Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 32
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR VILHJÁLMSSON rafeindavirki, Marbakkabraut 18, Kópavogi, lést á Landspítalanum, deild 11E, 13. september. Útförin verður auglýst síðar. Ester Jónsdóttir Jón Þór Einarsson Þóra Elísabet Kjeld Eyjólfur Einarsson Jóna Einarsdóttir Vilhjálmur Einarsson Ester Sif Harðardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur og ömmu, SIGRÚNAR ERLU VILHJÁLMSDÓTTUR Birkihlíð 18, Sauðárkróki. Hallgrímur Ingólfsson Hákon Hallgrímsson Hrefna Guðmundsdóttir Unnur Hallgrímsdóttir Þór Hallgrímsson Sandra Heimisdóttir Ásta Kristjánsdóttir Hákon Torfason og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður og bróður, JÓNS KRISTINSSONAR Fannafold 119. Sigríður Eysteinsdóttir Eysteinn Sigurðsson Elísabet Árnadóttir Pjetur Sigurðsson Sólveig Kristinsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRÚN BÖÐVARSDÓTTIR sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, laugardaginn 14. september, verður jarðsungin frá Seljakirkju, föstudaginn 20. september kl. 13.00. Sigurður Sigfússon Sigurður Óli Sigurðarson Camilla Ósk Hákonardóttir Svavar Sigurðarson Vaka Önnudóttir Karen Lind Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HULDU BALDURSDÓTTUR Byggðarenda 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk sem annaðist hana á Hrafnistu í Reykjavík og Kópavogi, sem og starfsfólk Heimahjúkrunar í Mjódd. Páll Bergþórsson Baldur Pálsson Þóra Fríða Sæmundsdóttir Kristín Pálsdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson Bergþór Pálsson Albert Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA KRISTÍN HELGADÓTTIR verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 20. september kl. 15.00. Helgi Björnsson Bjarni Höskuldsson Anna Gerður Guðmundsdóttir María Höskuldsdóttir Jón Gísli Þorkelsson Kristin Dögg Höskuldsdóttir Steinn Jónsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURSTEINN HÚBERTSSON Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. september kl. 15.00. Ingibjörg Sigursteinsdóttir Hafdís Sigursteinsdóttir Gísli Sigurbergsson Húbert Sigursteinsson Jón Sigursteinsson Guðrún H. Theodórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON áður til heimilis Skálholti 17, Ólafsvík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, laugardaginn 14. september. Jarðarförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 21. septmeber kl. 14.00. Egill Þórðarson Yoko A. Þórðarson Þórður Þórðarson Kari Heidenreich Raa Karitas Anna Þórðardóttir Guðjón Elísson Svanfríður Þórðardóttir Björn Arnaldsson Guðríður Þórðardóttir Björn Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. „Ég held það hljóti að vera einhver vit- leysa að ég sé orðin áttræð, bara mis- skráning í kirkjubókum,“ segir Þórunn Maggý Guðmundsdóttir og skellihlær. Samt ætlar fjölskylda hennar að halda henni afmælishóf á laugardaginn milli þrjú og sex að Strikinu 6 í Garðabæ og þeir sem vilja heiðra hana með nær- veru sinni eru hjartanlega velkomnir. Skál verður á staðnum fyrir framlög sem fara í sjóð vegna framkvæmda á húsnæðinu hennar. Þórunn Maggý segir þetta dæmi um hvað hún eigi góða að. „Ég á stóra fjölskyldu sem er mér stuðningur í einu og öllu,“ segir hún og telur sig sérlega lánsama hvað það varðar. Þórunn Maggý er fædd á Ísafirði en var gefin strax í móðurkviði vegna þess að faðir hennar var heilsulaus eftir að hann reyndi að bjarga manni úr sjó. „Ég var send í reifum sjóleið- ina til Hafnarfjarðar til föðursystur minnar, Ingibjargar Benediktsdóttur Bjarnarson, og Guðmundar Kr. Guð- mundssonar útgerðarmanns. Við fluttum svo til Keflavíkur og þar ólst ég upp. Pabbi dekraði við mig og hafði alltaf tíma til að hlusta á mig þótt hann væri að fara á sjóinn. Það var sérstakt á þessum tíma. Hann átti mótor bátinn Geir og í ofsaveðri 9. febrúar 1946 fórst báturinn með öllum mönnunum. Eftir að hann drukknaði sá ég hann oft við skrifborðið sitt en það trúði mér enginn,“ segir hún. Sjö einstaklingum skilaði Þórunn Maggý inn í veröldina. „Ég rétt slapp yfir 17 ára afmælisdaginn áður en ég fæddi mitt fyrsta barn. Það var hraust- ur strákur,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa sinnt börnum í fimm- tán ár á dagheimilum og vöggustofum. Þórunn Maggý er þekkt á landsvísu fyrir miðilshæfileika sína og segist hafa verið næm á aðrar víddir frá því hún man eftir sér. Hún starfaði hjá Sálarrannsóknarfélaginu í 25 ár og er þakklát fyrir það. Barnabörnin koma oft í heimsókn til Þórunnar Maggýjar og þá er rabbað um allt milli himins og jarðar. „Það eru ómetanlegar stundir,“ segir hún og kveðst stundum segja þeim frá sínu lífi og bera það saman við nútímann. „Í dag eignast unglingar bíla 17 til 20 ára og þykir sjálfsagt. Ég var 28 ára þegar ég tók bílpróf, komin með fjögur börn og ólétt. Við vorum að byggja svo ég fór að vinna við flökun á nóttunni. Það var vel borgað og ég var handfljót.“ Þórunn Maggý er glettin og kát og kveðst hafa fengið gott skap í vöggu- gjöf. „Auðvitað er allur þremillinn að mér en ég hef lag á að henda því aftur fyrir bak. Maður er eins og gamall bíll sem þarf viðhald, þá meina ég viðgerð en ekki viðhald … þú veist!“ gun@frettabladid.is Gott skap í vöggugjöf Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill er áttræð í dag en haldið verður upp á það á laugardaginn að Strikinu 6 í Garðabæ. Hún trúir því varla að tíminn hafi liðið svona fl jótt. ÞÓRUNN MAGGÝ Ég sé spaugilegu hliðarnar á hlutunum og syng bara: „Aftur á bak og út á hlið, karíóka,“ segir hún hlæjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.