Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 64
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING LÍFSSTÍLL | 48
„Við viljum breyta ilmvatnsmenn-
ingunni hér á landi,“ segir Lísa
Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilm-
húss, sem opnar nýja verslun í
Aðalstræti 9 undir lok vikunnar.
Madison Ilmhús er ný ilmvatns-
verslun með vörur og merki sem
fæst hafa verið til sölu á Íslandi
áður.
Þar verða engin ilmvötn frá
stóru ilmvatnskeðjunum, hvorki á
lægri enda skalans líkt og ilmvötn
merkt söngkonunum Christinu
Aguilera og Britney Spears, né
hærri enda hans líkt og frá tísku-
húsunum Prada og Chanel. Ein-
ungis verða vörur frá smærri
framleiðendum, sem líta ekki
á ilmvatnsgerð sem iðnað held-
ur listgrein og telja að ilmvatns-
meistarinn sé listamaður.
„Við viljum gera ilmvatnskaup-
in að meiri og persónulegri fjár-
festingu, að þetta sé í raun eins
og að kaupa sér listaverk. Það er
auðvitað persónulegt hvernig fólk
upplifir þetta en við viljum að fólk
taki sér tíma í að velja sér ilm,“
segir Lísa um stefnu verslunar-
innar.
Madison er verslun fyrir alla,
og þótt vörurnar sem þar fást séu
framleiddar af listrænum metnaði
og oft í mjög takmörkuðu magni
þýðir það ekki að þær séu dýrari
en fjöldaframleidd ilmvötn.
Í versluninni verða vörur frá
fjölmörgum framleiðendum frá
öllum heimshornum. Auk ilm-
vatna verður úrval af snyrti-
vörum, kremi og öðrum húð-
vörum sem framleiddar eru
samkvæmt sömu hugmyndafræði
og ilmvötnin. Þá verður einn-
ig snyrtistofa í versluninni. „Við
bjóðum upp á fágaða þjónustu og
viljum að fólk taki tíma í að finna
þann ilm sem hentar sér. Það er
svo mikið um að fólk taki bara það
sem hendi er næst, þar sem ilm-
vötn eru seld og viljum við breyta
því og gera meira úr ilmvatnsupp-
lifuninni.“
gunnarleo@frettabladid.is
? Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega
á erfitt með að trúa að sé til og
það er sæðisofnæmi. Kærasta
mín segist vera með það. Ég má
bara helst ekki fá það inni í henni
því hún segir að sig svíði og það
sé vont. Ég hef prófað að nota
smokkinn og þá finnur hún ekki
til, ekki heldur ef ég tek hann út
áður, en mér finnst þetta samt
svolítið sérstakt og hef aldrei
lent í þessu áður eða heyrt af
þessu. Því spyr ég hvort þetta sé
í alvöru til og er hægt að lækna
þetta?
● ● ●
SVAR Já, þetta er til og er rétt hjá
kærustu þinni, hún getur verið
með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil
ég byrja á því að taka það fram
að ég er ekki læknir og ávallt er
best að leita til læknis með kvilla
sem herja á líkamann. Einkenni
sæðisofnæmis eru oftast stað-
bundin við skapabarma og/eða
leggöng og líkjast einkennum
sveppasýkingar (kláði, brunatil-
finning og sviði). Þau koma oftast
fram fimm til þrjátíu mínútum
eftir samfarir með sáðláti.
Þetta er talið frekar sjaldgæft
og á það til að vera misgreint sem
eitthvað annað, til dæmis sveppa-
sýking. Til að greina sæðis-
ofnæmi rétt er mælt með því að
kanna hvort einkennin birtist
þegar samfarir eru stundaðar
með smokk og/eða þegar engar
samfarir eru hafðar með typpi.
Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu
engin einkenni að birtast, eins og
þið hafið nú þegar komist að.
Það er talið að helmingur
kvenna með sæðisofnæmi sé
einnig með annað ofnæmi.
Ofnæmið hrjáir oftast konur
milli tvítugs og þrítugs og getur
verið einstaklingsbundið (það er
tengt einum manni) eða öllu sæði.
Algengasta lækningin er að nota
smokk. Ef það hentar ykkur ekki
þá er til önnur lausn, kerfisbund-
in ónæming. Þar er smá útþynnt-
um skömmtum af sæði manns-
ins sprautað í líkama konunnar.
Til að byrja með látið þið smá
skammta af sæði með reglulegu
millibili inn í leggöng og svo
smám saman stækka skammt-
arnir. Þá á einnig að vera gott að
stunda reglulega kynlíf (daglega
eða annan hvern dag) án smokks
til að byggja upp þol gegn sæð-
inu. Hafðu samt á bak við eyrað
að þið þurfið bæði að vera til í
þessa leið gegn ofnæminu og það
getur verið vandasamt að stýra
magni sæðis hverju sinni. Sumar
konur virðast einfaldlega bara
„læknast“ af ofnæminu, eins og
það bara hverfi með aldrinum
á meðan það virðist versna hjá
öðrum. Sumir læknar segja að
það sé gott að hafa ofnæmislyf
við höndina og fá sér eina töflu
fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar
henta ykkur ekki þá er spurning
að hafa samband við ofnæmissér-
fræðing. Gangi ykkur vel.
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Ofnæmi fyrir sæði
einkennist af sviða
SÆÐISOFNÆMI Einkenni sæðis-
ofnæmis eru oftast staðbundin við
skapabarma og/eða leggöng og líkjast
einkennum sveppasýkingar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ný ilmvatns-
menning
Madison Ilmhús er ný ilmvatnsverslun. Eigandi
verslunarinnar, Lísa Ólafsdóttir, býður upp á alls kyns
ilm og lítur á vörurnar sem listaverk sem fj árfesta á í.
ALLS KYNS ILMUR Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilmhúss, boðar nýja ilmvatnsmenningu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Artistic perfumes eru gæða-
ilmvötn frá framleiðendum
sem eiga það sameiginlegt að
telja að ilmvatnsgerð sé list-
grein og að ilmvatnsmeistarinn
sé listamaður sem á að fá að
tjá sig.
Þróunin á iðnaðarilmvörum
hefur verið að búa til ilm sem
fellur sem flestum í geð og eru
vörurnar seldar í umhverfi þar
sem áreitið er mikið, því er
ilmurinn hannaður þannig
að hann á að grípa
kaupandann strax við
fyrstu prufu.
● Officina Profumo– Farmaceutica di Santa Maria Novella: Stofnað í Flórens
árið 1221 af munkum í reglu dóminíkana sem gerðu jurtaseyði til notkunar
í klaustri sínu. Margir telja sítrusilm sem munkarnir gerðu fyrir Katrínu de
Medici á sextándu öld vera elsta kölnarvatn heims.
● Clive Christian: Dæmi um klassíska ilmvatnsframleiðslu eins og hún gerist
best. Ekkert er til sparað við að framleiða ilm með dýpt og persónuleika.
Fyrirtækið var á öldum áður hirðilmframleiðandi bresku konungsfjölskyld-
unnar.
● Blood Concept:
Framsæknir og allt að
því pönkaðir nútíma
ilmvatnsgerðar-
menn sem nálgast
framleiðsluna sem
listamenn. Skapandi
og ögrandi.
ILMVÖTNIN Í MADISON EIGA SÍNA SÖGU
Orthorexia nervosa, eða réttfæðis-
árátta, er sjúkdómsheiti sem sér-
fræðingar nota í auknum mæli í
tengslum við fólk sem er heltekið
þörf fyrir að borða rétt. Einstak-
lingar með réttfæðis áráttu eiga
það flestir sameiginlegt að forð-
ast öll aukaefni í matvælum, svo-
kölluð E-efni, eins og heitan eld.
Einstaklingarnir forðast einnig
öll verksmiðjuframleidd matvæli,
sykur, fitu, kolvetni, allan eldaðan
mat, kjöt, mjólkurvörur eða allt úr
dýraríkinu. Einkenni sjúkdómsins
er að einstaklingurinn hefur ekki
stórkostlegar áhyggjur af líkams-
þyngdinni og er ekki í megrun.
Matarreglurnar einkennast af
gæðum matarins frekar en magni.
Að borða mat sem er „hreinn“ og
„náttúrulegur“ skiptir mestu máli.
Annað einkenni sjúkdómsins er
þráhyggja. Brjóti þeir reglurnar
og fái sér kókglas refsa þeir sér
gjarnan með því að fasta eða fara
á hreinsikúra.
Hafa ber í huga að það er vel
hægt að vera heilsumiðaður án
þess að vera haldinn sjúkdómn-
um.
Sleppa öllum auka-
efnum í matvælum
Einstaklingar með réttfæðisáráttu eru helteknir af
þörfi nni á að borða rétt og sleppa öllum aukaefnum.
BORÐA HREINA FÆÐU Sérfæðisárátta er hugtak sem sérfræðingar nota um fólk
sem forðast öll aukaefni í matvælum. Einkenni sjúkdómsins er þráhyggja fyrir því
að borða „rétt“ og „hreint“ fæði. NORDICPHOTOS/GETTY
MUNURINN Á ARTISTIC PERFUMES OG IÐNAÐARILMVÖTNUM