Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 54
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 ? Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er for- vitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt? ●●● SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Fri- ends-þætti þar sem Ross smakk- aði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kex- kökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni. Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðis- legri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefj- andi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæð- ingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leg- gangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavald- ar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðis- lega örvun og það gæti verið örv- andi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolin- mæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel. Brjóstagjöf og samlífi Gunnar Örn Sigurðsson hefur und- anfarin ár kennt á námskeiði í gítar- smíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokk jötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með nám- skeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífur lega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýt- urnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“ freyr@frettabladid.is Hundrað hafa smíðað eigin rafmagnsgítar Gunnar Örn Sigurðsson kennir á námskeiði í gítarsmíði við Tækniskóla Íslands. GÍTARSMIÐUR Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vanda máli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is BRJÓSTAGJÖF Brjóstagjöf getur verið þreytandi og krefjandi fyrir mæður. NORDICPHTOS/GETTY Góður svefn er nauðsynlegur fyrir nám og minni. Illa sofin erum við líklegri til þess að borða óhollari fæðu sem gefur okkur skyndiorku. Það er margt sem við getum gert til þess að bæta svefninn. Hér koma þrjú mikilvæg atriði sem hafa ber í huga. 1. Regla á svefntíma. Mikil- vægt er að fara að sofa á svip- uðum tíma og vakna á svipuðum tíma. Þessi regla gildir einnig á frídögum. 2. Forðumst daglúra. Það er mikilvægt að dotta ekki yfir daginn svo við náum að sofna á réttum tíma á kvöldin. 3. Minnka stress þegar kemur að háttatíma. Aðdragandi svefns ætti að vera rólegur og ávallt með svipuðum hætti. Til dæmis er áreiti frá ljósi eða tölvu ekki hentugt stuttu fyrir svefninn. Góður svefn skerpir minni og bætir heilsu Það er mikilvægt að viðhalda góðum svefnvenjum. REGLULEGUR SVEFN MIKILVÆGUR Þegar við sofum endurnýja frumur sig sem eru nauðsynlegar fyrir nám og minni. NORDICPHOTOS/GETTY Tölvufyrirtækið Apple kynnti á dögunum tvo nýja snjallsíma sem bætast nú við símaúrval fyrir- tækisins. Símarnir heita iPhone 5s og iPhone 5c. „Það er erfitt að segja hvenær sendingin lendir hér á landi en iPhone er fluttur eftir óhefðbundnum leiðum hingað til lands því Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone,“ segir Sigurður Helgi Ellertsson, starfsmaður í versluninni Macland. Sigurður segir fólk sækja í iPhone vegna þess hve traustur hann er og stýrikerfið einfalt. IPhone 5s er fyrsti snjallsíminn sem kemur á markað með tveggja kjarna, 64 bita örgjörva sem lík- ist helst tölvuörgjörva. „Þetta er næsta kynslóð af snjallsímum.“ Hinn síminn, iPhone 5c er ekki ólíkur iPhone 5 hvað varðar afl og möguleika. „Hann verður fáan legur í ýmsum litum og mun eflaust verða vinsæll sökum fagurs útlits,“ bætir Sigurður við. Snjallsímanotkun Íslendinga hefur aukist mikið á síðustu árum og munu þessir nýju símar vafa- laust vekja mikla lukku þegar þeir lenda hér á landi. - glp Ný kynslóð frá Apple Tvær nýjar iPhone-afurðir væntanlegar til landsins. LITADÝRÐ FRÁ APPLE Nýi iPhone 5c er algjört augnakonfekt. NORDICPHOTOS/GETTY – Lifið heil 15% Nicorette afsláttur af Nicorette innsogslyfi og Nicorette QuickMist munnholsúða www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 54 16 0 8/ 13 Gildir út september Lægra verð í Lyfju Á hverju sumri er vinsælt að fara út og tína vallhumal sem er vinsæl lækningajurt og gjarnan notaður í te, smyrsl eða seyði. Á fyrri tímum var jurtin mikið notuð til þess að stöðva blæðingar, þar sem efni í henni örva blóðstorknun. Vallhumallinn er einnig talinn vera góður fyrir konur og hefur verið notaður til þess að minnka verki og krampa í legi. Konur á breytingaskeiðinu hafa margar hrósað honum þar sem hann virkar vel gegn svitaköstum og hitakófum. Einnig er algengt að nota vallhumalinn við flensu, kvefi og hita. Vinsæl lækningajurt Vallhumall er vinsæll meðal kvenna á breytinga- skeiðinu þar sem hann virkar gegn svitaköstum. LÆKNINGAJURT Vallhumall er vinsæl lækningajurt sem er notuð í te, smyrsl eða seyði. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.