Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 62
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 54 KÖRFUBOLTI Að fylgjast með íþróttakappleikjum í Banda- ríkjunum fer í taugarnar á mörgum. Ástæðan er fjöldi auglýsingahléa en hann þykir oft meiri en góðu hófi gegnir. Nú hefur NBA-liðið Sacramento Kings ákveðið að brjóta sig út úr þessu formi og mun vera með beina útsendingu frá leik án auglýsingahléa. Það þykir afar fréttnæmt. Sacramento var næst- um búið að missa liðið til Seattle í sumar en hélt því á endanum. Því ætla menn í Sacramento að fagna meðal annars með þessum auglýsinga- lausa leik. Í stað auglýsinga verður sýnt frá áhorfendunum og því sem er að gerast í höllinni. Eigendur Kings eru að reyna að koma til móts við stuðnings- menn, sem eðli málsins samkvæmt eru ekkert sérstaklega ánægðir með eigendurna því þeir íhuguðu að flytja liðið. - hbg Körfuboltaleikur án sjónvarpsauglýsinga HANDBOLTI „Þetta gerðist mjög snemma í leiknum. Ég fiskaði ruðning og fékk þá olnboga í and- litið. Ég ligg aðeins á vellinum en þegar ég stend upp finnst mér tennurnar í mér vera skakkar. Þá ákvað ég að fara af velli,“ segir Arnór Þór Gunnarsson þar sem hann lá á sjúkrabeði í Þýskalandi. Þar þarf hann að liggja fram að helgi enda þurfti hann að fara í aðgerð eftir að hafa kjálka brotnað í leik gegn Wetzlar. „Læknar Bergischer sögðu mér að það væri allt í fínu lagi með tennurnar á mér. Þá spurði ég af hverju bitið væri svona vitlaust? Á spítalanum sást brotið ekki á rönt- genmyndum. Það var ekki fyrr en þeir tóku sneiðmynd sem brotið sást. Þetta er í innanverðum kjálk- anum og er talsvert brot.“ Mjög svekkjandi Þessi meiðsli munu gera það að verkum að Arnór Þór mun ekki geta leikið með liði sínu, Bergischer, í tvo og hálfan mánuð. Hann má þó fara að hlaupa og lyfta strax í næstu viku. „Það er gríðarlega leiðinlegt að detta svona út. Í fyrra vorum við tveir að skipta með okkur horna- mannsstöðunni en ég hef átt hana í vetur og verið að spila vel. Það er ekki síst leiðinlegt þar sem liðinu hefur gengið gríðarlega vel. Ég vonast samt til þess að byrja að spila fyrr en læknarnir segja.“ Þar hitti Arnór naglann á höfuðið en lið hans hefur komið allra liða mest á óvart í deildinni í vetur. Það tapaði með tíu marka mun gegn meisturum Kiel í fyrstu umferð og hefur síðan unnið fjóra leiki í röð. Þar af var sannfærandi sjö marka sigur gegn Meistara- deildarmeisturum Hamburg. Björgvin alveg frábær Bergischer er nýliði í þýsku úrvals- deildinni en liðið vann B-deildina nokkuð sannfærandi síðasta vetur. „Við erum með hörkulið. Þetta var eiginlega nýtt lið í fyrra og nú þekkjumst við betur og spilum betur. Þetta hefur svo eiginlega allt gengið upp það sem af er vetri,“ segir Arnór en hann hrósar félaga sínum Björgvini Páli Gústavs syni, sem virðist vera að finna sitt fyrra form. „Bjöggi er búinn að vera virki- lega góður og það hefur heldur betur munað um frammistöðu hans. Við erum að spila frábæra vörn og Bjöggi hefur verið í stuði þar fyrir aftan. Fyrir vikið erum við að fá auðveld hraðaupphlaups- mörk.“ Lykilleikmaður liðsins er þó hinn ólseigi Austurríkismaður Viktor Szilagyi. Hann hefur farið algjörlega á kostum og er að skora sjö til átta mörk í leik. „Hann hefur verið algjörlega frá- bær. Hann stjórnar öllu hjá okkur og kann þetta allt saman. Það munar um svona menn. Svo erum við líka með fleiri góða menn. Það er fín blanda í þessu liði og allir eru að ná virkilega vel saman.“ Þrátt fyrir gott gengi í upphafi móts eru leikmenn liðsins ekkert að missa sig. „Markmiðið hjá okkur er enn það sama og áður. Það er að halda sæti okkar í deildinni. Þessir punktar sem eru komnir verða ekki teknir af okkur og gætu vegið þungt. Við erum líka bjartsýnir enda eigum við góða möguleika í næstu leikjum sem eru gegn Melsungen, Minden og Balingen. Þetta eru allt leikir sem við getum unnið,“ segir Arnór en lið hans er í fjórða sæti deildar- innar með jafnmörg stig og lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. „Það er mikil stemning í bænum og við leikmenn fáum ekki eins marga miða til þess að gefa nú og í fyrra. Það var uppselt bæði gegn Kiel og Eisenach hjá okkur og verður líklega þannig áfram.“ Arnór sló eftirminnilega í gegn með landsliðinu á HM í janúar. Hann segir að eitt af því jákvæða við meiðslin væri að þau hefðu komið núna. Hann væri því búinn að jafna sig talsvert fyrir EM í Danmörku. „Aron landsliðsþjálfari er búinn að hringja í mig og athuga með stöðuna. Ég hef auðvitað mikinn metnað fyrir því að halda mér í landsliðinu. Það var frábært að spila á HM og það er mesti heiður sem manni getur hlotnast að spila fyrir Ísland. Vonandi fæ ég tæki- færi til þess að spila með liðinu á EM.“ henry@frettabladid.is Fannst tennurnar vera skakkar Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson mun ekki geta leikið með spútnikliði þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, Bergischer, næstu mánuði þar sem hann kjálkabrotnaði í leik um síðustu helgi. Mikið áfall fyrir norðanmanninn sem hafði verið að spila frábærlega í sínum fyrstu leikjum í bestu deild í heimi. MIKIL AÐGERÐ Arnór fer heim af spítalanum á morgun. Á meðan verður hann að ligga í rúminu og nærast á súpum. MYND/AÐSEND FRAMTÍÐARMAÐUR Arnór hefur bætt leik sinn mikið síðustu ár. Hann fékk tækifæri með landsliðinu á HM á Spáni þar sem hann átti eftirminnilegar innkomur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Eftir nokkuð magurt gengi í atvinnumennskunni undanfarin ár er Guðlaugur Victor Pálsson á mikilli uppleið. Hann hefur farið á kostum með liði sínu, NEC, í hollensku úrvals- deildinni upp á síðkastið og í tvígang verið valinn í lið umferðarinnar í deildinni. Hann hefur einnig skorað í tveimur leikjum í röð og er marka- hæstur í liði NEC ásamt öðrum leik- manni liðsins. Þrátt fyrir þetta góða gengi upp á síðkastið hefur Guðlaugur Victor ekki hlotið náð fyrir augum lands- liðsþjálfarans, Lars Lagerbäck, en Lagerbäck hefur aldrei valið Guðlaug í hóp hjá sér. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá finnst mér það skrítið að hafa ekki fengið kallið. Ég spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og er núna að spila með góðu liði í sterkri deild,“ sagði Guðlaugur í viðtali við NEC Today. „Að sjálfsögðu er þetta alltaf ákvörðun þjálfarans en það er draumur minn að spila fyrir lands- liðið. Ég mun halda áfram að gera mitt besta og það væri frábært ef ég fengi kallið.“ - hbg Finnst skrýtið að hafa ekki verið valinn í landsliðið GUÐLAUGUR VICTOR PÁLSSON FÓTBOLTI KR getur með sigri á Blikum orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í kvöld. Leikurinn er hluti af 16. umferð Pepsi-deildarinnar en liðin mætt- ust 18. ágúst á Kópavogsvelli. Flauta þurfti leikinn af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leik- maður Blika, rotaðist eftir aðeins þriggja mínútna leik. KR er í efsta sæti deildarinnar með 46 stig, fimm stigum á undan FH-ingum. Takist KR-ingum að vinna Blika í kvöld verður liðið með 49 stig þegar liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar eiga bara tvo leiki eftir af tímabilinu. KR varð síðast Íslandsmeistari árið 2011 en FH-ingar náðu í titil- inn á síðustu leiktíð. Leikmenn KR ætla sér eflaust að klára mótið á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn hefst klukkan 17.00. KR getur því landað sínum 26. Íslandsmeistaratitli í kvöld. - sáp KR meistari í 26. sinn? FIMLEIKAR Fimleikasamband Íslands mun flytja stúku til landsins vegna Evrópumeistara- mótsins í hópfimleikum sem fer fram hér á landi eftir 389 daga. Mótið verður haldið í frjáls- íþróttahöll Laugardalshallar þar sem stúkunni verður komið fyrir. Hún mun rúma 4.280 manns í sæti. Reiknað er með um eitt þús- und keppendum frá tuttugu lönd- um. Fimleikasambandið reiknar þess utan með um 2.000 erlendum gestum vegna mótsins. „Þar sem viðburðurinn fer fram í október er hann frábær viðbót við ferðamannaiðnaðinn á Íslandi, sem hefur verið í stöð- ugri sókn undanfarið, og er til þess fallinn að brúa bilið frá sumar lokum fram að Airwaves- tónlistarhátíðinni,“ segir í til- kynningu frá FSÍ. Kvennalandslið Íslands vann gullverðlaun í Svíþjóð 2010 og Danmörku 2012 og á því titil að verja. Í keppnunum tveimur á undan vann liðið til silfur- verðlauna. Vinna við skipulagningu móts- ins er á áætlun og á dögunum lauk vinnu við merki mótsins. Merkið hefur skírskotun til náttúru Íslands; eldfjalla, norður- ljósa og hafsins sem umlykur landið. Það er hannað af Rakel Tómasdóttur og má sjá hér að neðan. - ktd Risastúka til landsins EVRÓPUMEISTARAR Kvennalandsliðið í hópfimleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.