Fréttablaðið - 19.10.2013, Qupperneq 52
| ATVINNA |
Starfskraftur í hlutastarf
Lögmannsstofa, sem starfar á sviði hugverkaréttar
(einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl.), óskar eftir að ráða
starfskraft í hlutastarf við skráningar og umsýslu mála.
Menntun og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Háskólamenntun
æskileg.
- Þekking og/eða reynsla af hugverkarétti kostur.
- Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Færni í mannlegum samskiptum.
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið
hugverkarettur@gmail.com fyrir 26. október 2013.
Rafvörumarkaðurinn - Við Fellsmúla - 108 Reykjavík
Lágvöruverslun með rafmagnsvörur
Rafvörumarkaðurinn óskar eftir að ráða
starfsmann til almennra verslunarstarfa.
Vinnutíminn er frá 09:00 til 18:00 virka daga, og
ein helgi í hverjum mánuði. Um framtíðarstarf er
að ræða. Leitum að heiðarlegum aðila með ríka
þjónustulund. Æskilegt er að starfsmaðurinn sé
með reynslu af verslunarstörfum og sé reyklaus.
Upplýsingar sendist á rvm@rvm.is fyrir 25. október.
Verslunarstarf
AKADEMÍSK STAÐA
Í SÁLFRÆÐI
sem jafnframt er forstöðumannsstaða meistaranáms
www.hr.is
Háskólinn í Reykjavík leitar að akademískum starfsmanni í fullt starf sem mun jafnframt veita nýju
meistaranámi í klínískri sálfræði forstöðu.
• Umsækjendur skulu hafa doktorspróf í sálfræði, helst á sviði klínískrar sálfræði, og hafa reynslu af
háskólakennslu. Umsækjendur skulu þar að auki vera virkir rannsakendur og hafa birt fræðigreinar
á ritrýndum vettvangi. Þeir skulu einnig hafa starfsreynslu í hagnýtingu sálfræðinnar. Æskilegt er
að sá sem verður ráðinn uppfylli kröfur um hæfi til að gegna dósents- eða prófessorsstöðu að
loknu formlegu matsferli.
• Leitað er að leiðtoga sem getur þróað það framúrskarandi rannsóknar- og kennslustarf sem unnið
er á sálfræðisviði HR. Starfið veitir tækifæri til þess að hafa áhrif á framtíð klínískrar sálfræði á
Íslandi sem starfsmaður háskóla með nýsköpun og frumkvöðlastarf að leiðarljósi.
• Forstöðumaður meistaranáms í sálfræði ber ábyrgð á rekstri námsbrautarinnar og er meðlimur
gæðaráðs, námsstjórnar og ráðgjafarnefndar. Jafnframt mun viðkomandi sinna kennslu, aðallega í
meistaranámi, sinna rannsóknum og leiðbeina nemendum í rannsóknarverkefnum.
• Frekari upplýsingar um sálfræðisvið HR má finna á hr.is/salfraedi og hr.is/salfraedi/msc. Þar að auki
svara dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður grunnnáms í sálfræði (bryndis@ru.is), og Jack
James, prófessor við sálfræðisvið (jack@ru.is), fyrirspurnum um stöðuna.
Umsóknum skal skilað til Háskólans í Reykjavík á vefnum ru.is/lausstorf. Með umsókn skal fylgja
ferilskrá, skrá yfir birt rannsóknarverk, lýsing á rannsóknarsviði einstaklings og framtíðarsýn í
rannsóknum, upplýsingar um kennsluferil og um þrjá aðila sem veitt geta meðmæli. Eintak af allt
að þremur áhrifamestu ritrýndum birtingum um sækjanda má einnig fylgja með.
Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember 2013. Áætlað er að nýtt meistaranám í sálfræði
hefjist haustið 2014 og mun því nýr forstöðumaður námsins þurfa að hefja störf með góðum
fyrirvara.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir
einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Kennsla og rannsóknir við
Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika,
alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur háskólans eru um 3400 og starfa um 230 fastir
starfsmenn við skólann auk fjölda stundakennara.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200
19. október 2013 LAUGARDAGUR2