Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 2

Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 2
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 MENNING Náttúruminjasafn Íslands efnir til sérstakrar rannsóknar til að varpa ljósi á endurtekna fundi rostungs- og hvalabeina í fjörunni í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Undir- liggjandi er kenning um að frægir taflmenn, skornir úr rostungstönn- um, eigi sér íslenskan uppruna. Hilmar J. Malmquist, forstöðu- maður Náttúruminjasafnsins, vísar til þess hversu sérstakt það er að þrjár hauskúpur rostunga fundust með skömmu millibili í fjörunni í landi Barðastaða í Stað- arsveit. Um einstakan fund sé í raun að ræða, en Náttúruminja- safnið fékk í gær eina af hauskúp- unum þremur að gjöf. Hilmar segir að gjöfin gefi inn- sýn í það sem kemur til greina á sýningu safnsins í framtíðinni. Í gagnagrunni eru upplýsingar um rúmlega 50 beinafundi rostunga, og er elsta sýnið frá 1884. „Það stendur til að fara í aldursgrein- ingu á stórum hluta þessara beina. Það mun bregða nýju ljósi á þessa fundi og komur þessara stóru og áhugaverðu dýra í gegnum aldirn- ar,“ segir Hilmar. Fréttablaðið sagði frá beina- fundinum í mars, en það var Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann hausana þrjá og stakar rost- ungstennur í fjörunni við sumar- hús sitt í apríl 2008. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Örn frá því að hann hefði sóst eftir því að grip- irnir væru rannsakaðir sem ekki skilaði árangri á þeim tíma. „Þetta er mjög athyglisvert, þ.e. margir fundir af þessum toga á sama stað,“ segir Hilmar og bætir við að þetta vilji safnið láta kanna betur. „Því verður efnt til rann- sóknar undir forystu Náttúru- minjasafnsins með það fyrir augum að reyna að varpa ljósi á til- urð þessara sjávarspendýrabeina og forsögu. Aldur beinanna verður m.a. ákvarðaður með C-14 aldurs- greiningu, jarðfræði fundarstaðar- ins rannsökuð, spáð í strandgrunn og hafstrauma og kafað í sögulegar heimildir.“ Ráðgert er að rannsóknarverk- efnið verði að hluta til á könnu meistaranema við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en auk HÍ koma að verkefninu Náttúrufræðistofnun Íslands og Fornleifafræðistofan. svavar@frettabladid.is Lesa í bein rostunga í leit að skýringum Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir rannsókn á beinum rostunga sem fundist hafa á Íslandi. Aldursgreining mun skýra komur þeirra í gegnum aldirnar. Safninu hafa borist að gjöf bein úr einstökum fundi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. DÝRGRIPUR Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi alþingismað- ur, færði NÍ hauskúpuna að gjöf í gær. Örn Erlendsson, sem fann gripinn, er hér með Guðmundi og Hilmari J. Malmquist, forstöðumanni NÍ, þegar hún var afhent. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á spýtunni hangir einnig kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forn- gripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins. Umdeild kenning um íslenskan uppruna BJÓÐA UPP Á VALKOST 20 Ólafur og Stefán Ingi Stefánssynir bjóða gestum og gangandi upp á sojakjötsúpu á Kjötsúpudeginum á Skólavörðustíg. GOTT AÐ HORFA Á GULLNU SKÝIN 28 Helena Eyjólfsdóttir heldur tónleika norðan og sunnan heiða í tilefni af útgáfu bókarinnar Gullin ský sem snýst um ævi hennar, ást og söng en líka erfi ðleika vegna veikinda eiginmannsins. ÞAR SEM MJÁ ER AÐALMÁLIÐ 32 Í Kattholti við Stangarhyl er athvarf fyrir kisulórur sem hafa lent á vergangi en líka hótel sem ábyrgir kattaeigendur koma sínum kisum á, meðan þeir skreppa í frí. EITT SÍMTAL OG ÚR VARÐ STJARNA 34 Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir hefur þurft að hafa mikið fyrir afrekum sínum. BLÁSKJÁR ENN Á FERÐ 40 Illugi Jökulsson var sjö ára þegar hann sá vagnalest Rómafólks á ferð í Grikklandi og það hafði djúp áhrif á hann. Nýlegar fréttir af bláeygu barni rifj uðu líka upp minningu um gamla barnabók. Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari hefur þrisvar á árinu verið ósammála því að snúa kynferðisbrotadómi í sýknu í Hæstarétti, nú síðast í máli þar sem maður var sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 til 15 ára dreng. Ingibjörg sagði í séráliti í Hæstarétti að það mætti ekki meta brotaþolanum það í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau áttu sér stað. ➜ Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur hefur ákveðið að blanda sér í oddvitaslaginn hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavíkurborg. Hún er sú fjórða sem sækist eftir fyrsta sætinu hjá flokknum. Hildur segir aðkallandi að bjóða upp á nýja nálgun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hildur hefur verið á varamannabekknum lengst af á kjörtímabilinu en tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar þegar hann hvarf til annarra starfa fyrr í haust. Nýr formaður Öryrkjabandalagsins ætlar að breyta ímynd þess. Ellen J. Calmon ætlar að þétta hóp að- ildarfélaga bandalagsins og breyta baráttuaðferðum. Hún segist standa fyrir samræðu og samvinnu og telur að formaður ÖBÍ eigi að stuðla að sam- vinnu aðildarfélaganna. Ástandið á Landspítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt í fjóra áratugi og það er nú segir Tómas Guðbjartsson prófessor í skurðlækningum. Hann sagði að ástandið á krabbameinsdeild- inni væri sérlega slæmt, einungis fjórir læknar við störf og löng bið eftir fyrsta viðtali við lækni. „Stálfrúin“ Guðrún Helga Lárusdóttir tapaði máli gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykja- víkur. Guðrún krafði íslenska ríkið um endur- greiðslu á 36 milljónum króna sem hún greiddi í auðlegðarskatt á árunum 2010 til 2012. Hún byggði kröfu sína á því að auðlegðarskatturinn bryti í bága við eignarréttar- og jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar og væri auk þess í andstöðu við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. VARKÁR Í NJÓSNAMÁLI 10 Leiðtogar Evrópusambandsríkja vilja ekki spilla samskiptunum við Bandaríkin, þrátt fyrir víðtækar njósnir bandarísku leyniþjónustunnar um þá sjálfa. PLATAÐUR Í FJÁRKÚGUN 4 Annar mannanna sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga fé út úr Nóa Síríusi með súkkulaði sem innihélt bremsuvökva segir hinn manninn hafa platað sig upp úr skónum. SKIPULÖGÐ ÚT 8 Bæjarstjórn Kópavogs leggur niður stöðu sviðsstjóra sérstakra verkefna sem Guðrún Pálsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur gegnt. FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜18 HELGIN 20➜42 SPORT 66 MENNING 56➜74 FIMM Í FRÉTTUM FRAMBOÐ OG AUÐLEGÐARSKATTUR LOKS HEILL HEILSU Arnór Atlason er búinn að jafna sig á hásinarslitum og puttabroti. Honum líkar vel í Frakklandi. EL CLASICO Eft ir átta mánaða bið mætast Messi og Ronaldo á vellinum. FJÖRUGUR EGILL 62 Egill Ólafsson varð sextugur á árinu. Fréttablaðið leit yfi r fj örutíu ára feril hans. SÝNA DAUÐADANS Í MEXÍKÓ 74 Listamennirnir Snorri Ásmundsson og Auður Ómarsdóttir sýna gjörninginn á degi hinna dauðu í Mexíkó. www.fronkex.is kemur við sögu á hverjum degi NÆST ER AÐ ÉTA ÚTSÆÐIÐ 16 Þorsteinn Pálsson um efnahagsmál. ERU SKAPANDI GREINAR RÉTTLAUSAR? 18 Ari Edwald um þjófnað á hugverkum. UM VÍSINDARANNSÓKNIR OG FJÁRFESTINGAR 18 Kristján Leósson um stuðning við rann- sóknastörf. FÆRUM VINÁTTU KÍNA OG ÍSLANDS Í HÆRRI HÆÐIR 18 Ma Jisheng um samskipti Kína og Íslands. SAMGÖNGUR Fulltrúar ríkis- stjórnar, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group skrifuðu í gær undir samkomulag þess efnis að Reykjavíkurflugvöllur yrði starf- ræktur í Vatnsmýrinni í núver- andi mynd til ársins 2022. Einn- ig var samið um að hefja vinnu við að fullkanna aðra kosti fyrir framtíðarstaðsetningu flugvall- ar á höfuðborgarsvæðinu. Stofn- aður verður stýrihópur undir formennsku Rögnu Árnadóttur en hún er sameiginlegur fulltrúi þeirra þriggja aðila sem að sam- komulaginu standa. Til þeirrar vinnu verða boðnir hagsmunaað- ilar á svæðinu auk fulltrúa þeirra sem hafa beitt sér fyrir því að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði áfram eða ekki. Jón Gnarr borgarstjóri Reykja- víkurborgar var vant við látinn þegar blaðamaður hafði sam- band en aðstoðarmaður hans, Sigurður Björn Blöndal, vísaði á Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs. „Ég held að þetta sé góð lausn. Með þessu erum við að færa málið úr þeim skotgröf- um sem það hefur verið í undan- farið í lausnarmiðaðri farveg.“ -ka Samkomulag um innanlandsflugið var undirritað í Hörpu í gær: Völlurinn í Vatnsmýri til 2022
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.