Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 30
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Í leiðara Fréttablaðsins
sl. laugardag (14.9) ræðir
Ólafur Stephensen um
vanda Landspítalans og
hvernig hann hljóti og
verði að blasa við Krist-
jáni Þór Júlíussyni heil-
brigðisráðherra. Margt
hefur verið rætt og skrifað
um vanda spítalans, eink-
um lyflækningasviðs, und-
anfarnar vikur og mánuði.
Greining Ólafs er að
mörgu leyti rétt, en fíl-
arnir eru fleiri en einn.
Að mínu mati eru fílarnir
í postulínsbúðinni a.m.k.
þrír og þeir eru allstórir.
Sá fíll sem Ólafur nefnir er að
mínu mati ekki sá mikilvægasti,
þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðis-
starfsfólk starfi á alþjóðlegum
samkeppnismarkaði, og geti fengið
betur borgaða vinnu nánast hvar
sem er í hinum vestræna heimi.
Vissulega skiptir þetta máli, en
launakjör hafa aldrei verið það
sem togað hefur íslenska lækna
heim aftur að loknu sérnámi
erlendis. Þar hafa meiru ráðið
fjölskylduþættir og tækifæri til
að byggja upp góða þjónustu.
Fíll númer tvö er sú staðreynd
að starfsfólk Landspítalans hefur
sl. áratugi, allt frá því að undirrit-
aður byrjaði að fylgjast þar með,
ekki getað treyst því að spítalinn
virði gerða kjarasamninga. Öll
vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð
spítalanum í hag, yfirvinna greidd
seint, illa eða ekki. Hvíldartími
ekki virtur, frítökuréttur ekki
virtur og þannig mætti lengi telja.
Ef starfsmenn spítalans gætu
alltaf treyst því að þeir fengju alla
sína vinnu og framlag til spítalans
greitt þá myndi viðhorf þeirra til
spítalans sem vinnuveit-
enda sennilega breytast.
Stærsti fíllinn
En stærsti fíllinn er líklega
spítalinn sjálfur. Aðstaðan
sem starfsfólki er boðin
upp á og aðstaðan sem er
ætlast til að við sem starfsfólk
bjóðum veiku fólki upp á er fyrir
neðan allar hellur og langt frá því
sem er ásættanlegt. Læknar sem
hafa verið í sérnámi erlendis á
vel búnum háskólasjúkrahúsum
á góðum launum, með vinnuveit-
endur sem meta þá mikils, hafa
ekki mikið að sækja á Landspítal-
ann. Unglæknar sem fara utan í
sérnám um þessar mundir kveðja
ekki spítalann með söknuði.
Alla þessa fíla þarf heilbrigðis-
ráðherra að sjá og reka út úr
búðinni. Um fíl nr. 1 verður lík-
lega tekist á í kjarasamningum
og ráðherra getur beitt sér til að
samningamenn hans horfi þar á
stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2
fellur líklega undir húsbóndavald
ráðherrans gagnvart yfirstjórn
spítalans og ætti að vera auðrek-
inn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins
vegar að koma út úr ríkisstjórnar-
herberginu. Hann þarf að koma
ráðherrum ríkisstjórnarinnar í
skilning um að án ákvörðunar um
að byggja nýjan spítala eru allar
hinar aðgerðirnar og inngripin
bara tímabundinn plástur á sárin.
Þrír fílar
Í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar er því
slegið föstu að öflugt
atvinnulíf sé undirstaða
vaxtar og velferðar. Fram
kemur að ríkisstjórnin
muni leggja kapp á að
skapa starfsumhverfi sem
ýtir undir fjárfestingu og
fjölgun starfa, ekki síst
hjá litlum og meðalstórum
fyrirtækjum. Sérstök
áhersla verði lögð á
vöxt útflutningsgreina,
nýsköpun og nýtingu vaxtartæki-
færa framtíðarinnar, auk þess
sem tryggja á jafnræði gagnvart
lögum.
Samtök iðnaðarins lýstu sig
strax í vor reiðubúin að starfa
með nýrri ríkisstjórn og stjórn-
völdum og leggja m.a. fram vel
ígrundaðar áætlanir og útfærslur
á lykilverkefnum til að vinna að
settu marki.
Hlutur tækni- og hugverka-
iðnaðar á Íslandi hefur vaxið
hröðum skrefum á undanförnum
árum og nemur nú um 20% af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Hundruð frumkvöðla- og sprota-
fyrirtækja hafa sprottið upp og
tugir tæknifyrirtækja hafa náð
góðri fótfestu á alþjóðlegum
mörkuðum á fjölbreyttum sér-
sviðum. Aðgangur að náttúru-
auðlindum takmarkar ekki vöxt
þessara fyrirtækja – sem fyrst
og fremst byggir á mannauði,
þekkingu, menntun og alþjóð-
legum markaðstengslum.
Þrátt fyrir góðan árang-
ur í uppbyggingu þessara
fyrirtækja hér á landi
er ástæða til að hafa
áhyggjur af vaxandi
fjölda fólks og fyrirtækja
á leið úr landi.
Flutt úr landi
Það sem af er ári hafa
nokkur vaxandi tækni-
fyrirtæki í Samtökum
sprotafyrirtækja flutt
úr landi ásamt dýrmætu starfs-
fólki. Á sama tíma eru margar
nágrannaþjóðir okkar í mark-
vissum aðgerðum að styðja við
nýsköpun og í mikilli sókn að laða
til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d.
Bretland.
Þessari þróun þarf að snúa
við – við höfum þegar tapað allt
of mörgum fyrirtækjum og allt
of mörgum dýrmætum einstak-
lingum úr landi.
Þá skiptir öllu máli að hafa
gjaldmiðil án hafta sem gjald-
gengur er á alþjóðamarkaði, sam-
keppnishæft starfsumhverfi og
virk tengsl við helstu markaðs-
svæði. Stöðvun verkefnis sem
felur í sér bætta hagtölugerð um
íslenskan iðnað sem til stóð að
fjármagna með IPA-stuðningi
er ekki til þess fallin að bæta
upplýsingar um stöðu og þróun
greinarinnar.
Í stefnumótun tækni- og hug-
verkaiðnaðarins kemur fram
sú framtíðarsýn að Ísland verði
aðlaðandi miðstöð tækni- og hug-
verkafyrirtækja sem grunnstoð
í útflutningi og jákvæðum við-
skiptajöfnuði. Skilgreind hafa
verið áhersluverkefni sem miða
að því að bæta forsendur grein-
anna og flýta fyrir uppbyggingu
og árangri. Flest snúast þau um
að ná umbótum í starfsumhverfi
fyrirtækja almennt og ná því í
raun langt út fyrir raðir tækni-
og hugverkafyrirtækja. Nefna
má bætta hagtölugerð til að fylgj-
ast með árangri og uppbyggingu,
eflingu Tækniþróunar sjóðs og
aukið svigrúm í endurgreiðslum
vegna rannsókna og þróunar,
verkefnið „Betri þjónusta fyrir
minna fé“, meiri áherslu á
grunnmenntun í raunvísindum
og tækni, einföldun reglna og
skattahvata til að laða hæfileika-
ríkt fólk til starfa á Íslandi og
afnám gjaldeyrishafta.
Fyrirtæki í tækni- og hug-
verkaiðnaði hafa mörg hver góða
möguleika á vexti og útflutningi
og þau hafa möguleika á að skapa
verðmæt og vel launuð störf séu
réttu forsendurnar fyrir hendi.
Staða tækni- og
hugverkafyrirtækja á Íslandi
Umræða um forsendu-
brest á húsnæðislána-
markaði, möguleika á
skuldaniðurfærslu vegna
hans og aðferðir til að
færa þann kostnað á
erlenda kröfuhafa, hefur
þakið marga fermetra
á blöðum landsmanna
undanfarin misseri. Það
kemur kannski ekki á
óvart, enda þungamiðja
nýlegrar kosningabaráttu
og samkvæmt orðum for-
sætisráðherra róttækasta aðgerð
stjórnvalda nokkurs staðar í ver-
öldinni í þágu skuldsettra heim-
ila.
Það sem kemur öllu meira á
óvart er hversu ógagnsæ umræð-
an hefur verið, sérstaklega í ljósi
þess um hversu umfangsmikið
mál er að ræða. Ein af höfuð-
ástæðum þess hve ógagnsæ hún
hefur reynst er sú beina tenging
sem hefur verið búin til á milli
skuldaniðurfærslu og uppgjörs
við kröfuhafa gömlu bankanna.
Sterk rök og forsendur eru
fyrir því að ná hagfelldu upp-
gjöri við kröfuhafa bankanna.
Ef tryggja á ytri sjálfbærni hag-
kerfisins og skilyrði fyrir afnámi
hafta verður ekki hægt að greiða
útistandandi kröfur að fullu á
gengi dagsins í dag. Um
þetta eru flestir sam-
mála. Með hliðsjón af
þessu er hagfelld niður-
staða í uppgjöri við kröfu-
hafa gömlu bankanna
forsenda fyrir afnámi
gjaldeyrishafta. Þannig
mætti segja að þessi tvö
mál tengist ófrávíkjan-
lega og séu tvær hliðar á
sama peningi.
Veikari samningsstaða
Það sama á ekki við um niður-
færslu höfuðstóls húsnæðislána.
Sú aðgerð tengist áðurnefndu
afnámi hafta og samningum við
kröfuhafa ekki að öðru leyti en
því að fjármögnun hennar myndi
reynast ríkissjóði auðveldari ef
hagfelld niðurstaða næst í upp-
gjöri við kröfuhafa. Þvert á móti
má færa fyrir því rök að samn-
ingsstaða gagnvart kröfuhöfum
verði veikari og útfærsla afnáms
hafta flóknari ef nauðsyn þykir
að tengja þær aðgerðir við niður-
færslu húsnæðislána.
Rétt er að undirstrika að mark-
mið þessarar greinar er ekki að
meta efnahagslegar afleiðingar
eða réttmæti skuldaniðurfærslu.
Sitt sýnist hverjum eins og geng-
ur og gerist með aðrar milli-
færslur á vegum hins opinbera.
Það er aftur á móti grundvallar-
krafa að gagnsæi ríki í pólitískri
umræðu, sér í lagi þegar um jafn
umfangsmikið mál er að ræða.
Niðurfærsla skulda verður aldrei
ókeypis eða algjörlega laus við
neikvæðar afleiðingar. Það er
pólitísk ákvörðun hvort ráðast
skuli í hana og eðlilegt að stjórn-
málamenn ræði hana á þeim
grundvelli.
Afnám hafta er aftur á móti
lykilþáttur í efnahagslegri upp-
byggingu Íslands og þar með
bættum lífskjörum allra Íslend-
inga til lengri tíma. Til að hægt sé
að losa höftin þarf að liggja fyrir
skynsamleg og hagfelld útfærsla
á uppgjöri við kröfuhafa gömlu
bankanna. Það er afar óheppilegt
ef mótun tillagna og ákvörðun um
niðurfærslu skulda tefur fyrir
eða eykur flækjustig þess ferlis,
enda um tvær aðskildar ákvarð-
anir og aðgerðir að ræða. Þar er
því um sitthvorn peninginn að
ræða í orðsins fyllstu merkingu.
Tvær hliðar á sama eða
sitthvorum peningnum?
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Ólafur Þór Gunn-
arsson
lyf- og öldrunar-
læknir á
lyfl ækninga sviði
Landspítalans
➜ Alla þessa fíla þarf
heilbrigðisráðherra
að sjá og reka út úr
búðinni. ➜ Það sem af er ári hafa
nokkur vaxandi tæknifyrir-
tæki í Samtökum sprota-
fyrirtækja fl utt úr landi
ásamt dýrmætu starfsfólki.
➜ Niðurfærsla skulda
verður aldrei ókeypis eða
algjörlega laus við
neikvæðar afl eiðingar.
ATVINNULÍF
Svana Helen
Björnsdóttir
formaður Samtaka
iðnaðarins
FJÁRMÁL
Frosti Ólafsson
framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs
Íslands
AF NETINU
Einfaldar og gómsætar kjúklinga-
kræsingar frá Nönnu Rögnvaldar.
NÝ BÓK FRÁ
NÖNNU!
5 0 S P E N N A N D I K J Ú K L I N G A R É T T I R
Hægsteiktir, snöggsteiktir, grillaðir, djúpsteiktir, heit-
reyktir, pottréttir, smáréttir, salöt, súpur og afgangar.
Smakk
í boði
Útgáfuhóf í Eymundsson Austurstræti
fimmtudaginn 19. sept. kl. 17
Mikilvæg en fl ókin viðfangsefni
Mér finnst mikilvægt að kannað verði betur hvernig
losun hafta tengist vali á stefnu í gjaldeyris- og
gengismálum og hvort kostir í þeim efnum geri losun
haftanna auðveldari. Einnig ættum við að nýta okkur
þá möguleika sem kunna að skapast í þessu mikla
hagsmunamáli þjóðarinnar, í gegnum aðildarumsókn
að Evrópusambandinu.
http://blog.pressan.is
Oddný G. Harðardóttir
Bara ein leiðrétting
Fjölmiðlar og þingmenn virðast hissa á, að skuldarar fái
ekki nema eina leiðréttingu á svokölluðum „forsendubresti“.
Frosti Sigurjónsson leiðrétti þetta á þingi í gær. Breytingin
frá fyrra ástandi sé sú, að þeir, sem áður fengu ekki leiðrétt-
ingu, fái hana í vetur. Í fjárlögum næsta árs verður gert ráð
fyrir upphæðum inn og út. Þær fela í sér, að gömlu bank-
arnir borgi allt, þótt ekki sé byrjað að semja við þá. Kannski
gerist það með eignarnámi í þrotabúunum. Þetta verður
spennandi gósentími lagatækna. Bara á að laga stöðu þeirra,
er standa betur, enda standa þeir nær hjarta Sigmundar
Davíðs og Bjarna.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson