Fréttablaðið - 19.10.2013, Page 6

Fréttablaðið - 19.10.2013, Page 6
19. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 UMHVERFISMÁL Stefnt er að því að innan þriggja áratuga verði notk- un kvikasilfurs að mestu hætt í iðnframleiðslu. Samkvæmt nýjum alþjóðasamn- ingi, sem bíður staðfestingar, verður að mestu óheimilt að nota kvikasilfur í rafhlöður, málningu, snyrtivörur og jafnvel ljósaperur, nema í takmörkuðu magni þar sem önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Achim Steiner, yfirmaður Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að samningurinn marki tímamót í náttúruvernd, því kvikasilfur sem sleppur út í umhverfið safnist fyrir í fiski og berist þaðan upp fæðukeðjuna. Samningurinn var samþykktur á alþjóðaráðstefnu í Japan í síð- ustu viku. Yfir 90 ríki hafa þegar skrifað undir, en tugir ríkja hafa þó ekki enn gert upp hug sinn. Bæði Evrópusambandið og Kína samþykktu samninginn, en Ind- land og Rússland ekki. Bandaríkin ætluðu sér að skrifa undir en gátu það ekki vegna heimatilbúins fjár- sveltis þarlendra stjórnvalda. Úr þeim vanda hefur nú verið bætt og má búast við undirritun Banda- ríkjanna fljótlega. - gb Nýr alþjóðasamningur um notkun kvikasilfurs bíður staðfestingar: Kvikasilfri úthýst að mestu DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 22 ára gömlum Reykvíkingi fyrir að stinga tvítugan mann tvívegis í lærið með hnífi við Mjódd- ina í Breiðholti 1. ágúst í fyrra. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa skömmu síðar lagt til annars ungs manns þannig að hnífurinn straukst við maga hans. Hinn ákærði mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þegar ákæran var þingfest og neitaði sök. Sá sem fékk stunguna í lærið krefur hinn ákærða um 800 þúsund krónur í bætur. Ríkissaksóknari gerir jafnframt kröfu um að hnífur sem lögregla lagði hald á verði gerður upp- tækur. Hann er af gerðinni Leatherman Wave. - sh Ákærður fyrir að hafa stungið mann tvisvar í lærið með Leatherman Wave: Neitar hnífsstungu í Mjóddinni Á RÁÐSTEFNUNNI Í JAPAN Nobuteru Ishihara frá Japan, Doris Leuthard frá Sviss og Achim Steiner frá Sameinuðu þjóðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á VETTVANGI Fréttablaðið birti þessa mynd af vettvangi í fyrra. Þar má sjá nærstadda stumra yfir hinum stungna. Smáskipanámskeið Skemmtibátanámskeið Bóklegt námskeið á skemmtibáta styttri en 24 m. Kennt í fjarnámi. Tími: 21. október – 30. nóvember 2013. Námskeiðið veitir atvinnuréttindi á 12 m skip og styttri. Kennt í fjarnámi auk einnar innilotu í enda námskeiðs. Tími: 21. október – 30. nóvember 2013. Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9602 www.tskoli.is/namskeid | endurmenntun@tskoli.is www.tskoli.is Save the Children á Íslandi VIÐSKIPTI „Mér finnst þetta mjög sláandi dæmi og það sýnir vel hversu vondur skattur auðlegðar- skatturinn er,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, spurð út í við- brögð hennar við sögu Friðriks Skúlasonar, fyrrverandi eiganda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik sagði í viðtali við Frétta- blaðið á miðvikudag að auðlegð- arskattur stjórnvalda væri aðal- ástæðan fyrir því að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt úr landi. Þar gerði Friðrik grein fyrir því hvernig hann og eiginkona hans þurftu að selja fyrirtækið vegna þess að þau vildu ekki nota arð úr fyrirtækinu til að greiða skatt- inn, heldur nota hann til að byggja fyrir tækið upp. „Mér finnst sárt að sjá á eftir svona fyrirtækjum til útlanda og því er það mikilvægt að auðlegð- arskatturinn verður ekki fram- lengdur á næsta ári,“ segir Ragn- heiður. Salan á Frisk Software er ein- ungis eitt af mörgum dæmum um tækni- og hugverkafyrirtæki sem hafa annaðhvort flutt höfuðstöðv- ar sínar til útlanda á undanförn- um árum eða verið seld. Gjaldeyrishöftin eru oft sögð vera ein aðalástæðan fyrir þeirri þróun því innan þeirra eiga þesssi fyrirtæki erfiðara með að nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa. „Gjaldeyrishöftin eru stóra ein- staka vandamálið. Fjármálaráð- herra vinnur nú að því að finna leiðir til að komast undan þeim en á meðan þurfum við að aðstoða fyrirtækin við að starfa innan haftanna. Það er aftur á móti snúið viðfangsefni því við viljum ekki gera kerfið þannig að það verði svo gott að starfa innan haftanna að hvatinn til að losna við þau hverfi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort ríkisstjórnin sé að vinna að öðrum leiðum til að bæta rekstrarumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja segir Ragn- heiður að unnið sé að úrbótum á almennu við- skiptaumhverfi fyrirtækja og þá einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin gagnrýna að regluverkið hér sé of flókið og tímafrekt. Við í mínu ráðuneyti erum markvisst að fara yfir allt regluverk sem undir okkur heyrir, með það að markmiði að einfalda það og draga úr kostnaði og tíma.“ Ragnheiður nefnir einnig breyt- ingar á skattkerfinu sem leið í átt að bættu rekstrarumhverfi. „Ég trúi því staðfast að ein- falt skattkerfi og hóflegir skattar séu betur til þess fallnir að skila tekjum inn í ríkissjóð og tryggja efnahagslegar framfarir. Báðir stjórnarflokkarnir deila þeirri skoðun. Þó þetta séu lítil skref eru þau mikilvæg í því að snúa skipinu við.“ haraldur@frettabladid.is Unnið að einfaldara viðskiptaumhverfi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir stjórnarflokkana vinna að leiðum til að sporna við flótta tækni- og hugverkafyrirtækja úr landi. Á meðal þeirra er einföldun á regluverki. Hún segir mikilvægt að auðlegðarskatturinn verði ekki framlengdur. FUNDAÐ Fulltrúar margra tækni- og hugverkafyrirtækja voru samankomnir á Startup Reykjavík í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAGNHEIÐUR E. ÁRNADÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.