Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 72

Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 72
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leik- stjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frum- sý nd br úðu- sýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýr- ir. „Aladdín er formleg opnun- arsýning Brúðu- loftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíð- ar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýn- ingunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sög- unni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“ Það eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærð- um og gerðum í mismunandi bún- ingum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til ald- urshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir full- orðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverj- um laugardegi fram eftir nóvem- ber. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmark- aður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið. fridrikab@frettabladid.is 1001 galdur fyrir alla fj ölskylduna Brúðusýningin Aladdín eft ir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðuloft i Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil sem dragi fólk inn í ævintýraheim Þúsund og einnar nætur. Hún sé þó talsvert ólík Disney-útgáfunni. Gennady Rozhdestvenskíj mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hennar í kvöld. Í fylgd með honum er eig- inkona hans, píanóleikarinn Vikt- oria Postnikova, og í farteskinu eru þrjú öndvegisverk rússneskra tónbókmennta. Hátíðarforleikurinn Rúss- neskir páskar er hið síðasta í röð þriggja glæsiverka sem Rimsky- Korsakov samdi á árunum 1886- 87. Páskaforleikurinn er byggður á fornum trúarsöngvum rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Píanókonsertinn sem Korsakov samdi fyrr á sama áratug byggir aftur á móti á einu stefi, rúss- nesku þjóðlagi. Síðust á dag- skránni er tíunda sinfónía Sjosta- kovitsj sem sagt hefur verið um að sé 48 mínútur af harmi, örvæntingu, ótta og ofbeldi og tvær mínútur af sigurgleði. Í dag stendur Vinafélag Sin- fóníuhljómsveitarinnar fyrir tón- leikakynningu sem hefst klukkan 18. Þar kynnir Sigurður Ingvi Snorrason verkin sem flutt verða á tónleikum kvöldsins. Rozhdestven- skíj stjórnar TÖFRAHEIMUR Sagan af Aladdín er ekki ný af nálinni en hér er á ferð útgáfa sem er trú frumsögunni og því töluvert ólík Disney-útgáfunni sem flestir þekkja. ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR ➜ Það eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru þrjú stórvirki rússneskra tónbókmennta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísafirði - Hafnarstræti 2 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Vestmannaeyjum - Faxastíg 36 Penninn - Hallarmúla 4 Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Kringlunni Álfabakka 14b, Mjódd Smáralind Strandgötu 31, Hafnarfirði Keflavík - Sólvallagötu 2 Akranesi - Dalbraut 1 kr 2.999 VILDARTILBOÐ Fullt verð kr 3.999 Í þessari fyrstu bók Sesselju opnar hún hugmyndabankann sinn sem hún hefur safnað í svo lengi. Hugmyndirnar beinlínis streyma út! Hér finna allir eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. G ild ir til o g m eð 1 4. O kt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.