Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 53

Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 53
FIMMTUDAGUR 24. október 2013 | MENNING | 41 ➜ Pablo Francisco er þekktur fyrir frá- bærar eftirhermur af mönnum eins og til dæmis Arnold Schwarzenegger og Jackie Chan. Einnig af Don LaFontaine, sem er þekktastur sem rödd kvik- myndatreileranna, svo dæmi séu tekin. Hljómsveitin Ultra-Mega Techno- bandið Stefán stendur fyrir sérstöku forhlustunarpartíi á skemmtistaðnum Harlem í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar sem heitir !, verður spiluð klukkan 21.00 í hátalarakerfi hússins og er frítt inn í partíið. „Á ! notumst við nær eingöngu við lifandi hljóðfæraupptökur en fyrsta platan okkar var nær eingöngu gerð úr forritavinnslu úr lúppum, töktum og elektrón- ískum, stafrænum verkfærum,“ segir Vignir Rafn Hilmarsson, meðlimur sveitarinnar. Þá eru gestir hvattir til þess að koma með ananas eða í gulum klæðum sem minna á ananas en frítt Thule-léttöl verður í boði á meðan birgðir endast. ! er önnur plata sveitarinnar sem fylgir eftir plötunni Circus sem kom út fyrir fimm árum. - glp UMTBS með hlustunarpartí FORHLUSTUN Í KVÖLD Ultra-Mega Technobandið Stefán stendur fyrir hlustunarpartíi á Harlem í kvöld. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON „Hann er að koma hingað til lands í fjórða sinn en hann er með glænýja sýningu,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Skapandi viðburða, sem stend- ur á bak við uppistandssýningu Pablos Francisco í Hörpu í kvöld. Með Francisco í för er uppi- standarinn Sean Savoy, en sá kom einnig með honum hingað til lands árið 2010. „Sean Savoy kom heldur betur á óvart og stal senunni,“ bætir Kristinn við. Þeir félagar ætla koma fram með nýtt efni í kvöld. Pablo Francisco hefur í mörg ár verið einn þekktasti og virt- asti uppistandari heimsins og hefur, eins og fyrr segir, fjórum sinnum komið fram hér á landi. Spurður út í kröfulista uppi- standarans segir Kristinn: „Hann er nú ekki með neinn svakalegan kröfulista, síðast vildi hann bara fá sterkan ítalskan Subway, kók, kaffi og aðra eðlilega hluti en engin bleik handklæði.“ Francisco ætlar að stoppa á Íslandi í nokkra daga, en hann er mjög hrifinn af landi og þjóð. „Hann stoppar lengur núna en síðast, fer í Bláa lónið og svo eru miklar líkur á því að hann kíki í bæinn um helgina,“ bætir Krist- inn við. Francisco á aðdáendahóp í Færeyjum og kemur sá hópur sérstaklega til landsins til að sjá uppistandarann. Kristinn segir það vera mjög gaman að standa í þessum inn- flutningi og telur að uppistand- ið ætti að geta gefið fólki ágætis skammt af gleðiefni fyrir vetur- inn. - glp Einn þekktasti uppistandari heims skemmtir í Hörpu Uppistandarinn Pablo Francisco skemmtir í Hörpu í kvöld en hann mun dvelja hér á landi í nokkra daga. Er einn sá vinsælasti í dag. FLYTUR INN PABLO Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Skapandi viðburða, lofar mikilli skemmtun í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Tæplega níu þúsund manns höfðu í gær séð nýtt textamyndband sem popparinn Steinar sendi frá sér síðastliðinn föstudag við lagið Up. Það verður að finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur út í nóvember hjá Senu. Textamyndbönd sem þessi hafa verið vinsæl að undanförnu. Til að mynda er stutt síðan Sir Paul McCartney, Bítillinn fyrrver- andi, gaf út textamyndband við lagið New. Steinar er átján ára og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands. Up hefur verið spilað á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins upp á síðkastið. Lagið, rétt eins og platan, var unnið í samstarfi við upptökuteymið Redd Lights. Níu þúsund séð myndband STEINAR Fyrsta plata popparans kemur út í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.