Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 53
FIMMTUDAGUR 24. október 2013 | MENNING | 41 ➜ Pablo Francisco er þekktur fyrir frá- bærar eftirhermur af mönnum eins og til dæmis Arnold Schwarzenegger og Jackie Chan. Einnig af Don LaFontaine, sem er þekktastur sem rödd kvik- myndatreileranna, svo dæmi séu tekin. Hljómsveitin Ultra-Mega Techno- bandið Stefán stendur fyrir sérstöku forhlustunarpartíi á skemmtistaðnum Harlem í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar sem heitir !, verður spiluð klukkan 21.00 í hátalarakerfi hússins og er frítt inn í partíið. „Á ! notumst við nær eingöngu við lifandi hljóðfæraupptökur en fyrsta platan okkar var nær eingöngu gerð úr forritavinnslu úr lúppum, töktum og elektrón- ískum, stafrænum verkfærum,“ segir Vignir Rafn Hilmarsson, meðlimur sveitarinnar. Þá eru gestir hvattir til þess að koma með ananas eða í gulum klæðum sem minna á ananas en frítt Thule-léttöl verður í boði á meðan birgðir endast. ! er önnur plata sveitarinnar sem fylgir eftir plötunni Circus sem kom út fyrir fimm árum. - glp UMTBS með hlustunarpartí FORHLUSTUN Í KVÖLD Ultra-Mega Technobandið Stefán stendur fyrir hlustunarpartíi á Harlem í kvöld. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON „Hann er að koma hingað til lands í fjórða sinn en hann er með glænýja sýningu,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Skapandi viðburða, sem stend- ur á bak við uppistandssýningu Pablos Francisco í Hörpu í kvöld. Með Francisco í för er uppi- standarinn Sean Savoy, en sá kom einnig með honum hingað til lands árið 2010. „Sean Savoy kom heldur betur á óvart og stal senunni,“ bætir Kristinn við. Þeir félagar ætla koma fram með nýtt efni í kvöld. Pablo Francisco hefur í mörg ár verið einn þekktasti og virt- asti uppistandari heimsins og hefur, eins og fyrr segir, fjórum sinnum komið fram hér á landi. Spurður út í kröfulista uppi- standarans segir Kristinn: „Hann er nú ekki með neinn svakalegan kröfulista, síðast vildi hann bara fá sterkan ítalskan Subway, kók, kaffi og aðra eðlilega hluti en engin bleik handklæði.“ Francisco ætlar að stoppa á Íslandi í nokkra daga, en hann er mjög hrifinn af landi og þjóð. „Hann stoppar lengur núna en síðast, fer í Bláa lónið og svo eru miklar líkur á því að hann kíki í bæinn um helgina,“ bætir Krist- inn við. Francisco á aðdáendahóp í Færeyjum og kemur sá hópur sérstaklega til landsins til að sjá uppistandarann. Kristinn segir það vera mjög gaman að standa í þessum inn- flutningi og telur að uppistand- ið ætti að geta gefið fólki ágætis skammt af gleðiefni fyrir vetur- inn. - glp Einn þekktasti uppistandari heims skemmtir í Hörpu Uppistandarinn Pablo Francisco skemmtir í Hörpu í kvöld en hann mun dvelja hér á landi í nokkra daga. Er einn sá vinsælasti í dag. FLYTUR INN PABLO Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Skapandi viðburða, lofar mikilli skemmtun í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Tæplega níu þúsund manns höfðu í gær séð nýtt textamyndband sem popparinn Steinar sendi frá sér síðastliðinn föstudag við lagið Up. Það verður að finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur út í nóvember hjá Senu. Textamyndbönd sem þessi hafa verið vinsæl að undanförnu. Til að mynda er stutt síðan Sir Paul McCartney, Bítillinn fyrrver- andi, gaf út textamyndband við lagið New. Steinar er átján ára og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands. Up hefur verið spilað á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins upp á síðkastið. Lagið, rétt eins og platan, var unnið í samstarfi við upptökuteymið Redd Lights. Níu þúsund séð myndband STEINAR Fyrsta plata popparans kemur út í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.