Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 52
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Bandaríska kvikmyndin Lee Daniels‘ The Butler verður frum- sýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er lauslega byggð á ævi Eugene Allen, yfirþjóni Hvíta hússins, og er í leikstjórn Lee Daniels, þess sama og leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd Precious. Í myndinni er saga yfirþjóns- ins Cecil Gaines rakin og hefst myndin árið 2009 þegar Gaines rifjar upp ævidaga sína. Hann hefur frásögnina á æskuár- um sínum á bómullarekru í Georgíu þar sem hann og fjölskylda hans bjuggu við mikið harðræði. Á unglings- aldri yfirgefur Gai- nes býlið og hefur nokkru síðar störf á hóteli í höfuðborg Banda- ríkjanna, Washing- ton D.C. Árið 1 9 5 7 hefu r hann störf við Hvíta húsið og me ð dug naði v i n nu r h a n n sig upp í starf yfirþjóns, eða maître d’hôtel. Þann tíma sem Gaines starfar í Hvíta húsinu þjónar hann fjölda forseta og er þögult vitni um marga helstu merkisatburði í sögu Bandaríkjanna. Íslandsvinurinn Forest Whitaker fer með hlutverk Gaines og leikur Oprah Winfrey eiginkonu hans, Gloriu. Með önnur hlutverk fara stórleikarar á borð við Cuba Gooding Jr., Terrence Howard, Alex Pettyfer, Robin Willi- ams, Vanessu Red grave, Liev Schreiber, Alan Rick- man, David Oyelowo, Elijah Kelley og David Banner, auk söngvaranna Lenny Kravitz og Mariuh Carey, en sú síðar- nefnda leikur móður Gaines. Kravitz og Carey fóru einnig með hlut- verk í Precious frá árinu 2009. Robin Williams leikur Dwight D. Eisenhower í myndinni, en þetta er í annað sinn sem hann bregður sér í hlutverk fyrrverandi for- seta. Áður fór hann með hlut- verk Teddy Roosevelt í gaman- myndinni Night at the Museum: Battle of the Smithsonian. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á imdb.com var titill myndarinnar málamiðlun, en Warner Bros. Pictures framleiddi stuttmyndina The Butler árið 1916 og voru stjórnendur fyrirtækisins ósáttir við að mynd Daniels bæri sama titil. Því var brugðið á það ráð að skeyta nafni leikstjórans framan við titilinn og því kallast myndin Lee Daniels‘ The Butler. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur og fær hún 73 prósent í einkunn á vefsíðunni Rotten- tomatoes. Vefsíðan Metacritic gefur henni 66 prósent í einkunn. - sm Þögult vitni sögunnar Kvikmyndin Lee Daniels’ The Butler er frumsýnd annað kvöld. Myndin segir frá ævi yfi rþjóns Hvíta hússins og er í leikstjórn þess sama og leikstýrði Precious. LEIKA HJÓN Forest Whitaker leikur þjóninn Cecil Gaines í kvikmyndinni Lee Daniels‘ The Butler. Oprah Win- frey fer með hlutverk eiginkonu hans. Lee Louis Daniels fæddist árið 1959 í borginni Philadelphiu. Hann út- skrifaðist úr Radnor High School árið 1978 og stundaði um hríð listnám í Missouri. Honum líkaði háskólanámið illa og hóf þess í stað störf hjá hjúkrunarþjónustu í Kaliforníu. Hann áttaði sig fljótlega á því að hann gæti auðveldlega rekið sams konar þjónustu einn síns liðs og stofnaði eigin hjúkrunarþjónustu. Þegar hann náði 21 árs aldri hafði hann um 5.000 hjúkrunarfræðinga á sínum snærum. Hann seldi þá fyrirtækið og stofnaði umboðsskrifstofu fyrir leikara og framleiðslufyrirtækið Lee Daniels Entertainment. Ungur frumkvöðull Leikarinn Leonardo DiCaprio gæti hugsanlega farið með hlut- verk Woodrow Wilson, 28. forseta Bandaríkjanna, í nýrri kvikmynd byggðri á ævi forsetans. Wilson kenndi við Weslyan- háskóla og Princeton áður en hann tók við embætti ríkisstjóra New Jersey árið 1911. Hann var kosinn í for- setaembættið tveimur árum síðar. Wilson til- heyrði flokki demókrata og er, enn þann dag í dag, í litlu uppáhaldi hjá bandarískum hægri- mönnum. DiCaprio hefur áður tekið að sér að leika sögufrægar persónur og ber þá helst að nefna auðjöfurinn Howard Hughes í kvik- myndinni The Aviator frá árinu 2004 og J. Edgar Hoover, fyrsta framkvæmdastjóra FBI, í kvik- myndinni J. Edgar frá 2011. Líklegt þykir að Warner Bros. muni framleiða kvikmyndina. Í forsetahlutverk Leonardo DiCaprio gæti leikið Woodrow Wilson. Í HLUTVERK FORSETA Leonardo DiCaprio gæti tekið að sér hlutverk Woodrow Wilson í nýrri kvikmynd um forsetann. NORDICPHOTOS/GETTY Hasarmyndin Riddick er frumsýnd annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Davids Towhy og skartar Vin Diesel í aðalhlutverki. Myndin segir frá Richard Riddick, sem fæddur er á plánetunni Furya og er eini eftir- lifandi maðurinn á plánetunni. Illmennið Zhylaw hafði látið myrða drengi og karlmenn, í anda Biblíunnar, af ótta við að einhver þeirra mundi velta honum úr sessi. Síðan þá hefur Riddick verið á stanslausum flótta undan vígamönnum og hausaveiðurum sem vilja annaðhvort drepa hann eða fanga hann fyrir verðlaunafé. Opnunarmynd Norrænu kvikmyndaveislunnar í Bíó Paradís er einnig frumsýnd. Sú ber titilinn Open up to Me, eða Kerron Sinulle Kaiken á finnsku, og er eftir leikstjórann Simo Halinen. Myndin fjallar um það hvernig hægt er að takast á við lífið meðan reynt er að fela það sem bærist hið innra fyrir samferðamönnum sínum. Kvikmyndin fékk frá- bærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd í Finnlandi fyrr á árinu. Berst fyrir lífi sínu Tvær myndir eru frumsýndar annað kvöld. SÁ EINI Richard Riddick berst fyrir lífi sínu í spennumyndinni Riddick sem frum- sýnd er annað kvöld. WOODROW WILSON NÝTTU TÆKIFÆRIÐ RÁBÆR KAUP F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.