Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 11

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 11
LAUGARDAGUR 26. október 2013 | FRÉTTIR | 11 HEILBRIGÐISMÁL Tæplega 500 kvart- anir og skyld erindi bárust land- lækni frá 1. janúar 2011 til 8. októ- ber síðastliðins. Á árunum 2011 og 2012 barst landlækni alls 351 erindi vegna heilbrigðisþjónustu. Af þess- um málum voru formlegar kvart- anir samtals 74 og liggur niðurstaða fyrir í 54 þeirra, að því er kemur fram á vef embættisins. Þar segir að það sé mat embættis- ins að í 17 af þessum 54 formlegu kvörtunum hafi orðið mistök, van- ræksla og/eða að framkoma heil- brigðisstarfsmanna hafi verið ótil- hlýðileg. Í kjölfarið hefst svokallað eftir- litsmál, að sögn Önnu Bjargar Ara- dóttur, sviðsstjóra eftirlits og gæða hjá landlækni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um birtingu á tölfræði eftirlitsúrræða sem geta verið tilmæli, áminning eða svipt- ing,“ segir hún. Auk formlegra kvartana vörðuðu erindin samskipti við veitendur heil- brigðisþjónustu, aðgang að sjúkra- skrá og óvænt atvik auk þess sem gerðar voru athugasemdir við heil- brigðisþjónustu. Þar að auki voru nokkur óskilgreind erindi. Fyrirliggjandi gögn benda til að helmingur formlegra kvartana sé afgreiddur innan eins árs og 75 pró- sent innan 15 mánaða. Þess er jafn- framt getið að tekin hafi verið upp önnur og ítarlegri flokkun erind- anna sem berast en áður tíðkaðist. „Ef skoðað er aftur til ársins 2008 virðast sveiflurnar vera eðlilegar milli ára. Ekki er hægt að sjá fjölg- un,“ segir Anna Björg. -ibs Um fimm hundruð kvartanir og skyld erindi hafa borist landlækni frá því í ársbyrjun 2011: Kvörtunum hefur ekki fjölgað frá hruni LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Landlæknir hefur tekið upp aðra og ítarlegri flokk- un erinda sem berast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Læknaráð Land- spítala skorar á Alþingi að endur- skoða fjárlagafrumvarp næsta árs með það að leiðarljósi að setja Landspítalann í forgang og tryggja þannig nauðsynlega fjár- veitingu til að hefja þá uppbygg- ingu sem er svo nauðsynleg starf- seminni. Læknaráðið segir enn fremur að það telji að þjóðarsátt sé um að styrkja þessa grunnstoð íslensks heilbrigðiskerfis sem Landspítal- inn er. Það verði ekki gert nema með verulega auknu fjármagni til rekstrar spítalans. -jme Læknaráð Landspítalans: Læknar biðla til alþingismanna LANDSPÍTALINN Læknar skora á þing- menn að endurskoða fjárlagafrumvarpið og tryggja spítalanum nægt rekstrarfé. STJÓRNSÝSLA Fyrirhugað er að sameina Námsmats- og náms- gagnastofnun í eina stofnun á sviði menntamála. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hin nýja stofnun verður formlega sett á laggirnar. Faglegur ávinningur af sam- einingu stofnananna mun vera umtalsverður samkvæmt fýsi- leikakönnun sem gerð var og felst hann einkum í að styrkja tengslin milli námsskráa, námsefnis, námsmats og gæðamats fyrir skólana og framkvæmd. - ebg Faglegur ávinningur: Sameining á menntasviði RÁÐUNEYTI Mennta- og menningar- málaráðuneyti gerði könnun sem sýndi fram á faglegan ávinning af sameining- unni. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA SVEITARSTJÓRNARMÁL Sækist eftir fjórða sæti Ólafur Kr. Guð- mundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann sækist eftir fjórða sætinu. Ólafur byggir framboð sitt á langri reynslu í umferðaröryggismálum en hann segir þann málaflokk hingað til ekki hafa fengið þann sess sem honum ber. BÚLGARÍA, AP Yfirvöld í Búlgaríu segja DNA-rannsóknir hafa stað- fest að Sasha Ruseva og Atanas, eiginmaður hennar, eru kynfor- eldrar stúlkunnar Maríu, sem tekin var af Rómafjölskyldu á Grikklandi í síðustu viku. Enn er þó ekki vitað hvað verð- ur um Maríu, hvort hún fari aftur til uppeldisfjölskyldu sinnar, eða hvort hún verði send til foreldra sinna í Búlgaríu, eða komið fyrir í fóstri annars staðar. - gb Niðurstaða DNA-rannsókna: Ruseva er móðir Maríu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.