Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 54
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 LEIKLIST ★★★ ★★ Aladdín eftir Bernd Ogrodnik BRÚÐUHEIMAR Í SAMSTARFI VIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: LEIKSTJÓRN: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR. HANDRIT, BRÚÐUGERÐ, LEIKMYND OG TÓNLIST: BERND OGRODNIK. HLJÓÐMYND: HALLDÓR SNÆR BJARNA- SON. LÝSING: ÓLAFUR ÁGÚST STEFÁNSSON. ÞÝÐING: KARL ÁGÚST ÚLFSSON. Leikbrúðumeistarinn Bernd Ogrod- nik frumsýndi á dögunum í sam- vinnu við góðan hóp listafólks nýjan brúðuleik, byggðan á sögunni um Aladdín. Um Bernd og framlag hans til brúðuleiklistar hér á landi ætti í sjálfu sér að vera óþarft að hafa mörg orð. Að öllum öðrum ólöst- uðum, þar með töldum þeim ágætu brúðukonum sem tóku á sínum tíma við keflinu af frumherjanum Jóni E. Guðmundssyni (1915-2004) og hafa ótrauðar haldið merki listarinnar á lofti síðan, hefur Bernd með verk- um sínum og raunar ekkert síður með sinni góðu persónulegu nær- veru, ódrepandi þrautseigju, ást á íslenskri menningu, áhuga og vel- vild í garð alls annars brúðulista- fólks, blásið nýjum anda í íslenska leikbrúðulist og sett henni hærra viðmið en hún hefur nokkru sinni fyrr búið við. Það var mikill gleðidagur þegar hann og kona hans, Hildur M. Jóns- dóttir, opnuðu Brúðuheima í Borg- arnesi vorið 2010 og að sama skapi sorglegt að þau skyldu neyðast til að loka þeim fyrir rúmu ári. Allir draumar okkar rætast ekki, en sumir kunna að rætast á annan hátt en við höfðum hugsað okkur sjálf; kannski verður það svo nú. Um tíma var jafnvel óttast að ekki yrði fram- hald á starfi Bernds hér, en honum eru vitaskuld margir vegir færir erlendis. Því er alveg sérstakt fagn- aðarefni að Þjóðleikhúsið skuli hafa gert við hann samstarfssamning til fimm ára, samning sem tryggir honum aðstöðu til vinnu og sýninga- halds í litlum baksal á þriðju hæð í áhorfendarými aðalbyggingarinnar. Eiga stjórnendur leikhússins heiður skilinn fyrir það. Hætt er við að flest íslensk börn kannist við söguna um Aladdín úr frægri teiknimynd Disney-smiðj- unnar frá 1992; vonandi eru þó ein- hver enn sem hafa lesið hana, eða heyrt hana lesna, í klassískri þýð- ingu Steingríms Thorsteinssonar í Þúsund og einni nótt. Hitt er annað mál að leikfærslur af öllu tagi á sög- unni um fátæka skraddarasoninn og töfralampann eru síður en svo nýjar af nálinni og má vísa áhugasömum um það, eins og svo margt annað, á merkisritið Wikipediu, án þess að tekin sé ábyrgð á því að allar upp- lýsingar þess séu hundrað prósent réttar. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna það sem ég las þar, og hafði ekki heyrt fyrr, að sagan sé ekki fremur en sögurnar af Ali Baba og Sindbad sæfara hluti af hinu upp- haflega arabíska safni, heldur birt- ist fyrst í franskri þýðingu Antoines Gallands snemma á átjándu öld, fyrstu útgáfu Þúsund og einnar nætur á vesturevrópskt tungumál. Kvaðst Galland hafa numið hana af vörum sýrlensks sagnaþular, en ein- hverjir munu hafa orðið til að bera brigður á það og getið þess til að hann hafi sjálfur soðið hana saman úr gömlum ævintýraminnum. Flestir fræðimenn munu þó ekki telja ástæðu til að efa, að sagan sé að stofni til austræn flökkusögn, að sögn Wikipediu. Útgáfa Bernds af sögunni er eðli- lega einfölduð og í mörgum atriðum frábrugðin gerð hennar í Þúsund og einni nótt eða teiknimynd Disneys. Í höndum Bernds verður sagan öllu kómískari en við höfum oftast séð hana áður, dramatíkin ekki eins krassandi, hætturnar sem hetjunn- ar bíða ekki eins ægilegar. Sagan er svolítið lengi að taka við sér þarna á Brúðuloftinu, brúðurnar margar sem vilja fá að komast að og þurfa sinn tíma, en þegar á líður lifnar yfir og ekki annað að sjá og heyra en bæði börn og fullorðnir fylgdust hugfangnir með allt til loka. Og þá er aðeins eftir að óska brúðumeistaranum og hans galdra- verki langra lífdaga í nýjum heim- kynnum. Vonandi eiga mörg íslensk börn eftir að fara margar ferðir á vit ævintýranna upp bratta stigana á Brúðuloftið. Er það ekki einmitt á háaloftinu sem fjársjóðir fortíð- arinnar geymast oft og einatt best, fjársjóðir sem við gleymum of oft í erli og ærustu nútímans? Jón Viðar Jónsson NIÐURSTAÐA: Undurfalleg brúðuleik- sýning, eilítið þunglamaleg í byrjun en sækir í sig veðrið þegar á líður. Leikhúsloft verður Brúðuloft „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannes dóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikrits- ins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnars- son, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsan- ir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjöl- skylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmað- ur í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlkna- kór Reykjavíkur undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórs- ins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýning- unni er glæsilegur og Kristín seg- ist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvenna- sýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stór- hættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“ fridrikab@frettabladid.is Stórhættulegt að setja grindverk milli kynja Hús Bernhörðu Alba eft ir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. HÚS BERNHÖRÐU Kristín Jóhannesdóttir og hluti leikhópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRÚÐULOFTIÐ Aladdín eftir Bernd Ogrodnik. Um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Í tilefni Lestrarhátíðar í Reykja- vík – Ljóð í leiðinni – stendur Bók- menntaborgin fyrir barsvari í kvöld klukkan 20 á Café Mezzo. Bókmenntafræðingarnir Davíð Kjartan Gestsson og Björn Unnar Valsson semja hæfilega ljóðrænar spurningar. Vegleg verðlaun í boði fyrir hlutskörpustu þátttakendurna. Keppnin fer fram með hefð- bundnu sniði og tveir eru saman í liði. Barsvar um bókmenntir Hver skrifaði hvað um hvern? BÓKVIT Í BRENNIDEPLI Spurt verður um bókmenntir á Café Mezzo í kvöld. Miðasala fer fram á Miði.is og í síma 540-9800 Skráðu þig á póslistann okkar á www.jolagestir.is MIÐASALA HEFST 24. OKTÓBER KL. 10! PÓSTLISTAFORSALA FER FRAM DAGINN ÁÐUR GÓA OG FJARÐARKAUP KYNNA MEÐ STOLTI 14. DESEMBER Í HÖLLINNI Jólastjarnan 2013Söngkeppni fyrir 16 ára og yngri. Sigurvegarinn kemur fram á sjálfum stórtónleikunum 14. desember í Höllinni Skráning er hafin á visir.is/jolastjarnan. . MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.