Fréttablaðið - 17.10.2013, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 20138
DEKK Í GARÐINN
Gömul dekk eru til margra hluta
nytsamleg og alltaf gott þegar
hægt er að endurvinna hluti. Þau er
til dæmis hægt að nota í garðinum
til að rækta í salat eða setja falleg
blóm í þau. Dekkin er hægt að
mála vilji fólk hafa þau skrautleg,
til dæmis gul, rauð eða blá. Þvoið
dekkið vel áður en það er tekið til
brúks í garðinum en notið um-
hverfisvænan þvottalög eða sápu.
Hægt er að raða nokkrum dekkjum
saman á skemmtilegan hátt. Þar
sem dekkin eru úr gúmmíi hitna
þau vel í sólskini og það viðheldur
stöðugum hita og raka í jarðveg-
inum. Gott er að setja dagblöð í
botninn á dekkinu áður en moldin
er sett í. Það kemur í veg fyrir að
illgresi skjóti
rótum.
RÁÐLEGGINGAR FÍB
UM VETRARHJÓLBARÐA
Góðir hjólbarðar eru grundvallaröryggisþáttur og geta skipt sköpum við erfiðar
vetraraðstæður. Áríðandi er að hafa réttan loftþrýsting í hjólbörðum til að þeir
endist vel og virki rétt. Mynsturdýpt ræður miklu um veggrip á blautum eða
snjóugum vegum og ekki er ráðlegt að hafa það minna en 3 til 4 millimetra.
Þegar kólnar í veðri er nauðsynlegt að skipta yfir í vetrar- eða heilsársdekk.
Slitsóli vetrarhjólbarða er úr gúmmíblöndu sem ekki stífnar í kulda og eykur
veggrip og rásfestu ökutækja. Gúmmíblanda sumarhjólbarða byrjar að harðna
þegar hitinn er kominn niður fyrir +7°C. Við -15°C verða sumarhjólbarðar álíka
harðir og hart plastefni! Tjara og önnur óhreinindi sem festast á hjólbörðum í
vetrarumferðinni draga úr veggripi og öðrum eiginleikum og því mikilvægt að
þrífa hjólbarða bíla reglulega með þar til gerðum efnum.
Heimild: fib.is
FYRSTU HJÓLBARÐARNIR
Fyrstu hjólbarðarnir, ef hægt
er að kalla þá svo fyrir tilkomu
gúmmísins, voru málmlistar, járn
og síðar stál, sem hitaðir voru í eldi
og síðan lagðir utan um tréhjól.
Þegar málmurinn kólnaði skrapp
hann saman og féll þétt að hjólinu.
Nokkra verkfærni þurfti til svo vel
tækist til. Járnið hélt tréhjólinu
saman en gerði það líka að verkum
að hjólið entist lengur.
Fyrsti loftfyllti gúmmíhjólbarðinn
kom fram árið 1887 og var tilraun
skoska uppfinningamannsins Johns
Boyd Dunlop til að mýkja demp-
unina á reiðhjóli sonar síns sem fékk
annars höfuðverk af því að hjóla á
ósléttu undirlagi. Gúmmíhjólbarð-
inn er þó eignaður Charles Good-
year og Robert William Thomson.
Heimild: wikipedia.org
440 1000 | N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
NÁÐU GÓÐU GRIPI Á VETRINUM
MEÐ MICHELIN VETRARHJÓLBÖRÐUM
X-ICE
• Hjólbarði hannaður fyrir
borgarbíla og fjölskyldubíla
• Mikið skorið og stefnuvirkt
munstur sem veitir frábært
grip í hverskyns aðstæðum.
• Endingargott naglalaust
vetrardekk
X-ICE NORTH
• Léttir álnaglar sem eru
níðsterkir og hljóðlátir
• 10% styttri hemlunar-
vegalengd á ís
• Allt að 30% færri naglar
• Aukið öryggi og meiri
virðing fyrir umhverfinu
ALPIN A4
• Hljóðlátt og gripgott
• Naglalaust vetrardekk
• Ný APS gúmmí blanda tryggir
gott grip í öllum hitastigum
• Flipamunstur tryggir gott grip
þó líði á líftíma dekksins
• Margátta flipamunstur tryggir
hliðar, fram og hemlagrip