Fréttablaðið - 17.10.2013, Side 34

Fréttablaðið - 17.10.2013, Side 34
FÓLK|TÍSKA aldri til fullorðinsára,“ útskýrir Hulda, en þess má geta að Rajan hefur árum saman styrkt munaðarlausan dreng til náms í Nepal. „Munaðarlaus börn eru mörg í Nepal því fjallamennska og umferðin taka sinn toll. Maður fær beinlínis áfall þegar maður er fyrst staddur í nepalskri umferð því bílarnir keyra mjög nálægt hver öðrum og mikið er um banaslys á örmjóum og vondum vegum í bröttum fjallshlíðum. Þá er enginn með bílbelti og börnin ekki í bílstólum. Í Nepal er heldur ekkert samtryggingarkerfi og því blasir dauðinn við þeim sem veikjast og eiga ekki peninga fyrir sjúkrahúsvist.“ 100 ÁR AFTUR Í TÍMANN Hulda upplifði menningarsjokk þegar hún kom fyrst til Nepal og segir það hafa verið eins og að fara hundrað ár aftur í tímann. „Nepal er vanþróað ríki en Nepalar þó einstaklega glatt, jákvætt, fallegt og hjálplegt fólk. Trúarbrögð eru búdd- ismi og hindúismi og fólk því glatt með sitt þótt lítið sé. Vesöldin er heldur ekki alls staðar. Tengdaforeldrar mínir eru til að mynda ekki fátækir en þó er hvorki bað né sturta hjá þeim heldur kamar utanhúss. Þá þvoðum við fötin okkar í læknum og tengdamamma eldaði á gasi í útieldhúsi. Í bakgarðinum voru buffalóar sem áttu sér skjól í sama húsi og maður svaf við einn vegginn og gat klappað buffaló hinum megin við vegg- inn ef maður opnaði gluggann,“ segir Hulda hlæjandi um Nepal sem hún segir töfrandi stað. Skoðaðu Himalaya Magic á www.himalayamagic.com og á Face- book. ■ thordis@365.is GLAÐLEGIR LITIR Dúnúlpur Himalaya Magic eru sérhannaðar með þarfir og þægindi lítilla barna í huga. Í þeim er 100% gæsadúnn sem gerir þær þunnar og mjúkar en einstaklega hlýjar. Huldu fannst vanta glaðlega og bjarta liti í úlpuúrval barna. Hægt er stilla erma- lengd svo úlpan endist barninu lengi. Úlpurnar fást líka í fullorðinsstærðum. Á myndinni er Sindri, sonur Huldu og Rajans. MYND/HARPA HRUND NÝJA KASMÍRULLIN Ull jakuxa er sögð vera hin nýja kasmírull. Jak- uxar lifa í 3.000 metra hæð í Himalayafjöllum og fjallafólk handvefur litrík sjöl úr ullinni sem er lyktarlaus og ein- staklega hlý. MYND/HARPA HRUND ‘‘Nýtt Kortatimabil’’ Vandaðir dömuskór Opið Mánudag-Föstudag Frá klukkan 10:00 - 18:00 og laugardaga: 10 - 14 Sími: 551-2070 Verð: 18.800.- Úr mjúku leðri Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 allabuxur G 7.900 krá ærð 38 - 48St t kortatímabil” “Nýt FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.