Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 10

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 10
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sérfræðinga við mat á árfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum ölbreytt úrval árfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. www.mp.is Hafðu sambandeinkabankathjonusta@mp.is Nánari upplýsingar um  árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma   MENNTUN „Það liggur í augum uppi að sumir eru ekki að vinna vinnu sína. Það vita allir sem vilja vita og í raun er það opinbert leyndarmál háskólasam- félagsins,“ segir Einar Steingrímsson, stærðfræðikennari í Skotlandi, en hann tók saman birt- ar greinar í svoköll- uðum ISI-tímaritum eftir vísindasviðum Háskóla Íslands. Þar kemur meðal annars fram að aðeins átján greinar frá mennta- vísindasviði hafa birst í ISI-tímarit- um. Tæplega 130 manns vinna á sviðinu, en það gera 0,14 greinar á mann. Til útskýring- ar þá eru ISI-tímarit þau sem finna má í einum víðtækasta alþjóðlega gagnagrunninum yfir greinar birtar í ritrýndum fræðiritum. Það eru rit sem eru viðurkennd af vísindasam- félaginu. Háskóli Íslands hefur nú það metn- aðarfulla markmið að verða einn af hundrað bestu háskólum heims. Til þess að svo verði, er grundvallar- atriði að skólinn fái greinar birtar í ISI-tímaritum. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vís- inda- og nýsköpunarsviðs, segir ýmsar ástæður fyrir fáum birtum greinum. Meðal annars birta margir fræðimenn greinar í innlendum blöð- um sem eru ekki ISI-tímarit. Eins eru bækur oft afrakstur rannsókna hug- vísindasviðs. „En það eru ákveðnar greinar innan háskólans sem þurfa að birta fleiri greinar,“ segir Halldór sem tekur undir að of fáar greinar birtist. Helmingi launa starfsmanna skól- ans er ætlað að fara í rannsóknir. Spurður hvort starfsmenn svíkist um, og sleppi þeim, svarar Halldór að svo sé ekki, það væri þá tekið á því, enda ein af starfsskyldum starfsmanna. Varðandi birtar greinar bendir Halldór á að hátt hlutfall greina, sem eru birtar í ISI-tímaritum, birtist í áhrifamestu tímaritunum. valur@frettabladid.is Segir HÍ birta of fáar greinar Fáar greinar birtast í alþjóðlegum tímaritum sem eru viðurkennd af vísindasamfélaginu. Aðeins átján greinar birtust eftir starfsmenn á menntasviði. Stærðfræðingur segir að starfsfólk vinni ekki vinnuna sína. Svið Starfsmenn Greinar Meðaltal Verkfræði og náttúruvísindi 109 345 3,17 Heilbrigðisvísindi 187 330 1,76 Félagsvísindi 116 33 0,28 Hugvísindi 105 19 0,18 Menntavísindi 127 18 0,14 Tafla yfir birtar greinar í háskólanum EINAR STEINGRÍMSSON VENESÚELA, AP Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skýrði frá því í gær að nýtt ráðuneyti hefði verið stofnað. Það kallast aðstoðarráðu- neyti æðstu hamingju alþýðunnar. Ráðuneytið fær það verkefni að „…sinna fötluðum bræðrum okkar og systrum, þeim sem eru heimilislausir, gamla fólkinu okkar, börnunum okkar,“ sagði Maduro, sem tók við af Hugo Chaves sem lést snemma á þessu ári. Jafnframt skýrði Maduro frá því að árlega yrði efnt til sérstaks dags, sem helgaður yrði „tryggð okkar og ást á Hugo Chavez“. - gb Forseti Venesúela: Nýtt ráðuneyti hamingjumála BANDARÍKIN Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og banda- rísku Þjóðaröryggisstofnunarinn- ar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarn- ar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjón- ustumenn hafi njósnað um ráða- menn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkja- menn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upp- lýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósn- arar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski upp- ljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla. Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjöl- miðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýska- landskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónust- mannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leið- togafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtog- arnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauð- synlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim sam- skiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandarík- in,“ sagði Francois Hollande Frakk- landsforseti. „Það þarf að endur- vekja og styrkja traustið.“ gudsteinn@frettabladid.is Fara varlega að Obama Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna vilja ekki spilla samskiptunum við Bandaríkin, þrátt fyrir víðtækar njósnir bandarísku leyniþjónustunnar um þá sjálfa. NICOLAS MADURO Býr landsmenn undir borgarstjórnarkosningar í des- ember. NORDICPHOTOS/AFP HÁSKÓLI ÍSLANDS Helmingur launa kennara á að fara í rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DAVID CAMERON OG ANGELA MERKEL Forsætisráðherra Bretlands og kanslari Þýskalands spjalla saman á leiðtogafundinum í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KEITH ALEXANDER Yfirmaður banda- rísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.