smitsjúkdómum frá útlöndum og hins vegar til að vernda neytendur fyrir hugsanlegum matarsýkingum vegna listeríu. Rökin um dýrasjúkdómana eru ósannfærandi; menn eru lítið í því að fóðra húsdýr á osti sem kostar 9.000 krónur út úr búð. Neytendaverndar- rökin eru nærtækari. En Gruyère-osturinn er lögleg vara í framleiðslulandinu og miklu víðar, til dæmis í Evrópusambandinu öllu. Hann er fram- leiddur samkvæmt aldalangri hefð og undir ströngu gæðaeftirliti. Það eru engar vísbendingar um að fólk í öðrum Evrópulöndum hrynji niður úr matarsýkingum vegna ostaneyzlu, og því síður að Íslendingar komi fárveikir heim úr fríinu eftir að hafa borðað evrópska osta úr ógerilsneyddri mjólk. Raunar var ferðamönnum í fyrrasumar leyft að hafa með sér eitt kíló af osti úr hrámjólk til landsins. Ekkert hefur heldur frétzt af ótímabærum dauðsföllum matgæðinga eftir að breytingin var gerð. Enda er reglugerðin bara yfirskin. Hún er svokölluð tæknileg viðskiptahindrun, hugsuð til að verja íslenzka ostaframleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Hún hefur í raun ekkert með heilbrigði manna og skepna að gera. Þetta heimskulega innflutningsbann hefur þó óvæntar hliðar- verkanir. Á meðan stjórnvöld banna innflutning á ostum úr ógeril- sneyddri mjólk geta þau ekki orðið við beiðni Beint frá býli, sem eru samtök bænda sem selja heimagerðar afurðir, um að leyfa framleiðslu á ógerilsneyddum, íslenzkum ostum. Samt hefur verið mælt með slíku í tveimur opinberum skýrslum. Samtökin hafa líka réttilega bent á að ekki hefur orðið vart við neinn bráðadauða hjá bændum sem drekka mjólkina sína ógerilsneydda beint úr tank- inum, enda hefur hreinlæti við framleiðsluna tekið gífurlegum framförum. Þannig koma þessar vitlausu reglur niður á framþróun í íslenzkum landbúnaði. Samt eru engar líkur á að þeim verði breytt í bili. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, sem gæti beitt sér fyrir breytingu á reglunum, var sem óbreyttur þingmaður ekki hrifinn af því þegar áformað var í fyrra að leyfa ferðamönnum að taka með sér ógerilsneydda osta til landsins. Hann sagði að ráðagerðin væri óskiljanleg, gæti haft „alvarlegar afleiðingar“ og heilt kíló af osti væri „frekar óhóflegt“. Rúmu ári og einu ráðherraembætti síðar er mjög ólíklegt að hann viðurkenni að hann hafi verið að grínast. Hvaða vit er í reglum um ostainnflutning? Útlendu drápsostarnir Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Frosti dregur í land Frosti Sigurjónsson, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar þingsins, lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í fyrradag að þeir sem þegar hefðu notið einhvers konar skuldaleiðrétt- ingaraðgerða af hálfu stjórnvalda, til dæmis farið í gegnum 110 prósenta leiðina, skyldu ekki fá frekari leiðrétt- ingu þegar ríkisstjórnin ræðst í stóru skuldaniðurfellinguna sína. Það yrði einfaldlega ekki sanngjarnt. Þetta kom öllum mjög í opna skjöldu (þótt reyndar hefði komið fram í Fréttablaðinu í ágúst að þetta væri einmitt meðal þess sem sérfræðingahópur Sigmundar Davíðs um málið mundi skoða). Í gær dró svo Frosti í land; vel gæti verið að 110 prósenta-hópurinn fengi frekari leiðréttingu. Og hann áréttaði að hann væri bara þing- maður og réði þessu svo sem ekki. … aftur Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Frosti þarf að bakka með ummæli sín. Í fyrra skiptið ræddi hann um starfsleyfi Dróma og sagði að það yrði ekki endur- nýjað. Daginn eftir þurfti Frosti að taka fram, eins og í gær, að hann væri nú bara þingmaður og réði þessu ekki. Frosti þarf að fara að gæta að því hvað hann lætur út úr sér. Hrekklausir Sjallamenn Jafnréttisstofa gerði athugasemd við það að til stæði að halda svokallað „Dirty Night“ í Sjallanum á Akureyri. Þar átti að bjóða upp á undirfata- sýningu, dansbúr og glaðning fyrir leðurklæddar konur. Úr varð að kvöldið var blásið af. Akureyri vikublað ræddi í gær við einn af for- svarsmönnum Sjallans, sem hafði þetta að segja um málið: „Við misskildum hvernig þetta kvöld ætti að vera og um leið og við sáum hvað þetta væri þá ákváðum við að bakka út úr þessu.“ Það er svo sem ágætt hjá Sjallamönnum að viðurkenna þetta. Eftir stendur spurningin um það hvað þeir héldu eiginlega að Dirty Night væri. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.