Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. september 2013 | FRÉTTIR | 11 DÓMSMÁL Karlmaður fæddur árið 1989 hefur verið ákærður fyrir umsvifamikil fjársvik á vefsíðunni bland.is, sem áður hét Barnaland. Auglýsing birtist í Lögbirtinga- blaðinu í gær þar sem maðurinn var kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa svikið rúmlega tvö hundruð þúsund krónur út úr fimm einstaklingum á vefsíðunni í febrúar á þessu ári. Svo virðist sem hann hafi auglýst vörur á síðunni en ekki staðið við við- skiptin. Meðal annars á hann að hafa svikið 25 þúsund krónur út úr konu sem hugðist kaupa af honum Kitchen aid hrærivél. Konan greiddi fyrir vöruna, en maðurinn skilaði aldrei hrærivélinni til hennar. Maðurinn endurtók leikinn þegar hann seldi manneskju kraftgalla fyrir tólf þúsund krónur. Þá er hann ákærður fyrir að hafa svikið þrjá til viðbótar. Sæki maðurinn ekki dómsþing, sem fram fer í lok október, má hann búast við því að verða handtekinn og færður fyrir dóm. - vg Maður hefur verið kvaddur til þess að mæta fyrir dóm vegna fjársvika í gegnum samskiptavef: Ákærður fyrir 200.000 króna svik á bland.is SÖLUTORG BLAND. IS Vefsíðan er vinsæl sölusíða fyrir notaða hluti. MATVÆLAÖRYGGI Matvælastofnun skoðaði tuttugu hafnir af u.þ.b. sextíu sem við landið eru og fengu flestar þeirra nokkuð góða einkunn. Yfirleitt var umgengni um löndunarsvæðið góð, löndunar búnaður hreinn og vatn til þrifa aðgengilegt. Mesta þörf á úrbótum er hins vegar við þrif á löndunarkörum. Þrifnaði á löndunarkörum var almennt ábótavant að mati Mat- vælastofnunar. Algengast var að löndunarkör á höfnum, sem merkt eru Umbúðamiðlun, væru óhrein og að þau væru ekki þrifin fyrir notkun. - vg Könnuðu hafnir á landinu: Löndunarkör víða skítug REYKJAVÍKURHÖFN Kör voru víða skítug. STJÓRNSÝSLA Greiddar hafa verið tæplega 170 milljónir króna í svokallaðan flutningsjöfnunar- styrk á þessu ári, samkvæmt vef atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytisins. Markmiðið er að styðja fram- leiðsluiðnað og atvinnuuppbygg- ingu á landsbyggðinni með því að jafna kostnað framleiðenda við flutning á vörum sínum. Fyrirtæki á Norðurlandi eystra fengu mest í sinn hlut, eða rétt tæplega 100 milljónir króna. Vestfirðir komu þar næst með tæplega 40 milljónir og Norður- land vestra með rúmlega 20 milljónir. - vg Fyrirtæki úti á landi styrkt: 170 milljónir í jöfnunarstyrki STJÓRNMÁL Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt styrkveitingu að upphæð tólf milljónir króna til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Styrkurinn er veittur vegna hátíðarhalda og ýmissa verkefna í tilefni af því að í nóvember eru 350 ár liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að arfleifð Árna varði tungu, bókmenntir og menn- ingu þjóðarinnar en hann helgaði ævi sína fræðistörfum og söfnun handrita. - bl Ríkisstjórnin styrkir: Tólf milljónir til Árnastofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.