Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 44
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 HALLSTEINN SVEINSSON Smiðurinn átti verk eftir marga merkustu mynd- listarmenn þjóðarinnar. Hallsteinn Sveinsson átti verk eftir marga merkustu myndlistarmenn þjóðarinnar á síðustu öld. Á ævi- kvöldi sínu gaf hann okkur Borg- firðingum þau og sú gjöf verður ekki metin til fjár. Við höfum sett upp minningarsýningu honum til heiðurs á hundrað og tíu ára afmæli hans. Þar leggjum við sérstaka áherslu á listina, hugsjónir hans og persónuleika, handverk og muni,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 17.30 í dag. Myndir eftir Kjarval, Hafstein Austmann, Pál Guðmundsson á Húsafelli, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Þorbjörgu Hösk- uldsdóttur, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson og fleiri eru á sýning- unni enda segir Guðrún Hallstein hafa laðað að sér listamenn. „ Margir kannast við frásagnir af Erlendi í Unuhúsi sem var listamönnum stoð og stytta. Hallsteinn var svipaðrar gerðar. Hann var með innrömmun- arverkstæði og laðaði að sér lista- menn sem létu hann hafa verk eftir sig sem vinnulaun. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og högg- myndum.“ Hallsteinn var einn af ellefu systkinum. Nafnkunnast þeirra er Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari. Hann fær sinn sess á sýningunni í Safnahúsinu enda var veigamikill þáttur í hugsjón Hall- steins að miðla verkum Ásmundar í Borgarfjörð. Hallsteinn átti stóran þátt í að verkið Sonartorrek var sett upp við Borg á Mýrum árið 1985. Með listaverkagjöf sinni lagði Hallsteinn grunn að Listasafni Borgarness. Hann bjó síðustu æviár sín á Dvalarheimili aldraðra í Borgar nesi þar sem hann var einnig með smíðaverkstæði. Sýningin í Safnahúsinu mun standa fram til loka janúar 2014. gun@frettabladid.is ➜ Í Napólí hefur skapast sérstök sönglaga- menning sem í daglegu tali eru kölluð Canzone Napoletana. Minning Hallsteins heiðruð með sýningu Sýning í Safnahúsi Borgarfj arðar sem opnuð er í dag heiðrar minningu Hall- steins Sveinssonar smiðs (1903-1995) sem gaf Borgfi rðingum listaverkasafn sitt. Árni Heiðar Karlsson píanóleikari og Gissur Páll Gissurarson tenór koma fram á stofutónleikum á Óðinsgötu 7 dagana 26. og 27. september næst- komandi. Fyrir rúmu ári tróðu þeir félagar upp á stofutónleikum í Þingholtunum með íslensk sönglög og komust þá færri að en vildu. Nú koma þeir fram á tvennum tónleikum með nýtt pró- gramm með Napólílögum og í hléi munu þeir ásamt húsráðendum trakt- era tónleikagesti á ítölskum veitingum. Í Napólí hefur skapast sérstök söng- lagamenning sem í daglegu tali eru kölluð Canzone Napoletana, eða Napólí- lög. Lögin eru um margt sérstök því þau fleyta rjómann af aríum ítölsku óperunnar, en eru samt byggð á þjóð- lagagrunni og þau má heyra flutt, jafnt með einum gítar sem heilli sinfóníu- hljómsveit. Napólílögin hljóma á Óðinsgötu Árni Heiðar Karlsson og Gissur Páll Gissurarson á tvennum stofutónleikum. STOFU- TÓNLEIKAR Árni Heiðar Karlsson píanó- leikari og Gissur Páll Gissurarson tenór verða með nýja dagskrá í Þingholtunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elín Hansdóttir og Theresa Him- mer taka þátt í leiðsögn og ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vísar – húsin í húsinu í Hafnarborg sunnu- daginn 22. september klukkan 15. Vísar – húsin í húsinu er sýning þar sem staður og rými fá nýja merkingu og hægt er að stökkva fram og aftur í tíma gegnum birt- ingarmyndir af húsinu í húsinu. Á sýningunni eru ný verk eftir mynd- listarmennina og arkitektana Elínu Hansdóttur, Ilmi Stefánsdóttur, Marcos Zotes og Theresu Himmer. Verkin eiga það sameiginlegt að vinna á mörkum myndlistar og arkitektúr þó þau eigi að öðru leyti ólíkan feril að baki. Verkin á sýningunni kallast á við verk bandaríska listamannsins Gordons Matta-Clark, Conical Inter sect, frá árinu 1975, sem er hluti sýningarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Matta- Clark er sýnt hér á landi. Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir en hugmynd hennar að þessari sýningu var valin úr inn- sendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu 2013 í Hafnar- borg. Vísar – húsin í húsinu er þriðja sýningin í haustsýninga- röð Hafnar borgar en nú er kallað eftir tillögum að sýningu í safninu haustið 2014. Elín og Theresa ræða við gesti Leiðsögn og umræður um sýninguna Vísar – húsin í húsinu í Hafnarborg. MYNDLISTARKONA Elín Hansdóttir Býr og starfar í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Við Háaleitisveg stendur hús eitt fjarri öðrum húsum og er reist á grýttum mel. Það heitir Uppland. Á annarri álmu hússins horfir mann- hæðarhár gluggi á höllum vegg mót vesturhimni og ókunnur vegfarandi mætti ætla, að hér byggi listmálari, sem þyrfti mikla birtu. Íbúi hússins heitir Hallsteinn Sveinsson, nær sextugur að aldri, einhleypur maður. Listmálari er hann ekki, en líf hans er þó tengt listinni á margan hátt og hann hefur jafnvel borið við að gera höggmyndir, sem hann hefur þó brotið jafnóðum. ➜ Inngangur viðtals Jökuls Jakobssonar í Tímanum 29. apríl 1962 Í SAFNAHÚSI BORGARFJARÐAR Guðrún Jónsdóttir forstöðukona við mynd af Hallsteini, mótaðri í stein af Ragnari Kjartans- syni myndhöggvara. Í Vatnsmýrinni er nú hægt að upp- lifa lífríkið á nýjan hátt, skyggnast undir yfirborð vatnsins, fá yfirsýn yfir ferðir fuglanna og hlusta á tóna mýrarinnar. Á sýningunni Lífið í Vatns- mýrinni í Norræna húsinu árið 2012 var fuglunum, mannlífinu og gróðrinum þar gerð skil. Sýningin var liður í samstarfi Norræna hússins, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar við að endur- heimta votlendið í Vatnsmýrinni og friðinn í varplandinu. Sem framhald af sýningunni hafa nú verið settar upp sex inn- setningar víðsvegar um mýrina þar sem gestum gefst kostur á að kynnast mýrinni betur og fræðast um votlendið. Innsetningarnar eru eftirfarandi: Fræðsluskilti við Hringbraut þar sem meðal annars má lesa um þróun og virkni Vatnsmýrarinnar og samskipti mannsins og mýrar- innar í gegnum tíðina, fræðslu- skilti við Norræna húsið sem segir frá gróðri sem vex í Vatnsmýri og fuglum sem verpa þar, sjónpípa sem hægt er að nota til að skyggn- ast undir yfirborð vatnsins og kanna lífríkið, gróður eða rusl sem þar er, hásæti þar sem hægt er að virða fyrir sér hvernig land- ið liggur, ferðir fuglanna og flug- vélanna, hlustunarstóll þar sem hægt er að setjast, horfa yfir Hús- tjörnina og hlusta á kvak, krunk og garg, hlustunarpípur sem magna upp hljóð og hringrásarskilti sem útskýrir samhengi ólíkra þátta í mýrinni. Með því að snúa skiltinu er hægt að lesa um hvern mánuð ársins og uppgötva hringrás mýrarinnar. Hönnuðir innsetninganna eru Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Magnea Þ. Guðmundsdóttir arki- tekt. Grafísk hönnun var í höndum Jónasar Valtýssonar og Ármanns Agnarssonar. Innsetningar á nýrri Vatnsmýrarsýningu Gestum gefst færi á að upplifa lífríki Vatnsmýrinnar, skyggnast undir yfi rborð vatnsins og fl eira. LÍFIÐ Í VATNSMÝRINNI Settar hafa verið upp sex innsetningar víðsvegar um mýrina. Myndlistarmaðurinn og rit- höfundurinn Sigrún Eldjárn leiðir gesti um og spjallar um yfirstand- andi sýningu sína í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41 á laugardaginn næsta, 21. september, klukkan 15. Sýningin ber yfirskriftina Teiknivísindi og inniheldur að mestu blýantsteikningar af ýmsum stærðum og gerðum. Sýningin stendur ti l 29. september og er opin milli 13 og 17 alla daga nema mánudaga. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Sigrún Eldjárn fræðir gesti Leiðir gesti um og spjallar um sýningu sína. LEIÐSÖGN Sýning Sigrúnar Eldjárn ber yfirskriftina Teiknivísindi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN M YN D /J Ó H AN N A SK Ú LA D Ó TT IR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.