Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 6

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 6
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 VINNUMARKAÐUR Kjarasamn- ingar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir í tæp þrjú ár og of mikið virðist bera í milli til að menn komist að samkomulagi um gerð nýs kjarasamnings. Deilan snýst að stærstu leyti um hvort eigi að breyta aflahluta- skiptakerfinu. „Eins og málin standa má að meðaltali gera ráð fyrir að sjómenn fái í kringum 40% af aflaverðmæti. Ljóst má vera að taka verður tillit til þess aukna kostnaðar sem stór- aukið veiðigjald og síhækkandi olíukostnaður hefur falið í sér og hefur lent allur á útgerðarhliðinni við hlutaskiptin,“ sagði Adolf Guð- mundsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, á aðalfundi samtakanna. „Það er ekki inni í myndinni að hlutaskiptakerfinu verði breytt í þá veru að við förum að borga fyrir þá auðlindagjöld og eitthvað slíkt. Auðlindagjaldið er lagt á hagnað útgerðar og þeir geta borgað það sjálfir. Við ætlum ekki að borga fyrir þá,“ segir Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasambands Íslands. Adolf segir á hinn bóginn að á meðan þessi mál séu óútkljáð verði kjaramál sjómanna í óvissu. Kerfið sem kjarasamningarnir byggist á sé að útgerðarmenn og sjómenn deili kjörum í gegnum hlutaskipti. Með því séu hagsmunir sjómanna og útgerðar tengdir hvað varðar afkomu af veiðum einstakra skipa. „Sú hugsun að hagsmunir útvegs- manna og sjómanna haldist í hend- ur hefur að miklu leyti tapast og það þarf að leiðrétta,“ segir hann enn fremur. „Við erum með samninga um hlutaskipti og þar er gert ráð fyrir að við tökum þátt í kostnaði útgerð- arinnar. En það er ljóst að við ætlum ekki að taka meiri kostnað á okkur en við berum í dag. Það vita útvegsmenn og það er ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að semja í þrjú ár,“ segir Sævar. Fyrir einu og hálfu ári vísuðu útvegsmenn deilunni til ríkissátta- semjara. Menn hafa fundað nokk- uð oft hjá sáttasemjara án þess að samningsflötur hafi fundist. Sjó- menn segja að það sé útilokað að þeir fari í einhverjar aðgerðir til að ná fram nýjum kjarasamningi. „Við förum ekki í átök við þá til að ná fram kröfum þeirra. Það er alveg ljóst,“ segir Sævar. Hann segir að menn séu alveg rólegir því það sé sameiginlegur skilning- ur deilenda að sá kjarasamningur, sem fallinn er úr gildi, haldi utan um réttindamál sjómanna. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður hjá sáttasemjara en samkvæmt heimildum frétta- stofu líður að því að boðað verði til hans. johanna@frettabladid.is Sjómenn hafa verið þrjú ár án samninga Útvegsmenn vilja að sjómenn taki þátt í auknum kostnaði útgerðar vegna auð- lindagjalds og hækkandi olíukostnaðar. Sjómenn segja það ekki inni í myndinni. Útvegsmenn vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara fyrir átján mánuðum. DEILA Í HNÚT Útvegsmenn vilja breyta hlutaskiptakerfinu á þá lund að sjómenn taki þátt í auknum olíukostnaði og greiðslu veiðigjalda. Sjómenn segja það ekki koma til greina. FRETTABLAÐIÐ/VILHELM Sú hug sun að hagsmunir útvegsmanna og sjómanna haldist í hendur hefur að miklu leyti tapast. Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ Það er ekki inni í myndinni að við förum að borga fyrir þá auðlindagjöld. Sævar Gunnarsson formaður SÍ Undirrituð íbúar á Álftanesi tökum fram að nýr vegur um Gálgahraun er ekki í okkar þágu. Okkur býður við hvernig embættismenn haga sér í þessu máli. Sérstaklega þar sem peningaaustur sem að því er virðist er eingöngu til að eyðileggja náttúruperlu á engan rétt á sér,síst meðan ekki er til fé til að hugsa um sjúka, unga og aldna í þessu þjóðfélagi. Hinrik Morthens Edda Sóley Óskarsdóttir kopavogur.is Lista- og menningarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar. Umsóknum skal skila fyrir 28. nóvember 2013. Umsóknareyðublöð fást á vef Kópavogsbæjar eða hjá þjónustuveri bæjarins, Fannborg 2. Umsóknum skal skila til Lista- og menningarsjóðs, Fannborg 2, 200 Kópavogur. MENNINGAR- STARF Í KÓPAVOGI PIPAR\T PPIPAR\T PIP PIPAR\T AR\T R\T\T\TBWBW A BWBWBWW A W A W A W A ••• SÍA SÍA SÍA SÍA SÍAÍAAA ••• 133067 1330 133067 1330 133067 1330 1330 133067 133067 3000067 066 Save the Children á Íslandi HÖFUNDARRÉTTUR „Svo lengi sem þeir selja ekki þjónustuna sjálfir, þá eru þeir líklega á gráu svæði með þetta,“ segir Tryggvi Björg- vinsson, stjórnarmaður í Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi, spurð- ur út í Lúxusnet Tals, þar sem neytendum eru boðnar tæknileg- ar lausnir til þess að nálgast efn- isveitur sem eru ólöglegar hér á landi, það er að segja Netflix, Hulu, iTunes og fleiri. Fyrirtækið auðveldar þeim aðgang, sem ger- ast áskrifendur að þjónustunni, að efnisveitunum en þegar eru ákveðnar girðingar fyrir. Meðal annars geta þeir sem eru með íslenska IP-tölu ekki gerst áskrif- endur að Netflix. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Póst- og fjarskiptastofn- un fengust þau svör að málið væri ekki innan sviðs hennar. Tryggvi segir ákveðna réttaróvissu ríkja varðandi þjónustuna. „Tal er milli- liður þarna,“ segir hann og bætir við að það sama hafi átt við um umsjónarmenn svokallaðra tor- rent-síðna sem hafa verið sóttir til saka. - vg Netþjónusta Tals gæti verið ólögleg ef hún flokkast sem milliliður: Réttaróvissa um þjónustu Tals TAL Réttaróvissa er uppi um net- þjónustu Tals. DÓMSMÁL Stefán Reynir Heimisson var dæmdur í sjö ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að nema á brott tíu ára telpu og brjóta á henni kynferðislega. Stefán var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann nam telp- una á brott er hún var á leið úr skóla skammt frá heimili hennar. Stefán ók frá vesturbæ Reykja- víkur og upp í Heiðmörk þar sem hann braut á stúlkunni og tók jafn- framt myndskeið og ljósmyndir af athæfinu á farsíma sinn. Í dómnum segir að brotin séu gríðarlega alvarleg, afleiðingar þeirra séu miklar og hafi reynst fórnarlambinu þungbærar. Brota- vilji Stefáns hafi verið einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Stefán á að baki sakaferil frá árinu 2002. Hann hefur hlotið fjóra refsidóma fyrir margvísleg brot, meðal annars fyrir þjófnað, fjársvik og brot gegn fíkniefnalög- gjöfinni. Með brotinu rauf Stefán því skilorð sem hann var á. -ka Stefán Reynir Heimisson nam tíu ára stúlku á brott og braut gegn henni: Barnaníðingur í sjö ára fangelsi HEFUR HLOTIÐ FJÓRA REFSIDÓMA Stefán Reynir á að baki sakaferil frá árinu 2002. Hann hlaut sjö ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.