Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 52

Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 52
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Bandaríska kvikmyndin Lee Daniels‘ The Butler verður frum- sýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er lauslega byggð á ævi Eugene Allen, yfirþjóni Hvíta hússins, og er í leikstjórn Lee Daniels, þess sama og leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd Precious. Í myndinni er saga yfirþjóns- ins Cecil Gaines rakin og hefst myndin árið 2009 þegar Gaines rifjar upp ævidaga sína. Hann hefur frásögnina á æskuár- um sínum á bómullarekru í Georgíu þar sem hann og fjölskylda hans bjuggu við mikið harðræði. Á unglings- aldri yfirgefur Gai- nes býlið og hefur nokkru síðar störf á hóteli í höfuðborg Banda- ríkjanna, Washing- ton D.C. Árið 1 9 5 7 hefu r hann störf við Hvíta húsið og me ð dug naði v i n nu r h a n n sig upp í starf yfirþjóns, eða maître d’hôtel. Þann tíma sem Gaines starfar í Hvíta húsinu þjónar hann fjölda forseta og er þögult vitni um marga helstu merkisatburði í sögu Bandaríkjanna. Íslandsvinurinn Forest Whitaker fer með hlutverk Gaines og leikur Oprah Winfrey eiginkonu hans, Gloriu. Með önnur hlutverk fara stórleikarar á borð við Cuba Gooding Jr., Terrence Howard, Alex Pettyfer, Robin Willi- ams, Vanessu Red grave, Liev Schreiber, Alan Rick- man, David Oyelowo, Elijah Kelley og David Banner, auk söngvaranna Lenny Kravitz og Mariuh Carey, en sú síðar- nefnda leikur móður Gaines. Kravitz og Carey fóru einnig með hlut- verk í Precious frá árinu 2009. Robin Williams leikur Dwight D. Eisenhower í myndinni, en þetta er í annað sinn sem hann bregður sér í hlutverk fyrrverandi for- seta. Áður fór hann með hlut- verk Teddy Roosevelt í gaman- myndinni Night at the Museum: Battle of the Smithsonian. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á imdb.com var titill myndarinnar málamiðlun, en Warner Bros. Pictures framleiddi stuttmyndina The Butler árið 1916 og voru stjórnendur fyrirtækisins ósáttir við að mynd Daniels bæri sama titil. Því var brugðið á það ráð að skeyta nafni leikstjórans framan við titilinn og því kallast myndin Lee Daniels‘ The Butler. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur og fær hún 73 prósent í einkunn á vefsíðunni Rotten- tomatoes. Vefsíðan Metacritic gefur henni 66 prósent í einkunn. - sm Þögult vitni sögunnar Kvikmyndin Lee Daniels’ The Butler er frumsýnd annað kvöld. Myndin segir frá ævi yfi rþjóns Hvíta hússins og er í leikstjórn þess sama og leikstýrði Precious. LEIKA HJÓN Forest Whitaker leikur þjóninn Cecil Gaines í kvikmyndinni Lee Daniels‘ The Butler. Oprah Win- frey fer með hlutverk eiginkonu hans. Lee Louis Daniels fæddist árið 1959 í borginni Philadelphiu. Hann út- skrifaðist úr Radnor High School árið 1978 og stundaði um hríð listnám í Missouri. Honum líkaði háskólanámið illa og hóf þess í stað störf hjá hjúkrunarþjónustu í Kaliforníu. Hann áttaði sig fljótlega á því að hann gæti auðveldlega rekið sams konar þjónustu einn síns liðs og stofnaði eigin hjúkrunarþjónustu. Þegar hann náði 21 árs aldri hafði hann um 5.000 hjúkrunarfræðinga á sínum snærum. Hann seldi þá fyrirtækið og stofnaði umboðsskrifstofu fyrir leikara og framleiðslufyrirtækið Lee Daniels Entertainment. Ungur frumkvöðull Leikarinn Leonardo DiCaprio gæti hugsanlega farið með hlut- verk Woodrow Wilson, 28. forseta Bandaríkjanna, í nýrri kvikmynd byggðri á ævi forsetans. Wilson kenndi við Weslyan- háskóla og Princeton áður en hann tók við embætti ríkisstjóra New Jersey árið 1911. Hann var kosinn í for- setaembættið tveimur árum síðar. Wilson til- heyrði flokki demókrata og er, enn þann dag í dag, í litlu uppáhaldi hjá bandarískum hægri- mönnum. DiCaprio hefur áður tekið að sér að leika sögufrægar persónur og ber þá helst að nefna auðjöfurinn Howard Hughes í kvik- myndinni The Aviator frá árinu 2004 og J. Edgar Hoover, fyrsta framkvæmdastjóra FBI, í kvik- myndinni J. Edgar frá 2011. Líklegt þykir að Warner Bros. muni framleiða kvikmyndina. Í forsetahlutverk Leonardo DiCaprio gæti leikið Woodrow Wilson. Í HLUTVERK FORSETA Leonardo DiCaprio gæti tekið að sér hlutverk Woodrow Wilson í nýrri kvikmynd um forsetann. NORDICPHOTOS/GETTY Hasarmyndin Riddick er frumsýnd annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Davids Towhy og skartar Vin Diesel í aðalhlutverki. Myndin segir frá Richard Riddick, sem fæddur er á plánetunni Furya og er eini eftir- lifandi maðurinn á plánetunni. Illmennið Zhylaw hafði látið myrða drengi og karlmenn, í anda Biblíunnar, af ótta við að einhver þeirra mundi velta honum úr sessi. Síðan þá hefur Riddick verið á stanslausum flótta undan vígamönnum og hausaveiðurum sem vilja annaðhvort drepa hann eða fanga hann fyrir verðlaunafé. Opnunarmynd Norrænu kvikmyndaveislunnar í Bíó Paradís er einnig frumsýnd. Sú ber titilinn Open up to Me, eða Kerron Sinulle Kaiken á finnsku, og er eftir leikstjórann Simo Halinen. Myndin fjallar um það hvernig hægt er að takast á við lífið meðan reynt er að fela það sem bærist hið innra fyrir samferðamönnum sínum. Kvikmyndin fékk frá- bærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd í Finnlandi fyrr á árinu. Berst fyrir lífi sínu Tvær myndir eru frumsýndar annað kvöld. SÁ EINI Richard Riddick berst fyrir lífi sínu í spennumyndinni Riddick sem frum- sýnd er annað kvöld. WOODROW WILSON NÝTTU TÆKIFÆRIÐ RÁBÆR KAUP F

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.