Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is,
s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Phillip Lim þykir flottur hönnuður sem hefur gott auga fyrir kvenleika og fegurð. Hann er fæddur í Taílandi en flutti til
Kaliforníu og síðan New York þar sem hann
hefur verið að gera góða hluti.
Það ríkti sannkölluð vetrarstemning þegar
Lim sýndi vetrartískuna en hann bauð gestum
upp á heitt súkkulaði með sykurpúðum. Hann
vildi að klæðnaðurinn hentaði hverri og einni
konu á sem náttúrulegastan hátt en innblástur
sótti hann í bíla- og mótorhjólakeppni. Leður
og ull voru fyrirferðarmikil efni í sýningunni
og litirnir haust- og vetrarlegir. Fylgihlutir sem
voru mest áberandi voru handtöskurnar, stór
sól gleraugu og há leðurstígvél og leðurlegg-
hlífar.
SVONA Á TASKAN AÐ HANGA
PHILLIP LIM Þessi fatnaður hentar vel í vetrarkulda. Takið eftir hvernig hönnuðurinn kýs að fyrirsæturnar hafi handtöskuna.
VETUR Samkvæmt tískusýningu hönnuðarins Phillip Lim
fyrir komandi vetur er svalt að setja handtöskubandið
yfir höfuðið og á hina öxlina þannig að það liggi á ská
yfir líkamann. Það er reyndar ekki ný tíska en margar
konur kjósa að hafa töskuna einmitt þannig, enda veitir
það öryggistilfinningu.
Benetton Smáralind – Benetton Glerártorgi
Stretch buxur kr. 2.595
Mjög mjúkar og hlýjar Stærðir 68 – 150