Fréttablaðið - 17.10.2013, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 20134
Réttir hjólbarðar skipta höfuðmáli í vetrarfærðinni. Þegar kólnar í veðri og hitastig fer undir sjö gráð-ur harðna sumarhjólbarðar og geta orðið eins og
hart plast í frosti. Því skiptir miklu máli að skipta tíman-
lega yfir í vetrardekk.
Hvaða gerð vetrardekkja hentar fer síðan eftir skoðun
hvers og eins og þeim aðstæðum sem bíllinn er notaður
í. Hér eru nokkrar helstu gerðir vetrarhjólbarða.
● Harðkornadekk
Eru einkum ætluð til vetraraksturs en þó er ekkert því til
fyrirstöðu að nota þau allt árið. Þau þykja ágæt í hálku.
Harðkornin (silicium carbide og aluminiumoxide)
eru gjarnan notuð sem iðnaðardemantar. Við fram-
leiðslu harðkornadekkja er kornunum dreift jafnt í allt
gúmmíið. Jöfn dreifing kornanna veldur því að ávallt
koma ný harðkorn í stað þeirra sem hverfa þegar hjól-
barðinn slitnar.
Harðkornadekk eru hljóðlát. Helstu gallar sem eru
nefndir við þau eru að þau hafa ekki eins mikið grip
og nagladekk. Þá eru þau sóluð sem sumum líkar ekki.
● Loftbóludekk
Loftbóludekkin eru mikið skorin, mjúk og með stóran
snertiflöt. Þau hafa meira veggrip og styttri hemlun-
arvegalengd en önnur dekk. Í hálku sjúga loftbólurn-
ar vatn upp úr ísnum og snjónum sem verður þurrari
og stamari auk þess sem sogkraftur myndast.
● Heilsársdekk
Heilsársdekk eiga að vera vandaðir hjólbarðar með
góðu munstri. Hægt er að fá dekkin með mismunandi
skurði. Heilsársdekkin hafa þann kost að þau má nota
allt árið og því sparar fólk sér að kaupa annan dekkja-
gang. Gallinn við þau er að þau grípa ekki eins vel og
ónegldu vetrardekkin.
● Ónegld vetrardekk
Góð vetrardekk duga vel í hálku og snjóakstri. Þau eru
úr vönduðu gúmmíi sem grípur vel og þau valda lág-
marks loftmengun.
● Harðskeljadekk
Valhnetuskeljabrot eru notuð í dekkin til að gefa þeim
betra grip og hemlun. Dekkin eru sögð grípa eins og
sogskál. Þá eru þau hljóðlát og valda litlu vegsliti.
● Nagladekk
Margir hafa horn í síðu nagladekkja enda eru þau
talin valda svifryki og slíta akbrautum mun meira
en önnur dekk. Þá er af þeim talsverð hljóðmeng-
un.
Kostir nagladekkjanna eru að þau grípa vel í
hálku og eru góð vörn í ísingu.
Neglda hjólbarða og keðjur má ekki nota á tíma-
bilinu 15. apríl til og með 31. október, nema að þess
sé þörf vegna akstursaðstæðna.
Mismunandi gerðir
vetrardekkja
Vetrarhjólbarðar eru margvíslegir. Má þar nefna grófkornadekk, loftbóludekk,
negld dekk og heilsársdekk. Hver og einn verður að velja hvað hentar sér.
Gott er að huga vel að hjólbörðum þegar veturinn gengur í garð.
DEKK NÝTAST VÍÐA
Talið er að um 75% allra bíldekkja í heiminum séu endurnýtt á ein-
hvern hátt. Um 50 milljónir dekkja eru til dæmis framleidd árlega
sem flest eiga uppruna sinn í um 70.000 tonnum af endurunnum
bíldekkjum. Utan þess eru gömul dekk endurnýtt á margvíslega
vegu. Þau eru nýtt víða til landfyllingar og einnig kurluð og notuð
í yfirborð á íþróttaleikvöngum. Gömul dekk eru einnig nýtt í undir-
lag á leikvöllum og á sundlaugarbökkum. Mottur, bæði til notkunar
innan- og utandyra, eru margar framleiddar úr gömlum dekkjum
og allir þekkja rólurnar á róluvöllum landsins
sem margar hverjar byggja á gömlum dekkjum.
Erlendis hafa gömul dekk verið nýtt í þakskífur á
byggingum og þau hafa í mörg ár verið nýtt sem
hráefni í ýmsan tískuvarning eins og töskur,
skósóla og belti. Bíldekk er því í raun hægt að
endurnýta
aftur og aftur,
líkt og álið,
og því ekki
eins mikill um-
hverfisskaðvaldur
og halda mætti.
Miklir möguleikar eru í endurnýtingu hjólabarða.
ALL BAJA MTZ RADIALS FEATURES
Borgardekk
STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
asteignir.is er stærsti og ítarlegasti húsnæðisvefur á Íslandi, með yfir 12.000 eignir á skrá.F
Eini vefurinn með allar sölueignir á skrá
Lifandi og uppfærður leiguvefur
Fjölbreyttar upplýsingar í boði fyrir kaupendur, seljendur og leigjendur
Opin hús, myndasýningar og þjónustusíður fyrir húseigendur
ú færð góð ráð um fasteignaviðskipti og aðstoð við leigu á íbúð.Þ
ú finnur draumaeignina þína á fasteignir.is.Þ