Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 28
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 stjórnsýsluframkvæmd, samningi eða öðrum heimildum. Þannig höfum við t.d. réttmætar vænting- ar til þess að tjáningarfrelsi okkar og friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar séu virt. Sömuleiðis höfum við réttmætar væntingar til þess að fá afhenta bifreið sem við höfum gert kaupsamning um og rétt- mætar væntingar til þess að börn- unum okkar sé tryggð skólavist, enda kveðið á um þá skyldu hins opinbera í lögum. Við höfum hins vegar ekki réttmætar væntingar til einhvers sem við eigum ekki rétt á. Verulegur vafi Þrátt fyrir að nálgun Sigríðar sé óneitanlega áhugaverð og vel til þess fallin að skapa skemmtilegar umræður leikur verulegur vafi á því hvort umræddar yfirlýsingar kunni að hafa stofnað til eignar- réttar sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Slík lögskýr- ing er raunar svo langsótt að það má teljast næsta glæfralegt að setja hana fram án þess að gera skýrlega grein fyrir þeim fjölmörgu fyrir- vörum sem á henni eru. Í fyrsta lagi hafa kosningaloforð hingað til ekki verið talin þess eðlis að borg- arar geti byggt á þeim beinan rétt. Þvert á móti er alþekkt að fram- bjóðendur lofi skattalækkunum, vaxtabreytingum eða öðrum íviln- unum án þess að slík loforð séu skuldbindandi að lögum. Í öðru lagi rennir enginn þeirra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem Sigríður vitnar til stoðum undir að yfirlýsingar líkt og þær sem hér um ræðir geti skapað eignarétt samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár- innar eða 1. gr. 1. viðauka Mann- réttindasáttmála Evrópu. Í mál- unum er annars vegar fjallað um réttmætar væntingar til þess að njóta réttinda sem kveðið er á um í lögum og hins vegar réttmætar væntingar sem stofnast hafa á grundvelli samnings. Dómarnir eru hins vegar á engan hátt til þess fallnir að styðja ályktun Sigríðar. Auk framangreinds hlýtur að þurfa að velta fyrir sér á hvaða grundvelli hugsanleg skaðabóta- krafa yrði reist. Sigríður virðist miða við að krafan verði reist á skaðabótum „innan samninga“ eins og sagt er, eða svokallaðri samn- ingsábyrgð. Skaðabótaskyldan hafi þannig stofnast vegna brota á þeim bindandi samningi eða samnings ígildi sem yfirlýsingar Framsóknar flokksins hafa falið í sér. Það er rótgróin meginregla í samninga- og kröfurétti að einstak- lingur getur ekki ráðstafað eign eða verðmætum sem hann á ekki nema hafa til þess full nægjandi umboð. Kynni sér málið Jafnvel þótt litið yrði svo á að kröfuréttur almennings á grund- velli loforða Framsóknarflokksins gæti talist eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar liggur í öllu falli ljóst fyrir að flokknum var óheimilt að ráðstafa þessari eign upp á sitt einsdæmi án þess að hafa til þess heimild úr fjárlögum. Um slíkar skuldbindingar ríkissjóðs verður enda ekki samið í Kastljósi eða kosningabæklingi. Ef skaða- bótakrafan verður hins vegar reist á skaðabótum „utan samninga“, eða sakarreglunni, mun málsóknin byggja á því að íslenska ríkið hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað sér bótaskyldu vegna yfirlýsinga stjórnvalda. Hin ætlaða ólögmæta háttsemi fælist þá í því athafnaleysi íslenska ríkisins að efna ekki kröfur sem skapast hefðu vegna réttmætra væntinga í kjölfar yfirlýsinga stjórnvalda. Sú niður- staða er einnig hæpin svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Að síðustu er rétt að benda á að væntingar manna, sem hljóta öðrum þræði að byggja á huglægu mati, eru eðli málsins samkvæmt ólíkar. Væri t.d. hægt að líta svo á að eingöngu kjósendur Framsóknar- flokksins hafi réttmætar væntingar til þess að lán þeirra verði lækkuð eða á það líka við um þá sem tóku yfirlýsingunum með fyrirvara og kusu Vinstri græna? Ég hef t.d. ekki gert mér neinar væntingar í þessum efnum. Þýðir það þá að mín verð- tryggðu lán verði ekki lækkuð eins og hjá Jóni sem hefur hvergi hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að lánin verði stórlega lækkuð? Þessar spurningar eru einungis hluti af mörgum álitaefnum sem á reynir í tengslum við það hvort íslenskir borgarar geti byggt á réttmætum væntingum fyrir dómi í skaðabóta- máli gegn íslenska ríkinu. Ég hvet því alla sem á annað borð íhuga slíkt dómsmál að kynna sér málið gaum- gæfilega áður en þeir halda af stað. Nú þegar ráðherra hefur undirritað þessi plögg um þjóðgarðinn er rétt að líta yfir þær hugmyndir sem búa á bak við ritsmíðarnar. Mér eru þær kunnar eftir setu í svæðisráði norður svæðis þjóðgarðs- ins frá sl. hausti. Í stuttu máli má segja að flestar ákvarðanir séu teknar af huggulegum hóp sjálf- skipaðra sérfræðinga með afspyrnu einstrengings- legar skoðanir, þar sem viðhorf umhverfisöfga og náttúrusnobbs eru í hávegum höfð. Um lit á tjöldum Að sjálfsögðu hafa stofnanafíklar miklar áhyggjur af því hvaða lit ferðamenn velja á tjöld sín. Eða eins og segir í skýrslu vitring- anna: „Vegna fjölda gesta er mikil- vægt að ásýnd svæðisins spillist ekki af litríkum tjöldum ferða- manna og því settar takmarkanir á tjöldun göngufólks.“ Öll tjöld eiga auðvitað að vera myglugræn til samræmis og augnayndis. Maó fyrirskipaði nokkrum milljörðum Kínverja að klæðast eins grænum fötum. Næst verður sjálfsagt að takmarka aðgang ökutækja sem trufla „ásýndina“ í lit eða formi. Um skipulagsmál Nú er svo komið að skipulag þjóðgarðsins er alfarið farið úr höndum þessara heimamanna- kjána og komið í hendur stjórnar þjóðgarðsins og ráðuneytis- stofnana, eins langt frá þjóðgarð- inum og mögulegt er. Vert er að hafa í huga að það var einn af mikilvægustu þáttunum í sam- þykki sveitarfélaga sem komu að stofnun garðsins að skipulags- mál yrðu á hendi sveitarfélag- anna, eins og þá var gert ráð fyrir í lögum. Með sameiginlegu átaki forsjárhyggjunnar og sérfræði- veldis hafa þingmenn verið vélaðir til að samþykkja eitthvað sem þeir ekki skildu. Eins og svo oft áður. Um lagarammann Glaðbeitt segir svo í plagg- inu: „Sveitarstjórnir eru bundnar af efni Stjórnun- ar- og verndaráætlunar við gerð skipulagsáætlana á landsvæðum innan þjóð- garðsins.“ Sveitarstjórnir og jafnvel Alþingi hafa ekkert um þjóðgarðinn að segja lengur, eru ein- ungis afgreiðslufyrirbæri á duttlungum einhverra pólitískra stofnanatindáta sem enginn hefur valið til eins eða neins. Enda segir svo í plagginu: „Vatnajökulsþjóðgarður er ríkis- stofnun.“ Hrokinn og ánægjan leyna sér ekki. Vesalings þjóðgarð- urinn, ekki á hann þetta nú skilið. Hefur ekkert af sér gert til að mega þola þessa stofnananafnbót. Stofnanafnykinn leggur nú langar leiðir. Enda segir í drögunum: „Lögin (þ.e. um Vatnajökulsþjóð- garð) eru sérlög og ganga því fram- ar almennum lögum, s.s. náttúru- verndarlögum“!! Um ferðamáta Stjórnendur garðsins vinna að því hörðum höndum að loka gömlum slóðum, banna umferð, takmarka aðgengi. Nú síðast er verið að banna að ferðast á reiðhjólum! „… verði vettvangur göngufólks án truflunar frá vélknúnum öku- tækjum. Hestaumferð er óheimil. Reiðhjól einnig.“ Á sama tíma og sífellt fleiri ferðast um á reiðhjól- um, sem eru auðvitað umhverfis- vænn ferðamáti, sér stofnunin ástæðu til að banna sérstaklega reiðhjól á völdum stöðum. Gróf- riffluðu gönguskórnir hans Hjör- leifs eru auðvitað skandall sem hlýtur að verða bannaður á ein- hverjum forsendum. Gleður það ekki örugglega margan manninn að gömlum leiðum sé lokað? Slóðar afmáðir, stikur bannaðar, komið í veg fyrir viðhald leiða. Toppurinn á botninum? Þótt erfitt sé að toppa þessar undarlegu umræður hefur það tekist með sameiginlegu átaki stjórnenda garðsins. Nú er þess krafist að hinir nýju vegir, hann- aðir sem alvöru samgöngubót, vegir sem uppfylla alla ströng- ustu staðla um akvegi með 90 km/ klst. hámarkshraða, líklega bestu vegir landsins, verði settir undir stjórn garðsins. Nú er þess krafist að hámarkshraði verði 40-60 km/klst. á hinum nýju vegum, innan þjóðgarðs og að. Rökin? Jú, hávaðamengun (engin byggð, fleiri km í gönguslóðir), hætta á fugla- drápi (til langs tíma hafa refir og minkar verið heilagir innan garðs- ins og drepið svo til allt fiðurfé), svo er það bara svo gaman að geta stjórnað. Gleymist að þessir vegir eru ekki lagðir fyrir þjóðgarðinn (þótt hann sé stofnun!) heldur sem hluti af samgönguneti landsins. Hatur á gróðri … eyðimörkin snýst til varnar Miklu púðri er eytt í skýrslunni til að búa okkur undir eyðimerkur- byltinguna. Eyðimörkin lætur á sjá og því skal eyða „óæskilegum“ gróðri eins og barrtrjám, „inn- fluttum“ tegundum og öllu því sem gæti skaðað eyðimörkina. Hvatt er til aukinnar beitar til að halda gróðri í lágmarki eða eyða honum. Gaman er að baráttugleði stofnunar innar: „Stuðla skal að útbreiðslu innlendra trjátegunda í þær opnur sem myndast við fell- ingu innfluttra tegunda eins og barrviðar. Sjálfsáðar plöntur barr- viðar og annarra innfluttra teg- unda innan og í nágrenni birki- skógarins skulu fjarlægðar.“ Þjóð sem tapað hefur 95% af skógi og 60% jarðvegs stendur hér að bylt- ingu til varnar eyðimörkum með eyðingu skóga. Til lukku með það. ➜ Að sjálfsögðu hafa stofnana fíklar miklar áhyggjur af því hvaða lit ferðamenn velja á tjöld sín. ➜ Við höfum hins vegar ekki réttmætar væntingar til einhvers sem við eigum ekki rétt á. Í síðustu viku birtist grein eftir Sigríði Rut Júlíus- dóttur hrl. sem bar heitið „Skuldaniðurfellingar- loforð og réttmætar vænt- ingar“. Í greininni er því haldið fram að yfirlýsingar Framsóknarflokksins um að leiðrétta eigi höfuðstóls- hækkun verðtryggðra lána kunni að hafa mynd- að réttmætar væntingar og að einstaklingar geti átt lög varinn rétt til þess að sköpuð verði sú aðstaða sem loforðið kvað á um. Reglan um réttmætar væntingar er óskráð meginregla í íslenskum rétti. Hana má orða þannig að borgarar geti undir ákveðnum kringum stæðum vænst þess að visst ástand muni haldast óbreytt eða að þeir fái sér til handa tiltekin réttindi á grundvelli rétt- mætra væntinga. Þrátt fyrir að gjarnan sé talað um „réttmætar væntingar“ sem sérstaka reglu er ljóst að hugtakið er einnig notað til þess að lýsa tilkalli okkar til til- tekinna réttinda sem við eigum samkvæmt stjórnarskrá, lögum, Væntingar á veikum grunni Gleðisnautt og vinafátt í stórum þjóðgarði UMHVERFIS- MÁL Sigurjón Benediktsson tannlæknir FJÁRMÁL Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdóms- lögmaður F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.