Fréttablaðið - 17.10.2013, Page 1
FRÉTTIR
BORGARDÆTUR Í 20 ÁRBorgardæturnar Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir
og Berglind Björk Jónasdóttir verða með tónleika á Græna
hattinum á Akureyri annað kvöld kl. 20. Með þeim
leikur Eyþór Gunnarsson á píanó. Með tónleikunum
fagna þær tuttugu ára ferli Borgardætra.
ÁSTFANGIN OG SKAPANDI HJÓNHulda Margrét Eggerts-dóttir og Rajan Sedhai.MYND/DANÍEL
H ann fangaði hjarta mitt með því að stríða mér og henda út í ána,“ segir Hulda Margrét Eggertsdótt-ir um örlagaríkan sumardag árið 2006 þegar Amor skaut þau Rajan Sedhai föstum ástarörvum við Austari-Jökulsá. Þangað hafði Hulda, sem er bæði vatns- og lofthrædd, farið með vinahópi í flúðasiglingu.
„Rajan er frá Nepal þar sem ferða-mennska gengur út á fjallamennsku og
flúðasiglingar. Hann hefur verið leið-sögumaður í fjallgöngum og siglingum
allt sitt líf en sumarið er rólegur tími í
Nepal og var Raj
til Nepal og heimsækja fjölskylduna. Í
Nepal er rótgróin hefð fyrir handsaum-
uðum dúnúlpum og ég keypti eina slíka
á Sindra þegar hann var sex mánaða. Þegar maður eignast börn fer maður svo að skoða hvað er gott og hvað má
betrumbæta, eitt leiddi af öðru og úr varð hönnun og framleiðsla á Himalaya
Magic.“
HLÚÐ AÐ MUNAÐARLAUSUMHimalaya Magic er hönnun Huldu ogRajans á dúnúlpum og dúlí
TÖFRAR HIMALAYAÁSTARSAGA Það var ást við fyrstu sýn þegar Nepalinn Rajan Sedhai togaði í
fléttur Huldu Eggertsdóttur þegar þau hittust í siglingu niður Austari-Jökulsá.
AFSLÁTTARDAGAR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Fyrir heitt eða kalt, 5 litir - mikið af frábærum boðumtil
YFIRHAFNARDAGAR 15% AFSLÁTTUR
Skipholti 29b • S. 551 0770
Ný sending frá BASLER, í brúnum og rauðum litum
20% afsláttur af öllum buxum! Ótrúlegt úrval af vönduðum buxum í stærðum 36-52Gallabuxur, stretchbuxurull b
Vertu vinur okkar á Facebook
VETRARDEKKFIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Kynningarblað íslensk dekk, umhverfisvæn dekk, heilsársdekk, nagladekk, gæðadekk .
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
24
2 SÉRBLÖÐ
Vetrardekk | Fólk
Sími: 512 5000
17. október 2013
244. tölublað 13. árgangur
Gjaldþroti frestað
Leiðtogar í öldungadeild Bandaríkja-
þings kynntu í gær samkomulag sem
kemur í veg fyrir greiðslufall ríkis-
sjóðs fram í febrúar. 10
Ekki fylgst með bólusetningum
Engar sérstakar reglur eru til sem
kveða á um að kalla börn inn í
bólusetningar 2
Vilja ekki kirkjuna Íbúasamtök
Vesturbæjar segja rússneska rétttrún-
aðarkirkju við Mýrargötu of umfangs-
mikla. 12
Efast um forsendur Bílgreina-
sambandið segir breytinga þörf eigi
áætlanir ríkisins um aukna bílasölu á
næsta ári að ganga eftir. 16
MENNING Andrea Maack er með
gluggainnsetningu í versluninni
Fenwick í London. 62
SPORT Geir Þorsteinsson þarf að
huga að mörgu fyrir umspilsleikina í
nóvember. 56
KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200
AF ÖLLUM
KRINGLUKASTVÖRUM
KRINGLU
KAST
30-60%
AFSLÁTTUR
SÉRÞRÓAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VATN
NÚ FÁANLEGT Í TÖFLUFORMI!
KRINGLUKAST
KRINGLAN.IS AF ÖLLU HJARTA
Op i ð t i l 2 1 í k vö l d | N ý t t ko r t a t í m a b i l
SKOÐUN Alma Rún R. Thorarensen
skrifar um hegningarlög og skálka-
skjól vændiskaupenda. 29
ÖRYGGISMÁL Georg Lárusson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, segir
að fyrirkomulag sjúkraflugs á
Íslandi nái ekki nokkurri átt. Hann
telur það hagfellt til lengri tíma
litið að allt sjúkraflug sé á hendi
Landhelgisgæslunnar.
„Að sjúkraflug í þessu litla
landi annars vegar sé gert út af
velferðarráðuneytinu og hins
vegar sjúkra- og neyðarflug af
innanríkis ráðuneytinu og Land-
helgisgæslunni getur ekki verið
hagfellt. Þetta er spurning um að
hagræða, auka öryggi og spara
peninga,“ segir Georg spurður
um fyrirkomulag sjúkraflugs á
Íslandi og hvort það eigi allt að
vera á einni hendi.
Georg segir að LHG hafi á að
skipa flugvélum, þyrlum, skipum
og öðrum tækjum, sem og víð-
tækri þekkingu og reynslu við
neyðaraðstæður hvers konar.
„Þess utan rekur Landhelgisgæsl-
an stjórnstöðvar sem eru opnar
allan sólarhringinn og hefur bein-
ar tengingar við viðbragðsaðila í
nágrannalöndunum, hvort sem er
á sjó eða í lofti.“ - shá / sjá síðu 6
Forstjóri Landhelgisgæslunnar gagnrýnir fyrirkomulag sjúkraflugs harðlega:
Vill sjúkraflugið til Gæslunnar
DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari
hefur gefið út ákæru á hendur
Lýði Guðmundssyni, fyrrver-
andi stjórnarformanni Existu,
og Sigurði Valtýssyni, fyrrver-
andi forstjóra félagsins, fyrir
umboðssvik og brot gegn hluta-
félagalögum sem stjórnarmenn í
Vátryggingafélagi Íslands (VÍS).
Í ákærunni, sem sakborningum
hafði ekki verið birt í gærmorg-
un, eru þrjú ákæruatriði tíund-
uð: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna
lán frá VÍS til Sigurðar sjálfs, í
öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til
félagsins Korks ehf., sem er í eigu
bræðranna Lýðs og Ágústs Guð-
mundssona, og í þriðja lagi kaup
VÍS á 40 prósenta hlut í félaginu
Reykjanesbyggð ehf. fyrir 150
milljónir. Félagið var í eigu Krist-
jáns Gunnars Ríkharðssonar,
svila Sigurðar.
Lánveitingarnar eru taldar
varða við 104. grein hlutafélaga-
laga, sem kveður meðal annars á
um að hlutafélög megi ekki veita
stjórnarmönnum lán, og kaupin á
Reykjanesbyggð ehf. eru flokkuð
sem umboðssvik.
Rannsókn sérstaks saksóknara
á VÍS var mun viðameiri í upp-
hafi og beindist þá meðal annars
að margra milljarða lánveiting-
um félagsins til móðurfélagsins
Existu. Þá voru sakborningarn-
ir fimm en að minnsta kosti ein-
hverjum þeirra var tilkynnt í gær
að málið gegn þeim hefði verið
fellt niður. - sh / sjá síðu 8
Ákærðir fyrir að lána
sjálfum sér út úr VÍS
Sérstakur saksóknari ákærir Lýð Guðmundsson og Sigurð Valtýsson fyrir umboðs-
svik og brot gegn hlutafélagalögum þegar þeir sátu í stjórn VÍS. Undir eru lán og
viðskipti fyrir hundruð milljóna. Rannsóknin á VÍS var upphaflega mun viðameiri.
LÝÐUR
GUÐMUNDSSON
SIGURÐUR
VALTÝSSON
BÆKUR Um næstu mánaðamót
kemur út bókin Steingrímur J
– Frá hruni og heim, á vegum
Bjarts.
Þar ræðir
Steingrímur
J. Sigfússon,
fyrrverandi
fjármálaráð-
herra, við Björn
Þór Sigbjörns-
son um hvernig
það var að vera
í forystu við
að reisa landið
úr rústum hrunsins, tildrög þess
að stjórn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna tók við árið 2009,
þungbærar deilur við samherja
og gerir upp hin miklu hitamál
þessara ára.
„Það er nokkuð um liðið síðan
ég lauk mínum þætti í þessu.
Þetta var bara ánægjuleg glíma
við að koma þessu saman með
mjög öflugum og samviskusömum
skrásetjara,“ segir Steingrímur,
spurður út í bókina. - fb / sjá síðu 62
Ný bók fyrrverandi ráðherra:
Heiðarleg bók
um hrunið
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
AÐSTAÐAN TEKIN ÚT Agnes Sigurðardóttir biskup fór í heimsókn á geisladeild Landspítalans í gær. Þjóðkirkjan hefur
meðal annarra staðið fyrir söfnun fyrir nýjum línuhraðli fyrir geisladeildina. Samkvæmt áætlun verður hægt að byrja geislameð-
ferð með nýja línuhraðlinum fyrir jól. Ásamt Agnesi eru á myndinni Garðar Mýrdal eðlisfræðingur og Þórarinn Sveinsson læknir.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SAMFÉLAGSMÁL Ungmennafélag
Íslands (UMFÍ) skuldar rúm-
lega 200 milljónir króna og er
því skuldugasta
æskulýðsfélag
Íslands. Félagið
hefur fengið
rúman millj-
arð í styrk frá
íslenska ríkinu
frá árinu 2001.
Jón Páls-
son, fráfar-
andi gjaldkeri
félagsins, bókaði á stjórnarfundi
í lok september að það yrði að
skera niður bifreiðahlunnindi
hjá félaginu, sem meðal annars
formaður þess nýtur. Hann vill
einnig selja húsnæði félagsins að
Sigtúni 42 en í fundargerðinni
heldur hann því fram að endar
náist ekki saman í rekstri þess
og því þurfi að selja það. - vg / bls 4
Leggja til sölu á húsnæði:
UMFÍ skuldar
200 milljónir
JÓN PÁLSSON
Bolungarvík 5° SSA 4
Akureyri 4° SA 3
Egilsstaðir 3° SA 5
Kirkjubæjarkl. 5° SSA 5
Reykjavík 6° SSA 4
Skýjað að mestu og lítils háttar væta
sunnan- og vestanlands. Strekkingur með
S-ströndinni en annars fremur hægur
vindur. Hiti 2 til 8 stig. 4
➜ Þetta er spurning um
að hagræða, auka öryggi og
spara peninga.