Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 20
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20 Sænska bílatíma- ritið Vi Bilägare hefur í 15 ár látið kanna ryðvörn í nýjum bílum. Undanfarin þrjú ár hafa allar gerðir af Toyota-bílum fengið lélega einkunn, að því er segir á fréttavef norska blaðsins VG sem vitnar í tímaritið. Talsmaður Toyota í Noregi gagnrýnir framkvæmd rannsóknarinnar og bendir á að hún sé gerð af fyrirtæki sem sjálft sjái um ryðvörn. Áhersla sé lögð á aukaryðvörn án þess að taka nægilegt tillit til stálsins og þeirrar meðhöndlunar sem það hefur fengið. Undanfarin fimm ár hafa Audi, BMW, Opel, Renault, Volkswagen og Volvo komið best út úr rannsókninni. Fyrstu sex mánuði þessa árs bárust Neytendasamtökunum 3.160 erindi. Þar af voru 736 erindi vegna húsa- leigu og 46 tengd Evrópsku neyt- endaaðstoðinni. Hin erindin voru ýmist kvartanir eða fyrirspurnir vegna kaupa á vöru eða þjónustu (1.849 erindi) og almenn erindi til Neytendasamtakanna (529 erindi) sem vörðuðu t.a.m. gæða- og mark- aðskannanir eða efni í Neytenda- blaðinu. Alls bárust rúmlega 900 erindi vegna kaupa á vöru. Á vef Neytendasamtakanna segir að langmest hafi verið kvartað vegna kaupa á tölvum og farsímum eða í 176 tilvikum. Oftast töldu neytendur tölvuna eða farsímann gallaða vöru. Næstflestar kvartanir voru vegna matvæla en kvartað var jöfnum höndum vegna gæða, verðs og verð- merkinga, auk þess sem nokkuð var um fyrirspurnir um umhverfis- og hollustumerkingar. Erindi vegna þjónustu voru tæp- lega 900 á fyrri helmingi ársins. Langflest voru vegna fjármála- og innheimtufyrirtækja en þar á eftir koma erindi vegna iðnaðarmanna og símafyrirtækja. Erindin vegna fjár- mála- og innheimtufyrirtækja voru flest um skilmála þeirra en einnig var nokkuð spurt um seðilgjöld, innheimtuhætti og þjónustugjöld. Fyrir spurnir og kvartanir vegna iðnaðarmanna vörðuðu ýmist galla á þjónustunni eða verð á henni. - ibs Yfir þrjú þúsund erindi til Neytendasamtakanna: 736 erindi bárust vegna húsaleigu Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins TDC í Danmörku verða frá og með 1. október að greiða sjálfir fyrir reykpásur í vinnutíma láti þeir sé ekki nægja að reykja í hádegishléinu og í öðrum skipulögðum hléum. Ætlast er til að reykingamenn semji við yfirmann sinn um hvernig greiðslunni fyrir reyk- ingahlé verði háttað, til dæmis með því að dregin verði frá, fyrir hverja sígarettu, laun fyrir 15 mínútur. Í frétt á vef danska ríkisútvarpsins segir að ekki megi lengur reykja í bílum fyrir- tækisins. Viðbrögð starfsmanna hafa verið misjöfn. Starfsmenn borgi sjálfi r fyrir reykpásur í vinnutíma Eiturefnið PFOA er nú á lista Evrópusambandsins yfir efni sem þykja sérstaklega varasöm. Efnið hefur verið notað við framleiðslu svokallaðra teflonpanna, fatnaðar sem hrindir frá sér vatni, í gardínur og skíðaáburð svo eitthvað sé nefnt. Grunur leikur á að efnið geti meðal annars skaðað sæðis- frumur og fóstur. Þótt ekki sé lengur venja að nota PFOA við framleiðslu á nýjum pönnum eiga væntanlega margir gamla teflonpönnu með efninu. Þegar gamlar teflonpönnur hitna mikið getur efnið losnað úr læðingi. Þess vegna ætti ekki að spæla egg á þeim eða nota þær við aðra matreiðslu. ESB varar við hættulegu efni í tefl onpönnum Sænskt bílatímarit segir Toyota með lélega ryðvörn HÚSNÆÐI Mest er spurt um erindi sem varða ástand og viðhald eignar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bestu kaup Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa eru fjögurra manna fjölskyldutjald sem hún eignaðist 2004. „Það hefur varið fjölskylduna fyrir veðri og vindum á svo mörgum fallegum stöðum úti um allt land og gert æskuslóðir barnanna minna svo miklu fjölbreyttari en ella, enda förum við helst í margar útilegur á hverju sumri,“ segir Sóley. Verstu kaupin hennar eru hlaupasíma- hulstur, eins og hún orðar það. „Hlaupasíma- hulstrið sem ég keypti í sumar stefnir hátt á listann yfir verstu kaupin. Hef ekki hlaupið síðan 2006 og ekkert sem bendir til þess að ég muni gera það á næstunni. Virðist ekki alveg hafa verið í tengslum við sjálfa mig og þann afleita hlaupara sem ég er, þegar ég þarna undir lok sumar- frís með of miklum vellystingum trúði því að nú hæfist hlaupahaustið mikla.“ NEYTANDINN Sóley Tómasdóttir Verstu kaupin hlaupasímahulstur Aukin áhersla verður á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðlegging- um sem kynntar verða formlega í októberbyrjun. Mælt er með mataræði sem inniheldur mikið af mat með trefjum frá náttúrunnar hendi þar sem fiskur og sjávar- afurðir eru oft á borðum. Þá er mælt með því að nota jurtaolíur, velja fituminni mjólkurvörur og takmarka saltneyslu, að sögn dr. Ingibjargar Gunnarsdóttur, pró- fessors í næringarfræði. Hún segir hvert land nýta sér þær áherslur sem gefnar eru í nor- rænu ráðleggingunum og móti ráð um fæðuval til sinna landsmanna. „Við mótun íslenskra ráðlegginga er nauðsynlegt að taka tillit til mataræðis Íslendinga eins og það er í dag. Sem dæmi má nefna að matar æði Íslendinga hefur verið mjög próteinríkt í áratugi og þar af leiðandi engin ástæða til að leggja áherslu á aukna prótein- neyslu þjóðarinnar í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu.“ Ingibjörg tekur fram að miðað við niðurstöður landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010 til 2011 og nýjar niðurstöður um breytingar á mataræði sex ára barna á Íslandi sem kynntar verða síðar í mánuðinum megi ætla að áhersla verði áfram lögð á að hvetja Íslendinga til auk- innar grænmetisneyslu auk þess sem gæði kolvetna verði eitt af aðalatriðunum. „Sú áhersla felur í sér tak- mörkun á fínunnum kolvetnum. Í staðinn verði valið heilkorn sem kolvetnisgjafi ásamt kol- vetni sem kemur úr grænmeti og ávöxtum. Ef orkuríkar fæðuteg- undir, eins og sykraðir drykkir, sætar bakarísvörur eða sæl- gæti, fínunnar kornvörur og fita í föstu formu, sem innihalda lítið af nauðsyn legum næringar- efnum og trefjum, eru ríkur þáttur neyslunnar eykst hættan á langvinnum sjúkdómum og þyngdar aukningu. Einnig getur mikil neysla á unnum kjötvörum og rauðu kjöti aukið líkur á nei- kvæðum heilsufars áhrifum og langvinnum sjúkdómum,“ greinir Ingibjörg frá. Hún segir rétt að taka sér- staklega fram að ráðlögð skipting orkuefnanna (kolvetni, fita, prótein) og ráðlagðir dag- skammtar vítamína og steinefna eins og þeir birtast í norrænu ráðleggingunum eigi einungis við fyrir heilbrigða einstaklinga. ibs@frettabladid.is Aukin neysla græn- metis nauðsynleg Áhersla á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum. Íslendingar takmarki neyslu á fínunnum kolvetnum. Mælt með minni saltneyslu. GRÆNMETI OG ÁVEXTIR Miðað við niðurstöður nýrrar lands- könnunar á mataræði Íslendinga má ætla að áhersla verði áfram lögð á aukna græn- metisneyslu. NORDICHPHOTOS/ GETTY INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR r - vinna með þér öruRekstrarv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.