Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2013, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 19.10.2013, Qupperneq 86
19. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 50 Ekki fengið neitt bréf um að hætta að ögra Mánasteinn, nýjasta skáldsaga Sjóns, kemur út á þriðjudaginn. Sagan lýsir bæjarlífinu í Reykjavík árið 1918 þegar Kötlugos og spænska veikin umturna lífi bæjarbúa. Söguhetjan er sextán ára drengur, Máni Steinn, sem lifir á jaðri samfélagsins af ýmsum ástæðum en sækir sér andlega næringu í bíó. Ég mæli mér mót við Sjón í miðbænum, sögusviði bókarinnar. voru uppi snemma á síðustu öld. Ég færi þær auðvitað í stílinn en þeir sem þekkja sögu samkynhneigðra sjá þarna kannski einhverja þræði sem þeir kannast við. Fyrir mér var það þó ekki aðalmálið heldur að skoða persónu sem samkyn- hneigðin hefur ýtt út á jaðarinn og hvernig sú persóna bregst við þegar samfélagið síðan hrynur og molnar og verður fyrir því mikla áfalli sem spænska veikin er. Það er fyrst þegar plágan skellur á sem hann upplifir samhljóm við ytri veruleikann og það fannst mér spennandi að skoða.“ Að eiga samtöl við sjálfan sig Flestar bækurnar þínar fjalla um eitthvað sem gerðist fyrr á öldum. Hver er skýringin á því? „Ég hef mjög gaman af því að takast á við hugmyndir og fyrri tímar finnst mér gefa mér tækifæri til að skoða hvaðan við komum. Á þann hátt finnst mér allar þessar bækur sem gerast á fyrri tímum vera um okkur eins og við erum í dag. Við getum speglað okkur í fortíð- inni og átt samtal við okkur sjálf í gegnum sögu liðinnar tíðar og persónur sem lifðu þá. Ég er líka mikill grúskari og hef ódrepandi áhuga á fyrri tíð og mjög gaman af að takast á við bæði hugmyndir og tungumál liðins tíma.“ Sögupersónur þínar eru oftast menn sem eru á einhvern hátt á jaðri samfélagsins, samsamarðu þig þeim? „Það er eitt af elstu brögðum frásagnarlistarinnar að skoða samfélagið í gegnum við- brögð þess við manneskjum sem á einhvern hátt setja spurningar- merki við gildandi veruleika og sýn á samfélagið. Auðvitað er þetta fólk allt saman einhvers konar myndir af manni sjálfum, ég held að það sé mjög algengt að höfundar eigi samtöl við sjálfa sig í gegnum persónur sínar. Ég er sjálfur dálítið gjarn á að vera með ákveðna sérvisku og fá alls kyns dellur og yfirleitt er allt þetta fólk sem ég skrifa um með ein- hverjar dellur og hefur komið sér upp heimasmíðaðri heimspeki og heimsmynd.“ Hvernig lendir uppreisnargjarn súrrealisti sem gefur frat í allt sem á undan er komið í bókmennt- unum í því að fara að grúska í aldagömlum fræðum? „Um leið og hinn ungi súrrealisti vill sprengja upp ríkjandi veruleika leitast hann líka við að endurskilgreina hvað er einhvers virði í sögunni og skapa sitt eigið ættartré í sögu þjóðar og menningar. Ég heyrði um dag- inn fyrir tilviljun gamalt viðtal við mig á RÚV, tekið þegar ég var átján ára, og þar segi ég fullum fetum að ein af ástæðunum fyrir því að ég sé heillaður af súrreal- isma sé tengsl hans og þjóðsagna. Mér krossbrá þegar ég heyrði þetta því ég hélt að ég hefði ekki komist að þessum tengslum fyrr en miklu seinna og ekki farið að vinna með þau fyrr en í Skugga- Baldri.“ Enn að ögra kanónunni Hér fer skáldið á flug og samtal- ið tekur hliðarstökk þar sem Sjón segir mér frá ást sinni á þjóðsög- um og grísk/rómverskri goða- fræði, ást sem kviknaði þegar hann var átta ára. Hann fullyrðir að þjóðsögur séu engar fantasíur heldur lýsingar á átökum fólks við raunverulegar óvættir í lífi sínu og klykkir út með því að benda mér á að meira að segja pönkið eigi sér rætur í þjóðararfinum, það sé þjóðlagamúsík borgarinnar. Tíminn flýgur og ég tek mér tak til að stýra viðtalinu aftur á „rétta braut“. Gríp fram í fyrir skáld- inu þegar það útskýrir fyrir mér uppreisn súrrealismans gegn bók- menntakanónunni og bauna því á hann að nú sé svo komið að hann sjálfur sé orðinn hluti af þeirri kanónu. Getur hann þá haldið áfram að vera í uppreisn gegn henni? „Já, já, ég get það alveg,“ segir hann og glottir. „Ég hef ekki fengið neitt bréf um það að ég eigi að hætta því, þannig að ég held maður haldi bara áfram að vera það sem maður er. Hluti af starfi manns sem höfundar er að takast á við viðfangsefni sem eru á ein- hvern hátt ögrandi og krefjast ein- hvers nýs af manni. Og í þessari sögu finnst mér ég vera að takast á við hluti sem ég átti eftir að tak- ast á við. Ég hef til dæmis aldrei áður skrifað bók um sextán ára ungling og það var nýtt fyrir mér að fara þangað og reyna að muna hvernig það var, á hvaða orku maður gengur þegar maður er sextán ára og er að vakna og byrja að spyrja sig spurninga um hvort samfélagið sé nú akkúrat eins og það eigi að vera. Varðandi kanón- una get ég ekkert að því gert þótt einhverjar af bókunum mínum hafi gengið vel og njóti virðingar. Þykir auðvitað bara vænt um það en reyni á sama tíma að endurtaka mig ekki, ögra sjálfum mér og finna nýjar leiðir til að skrifa um eitthvað sem varpar fram nýjum spurningum, ögrar og er í ákveð- inni uppreisn.“ Talandi um ögrun, ég minn- ist þessi ekki að hafa lesið eins berorðar lýsingar á kynlífi tveggja karlmanna í íslenskri skáldsögu, er það hluti af ögruninni? „Alls ekki. Það var bara nauðsynlegt til að gera Mána Stein raunverulegan svo við áttuðum okkur á því hver hann væri og hvað hann væri að gera. Mér fannst bara alveg sjálf- sagt að hafa það uppi á yfirborðinu eins og annað sem hann gerir. Það var ekki fyrr en ég var búinn að skrifa þetta sem ég áttaði mig á að þetta er ekkert algengt viðfangs- efni í íslenskum bókmenntum og tími til kominn að þessi persóna stígi fram og sé til á allan þann hátt sem hún er til – í hugsun um sínum og líkamlegum gjörðum.“ Hið óþjóðlega afl Spurður hvort bókin sé andóf gegn því bakslagi sem komið er í umræðuna um samkynhneigð segir Sjón svo ekki vera, sé hún andóf gegn einhverju sé það miklu frekar þeirri þjóðrembu og ein- angrunarstefnu sem farin sé að breiðast út. „Það er engin tilviljun að ég vel mér þennan tímaramma í bókinni, þessar vikur frá því Katla byrjar að gjósa 12. október 1918 og fram yfir fullveldishátíð- ina við stjórnarráðið þann 1. des- ember. Ég vel þennan tíma mark- visst vegna þess að þarna fæðist það Ísland sem við búum í í dag. Verður fullvalda ríki í ríkjasam- bandi við Danmörku og við tökum fyrstu skrefin í átt að lýðveldinu. Þannig að drengurinn er líka að hreyfa sig inni í því umhverfi og er í rauninni hið óþjóðlega afl, enda fer hann yfir öll mörk 1. des- ember 1918 og á ekki afturkvæmt inn í samfélagið. Þú talaðir um áðan hvað ég lýsti Reykjavík sem mikilli heimsborg árið 1918 og að vissu leyti var hún það, mikill fjöldi skemmtiferðaskipa kom hér við, hér bjuggu nokkrir umboðs- menn erlendra skipafélaga, kvik- myndahúsin hef ég talað um en hér voru líka mýmörg kaffihús og gildaskálar og yfirbragð þessa litla bæjar ótrúlega „cosmopolit- an“. Með fullveldinu fór þjóðernis- kenndin að vaxa og um leið and- úðin á öllu sem erlent var með þeim afleiðingum að þjóðinni var kippt aftur í tímann og þessi blær hvarf að mestu áratugum saman. Þú getur svo giskað á hvers vegna mér er það hugleikið akkúrat núna.“ Sjón situr við glugga á Hótel Borg og horfir fjar-rænn út á Austurvöll-inn. Kannski sér hann fyrir sér miðbæ Reykja-víkur árið 1918 sem hann endur skapar svo frábærlega í Mánasteini. Þar lítur út fyrir að Reykjavík hafi verið hin mesta heimsborg á þeim tíma. Var það svo? „Hún var allavega nógu mikil heimsborg til þess að hér væru rekin tvö bíó og á þessu harðinda- ári voru fluttar inn níutíu kvik- myndir, þannig að það var frum- sýnd ný kvikmynd þriðja hvern dag í Reykjavík árið 1918. Það var gluggi út í hinn stóra heim þótt bærinn væri auðvitað pínulítill og ekki nema fimmtán þúsund íbúar.“ Alinn upp af Bowie Aðalpersónan, Máni Steinn, er sextán ára samkynhneigður dreng- ur. Hvernig kviknaði hugmynd að þessari sögupersónu? „Í þessari bók kemur saman ýmislegt sem ég er búinn að velta fyrir mér í að minnsta kosti tuttugu ár. Eitt af því sem ég hef verið vakandi fyrir alveg frá því að ég var ung- lingur er staða samkynhneigðra. Það er dálítið skrítið hvað það er sem mótar mann en ég er af kyn- slóðinni sem meðal annars var alin upp menningarlega af David Bowie. Hann stillti upp ákveðnum spurningum fyrir unglinga bara með framkomu sinni og útliti. Það víkkaði sjóndeildarhring manns og maður áttaði sig á því að litrófið í kynhneigð er miklu stærra og merkilegra en maður var alinn upp við. Á þessum tíma var líka mikið af því sem ég var að lesa erlendar jaðarbókmenntir og hluti af þeirri senu voru bókmenntir eftir sam- kynhneigða höfunda, eins og William Burroughs og Jean Genet. Meðfram Bowie og nýbylgjunni og súrrealismanum las maður þessa höfunda sem voru auðvitað ögrandi og stilltu manni upp and- spænis þessum heimi sem maður vissi varla að væri til. Þannig fékk ég áhuga á sögu samkynhneigðra, hef kynnt mér hana og finnst skipta máli að virða hana og koma henni til skila.“ En hvað um Mána Stein? „Hann er bara ungur drengur sem er mjög sáttur við sjálfan sig. Hann lifir auðvitað í rökkurheimi þar sem hann er að selja sig og eiga leynistundir með karlmönnum, en fyrst og fremst er hann bara sáttur við sig sem kannski kemur til af því að hann er í utangarðsstöðu alveg frá því að hann er barn og samkynhneigðin eykur ekkert á þá upplifun.“ Og hann er alveg hugarfóstur þitt? „Þannig séð er hann það en þræðir í sögu hans byggja á raun- verulegum sögum af mönnum sem Á þann hátt finnst mér allar þessar bækur sem gerast á fyrri tímum vera um okkur eins og við erum í dag. Við getum speglað okkur í fortíðinni og átt samtal við okkur sjálf í gegnum sögu liðinnar tíðar og persónur sem lifðu þá. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is SJÓN „Auðvitað er þetta fólk allt saman einhvers konar myndir af manni sjálfum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Lifandi og aðgengileg umfjöllun um ástir Íslendinga að fornu – um rétt þeirra til að elska, makaval, hjónaskilnaði, frillulíf og ást á eigin kyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.