Fréttablaðið - 19.09.2013, Side 18

Fréttablaðið - 19.09.2013, Side 18
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 56% Fjölmenningin í tölum Fjölmenningarsetrið á Ísafirði hefur í þriðja sinn birt tölfræðilegar upplýsingar um erlenda ríkis- borgara og innflytjendur á Íslandi. Ari Klængur Jónsson leiðir þar í ljós að á stuttum tíma hefur litróf samfélagsins tekið stakkaskiptum. Eins og Svavar Hávarðsson og Jónas Unnarsson komust að er að mörgu að hyggja við að kortleggja framlag þessa stóra hóps og þær áskoranir sem við honum blasa. AF EINSTAKA RÍKJUM eru fl estir erlendu ríkisborgararnir frá Póllandi, 9.363 einstaklingar í byrjun árs 2013, sem gerir 44% allra erlendra ríkisborgara á Íslandi. Pólverjar eru 3% landsmanna. 9.363 ALLRA BARNA á Íslandi, á aldurs- bilinu 0-4 ára, teljast til annarrar kynslóðar innfl ytjenda. 8% 11% 80% Höfuðborgarsvæðið 67% Suðurnes 9% Vesturland 5% Vestfi rðir 3% Norðurland vestra 1% Norðurland eystra 5% Austurland 4% Suðurland 6% Grófl ega má áætla að erlendir ríkisborgarar skili töluvert meira í ríkiskassann en þeir fá úr honum miðað við tölur frá Ríkisskatt- stjóra, en erlendir ríkisborgarar með skattalega heimilisfesti á Íslandi greiddu tæplega 10 millj- arða króna í skatta á síðasta ári. Heildartekjur erlends karlmanns árið 2012 voru 3,5 milljónir króna en 2,5 milljónir hjá konum með erlent ríkisfang. 3,5 MILLJÓNIR KRÓNA 2,5 MILLJÓNIR KRÓNA Frá aldamótum hefur fj öldi leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast. Ellefu af hundraði leikskólabarna eru með erlent móðurmál. 2.663Fjöldi barna með erlent móðurmál í grunnskólum landsins hefur sjöfaldast frá árinu 2007. Í dag eru þau 6% allra grunnskólabarna, 2.663 talsins. Um 80% barna með innfl ytjendabakgrunn hófu nám í framhaldsskóla árið 2010 samanborið við 96% barna með engan erlendan bakgrunn. Hlut- fallslega ljúka mun færri innfl ytjendur framhalds- skólanámi en íslenskir jafnaldrar þeirra. FJÖLDI EINSTAKLINGA með erlent ríkisfang sem fá greidd námslán hefur aukist ár frá ári, eða um 1.167% frá því 2002. 20132008 Þriðjungur þeirra kvenna sem leituðu í Kvennaathvarfi ð á síðasta ári hafði erlent ríkisfang. ÞAÐ FJÁRMAGN sem sett er í málefni innfl ytjenda í fj árlögum hefur minnkað umtalsvert síðan 2008. Með mikilli einföldun mætti setja það þannig upp að árið 2008 hafi tæplega 21.000 krónum verið varið í hvern erlendan ríkisborgara á landinu, samanborið við 9.000 krónur árið 2013. 10.000.000.000 KRÓNUR Í byrjun árs voru allt að því jafnmargar konur og karlar með erlent ríkisfang búsett á landinu. Það er mikil breyting frá því í byrjun árs 2008 þegar yfi r 5.000 fl eiri erlendir karlar en konur voru búsettir hér. Í BYRJUN ÁRS 2013 VORU INNFLYTJENDUR 25.926 talsins og 29.130 ef börn þeirra sem fædd eru á Íslandi eru talin með. Það þýðir að 9,1% landsmanna er annaðhvort innfl ytjandi eða af annarri kynslóð innfl ytjenda. Hæsta hlutfall innfl ytjenda af íbúum tiltekins svæðis er að fi nna á Vestfj örðum og Suður- nesjum. Þeir eru hins vegar langfl estir til heimilis á höfuðborgarsvæðinu, eða tveir af hverjum þremur innfl ytjendum á Íslandi. Grafík/Jónas 1/3 1.167% voru 56% allra útlendinga á atvinnuleysisskrá í júní 2013 en atvinnu- leysi meðal Pólverja er í kringum 15% samanborið við 4% atvinnuleysi meðal Íslendinga. Árið 2010 voru að meðal- tali 26 erlendir einstaklingar í afplánun eða gæsluvarð- haldi dag hvern, 23 árið á undan og 24 árið þar áður. Ef aft ur á móti er horft til fyrstu ára síðasta áratugar voru að meðaltali fj órir ein- staklingar í afplánun eða gæsluvarðhaldi dag hvern árið 2000 og tólf árið 2001. FJÁRFRAMLÖG TIL MÁLEFNA INNFLYTJENDA Stærstur hluti þess fjár sem lagður er í málaflokkinn á fjárlögum rennur til íslensku- kennslu, en í ár nam fjárhæðin rúmlega 131 milljón króna, samanborið við 127,7 milljónir króna og 120,9 milljónir króna árin á undan. Tæpar 40 milljónir króna voru settar í inn- flytjendaráð og í starfsemi vegna móttöku flóttamanna, og 30 milljónir króna voru eyrnamerktar Fjölmenningarsetri. Samtals nam fjárhæðin í fjárlögum ársins 2013 alls 199,1 milljón króna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna sem leita til Kvennaathvarfsins er mun hærra en hlutfall þeirra af íbúafj ölda ætti að segja til um, en um sjö af hundraði kvenna á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar og tæplega 9% kvenna eru innfl ytjendur. Í ársskýrslu Kvennaathvarfsins segir hins vegar að þetta háa hlutfall gefi ekki endilega vísbendingu um að þær séu frekar beittar ofb eldi en íslenskar kynsystur sínar. Ástæðuna megi frekar rekja til þess að erlendar konur geti síður leitað til ættingja og vina en þær íslensku og hafi þannig í færri hús að vernda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.