Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 40

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 20132 NORDICPHOTOS/AFP Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, 512 5432, sverrirbs@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hár f jallgarður umlykur norska bæinn Rjukan og því sér ekki til sólar þar frá september og fram í mars. Á þessu verður breyting í ár. Í lok mánaðar- ins verða teknir í notkun þrír risa- vaxnir speglar sem munu endur- varpa sólargeislunum á aðaltorg bæjarins. Það verður í fyrsta sinn sem sólin skín á bæinn um vetur og yljar rúmlega þrjú þúsund íbúum hans. Hugmyndin að sólarspeglunum er aldargömul en það var kaup- sýslumaðurinn Sam Eyde, sem fékk þá hugmynd að spegla geislum sólar á starfsmenn sína. Hugmynd- inni var ekki komið í framkvæmd á þeim tíma en í stað þess var byggð- ur kláfur til að f lytja bæjarbúa á topp fjallsins svo þeir gætu notið sólarinnar að vetri. Þökk sé nýrri tækni hefur hug- mynd Eydes nú orðið að veruleika og verða speglarnir teknir í notk- un 31. október 2013, nákvæmlega 100 árum eftir að hugmyndin birt- ist upphaflega í bæjarblaðinu. Verk- efnið kostar um fimm milljónir norskra króna. Rjukan er í Telemark í Vest- f jorddalen, milli Møsvatn og Tinnsjå, en nafn bæjarins er dreg- ið af Rjukanfossi sem er vestan við bæinn. Rjukan var áður mikill iðnaðarbær en hann var stofnað- ur milli 1905 og 1916 þegar Norsk Hydro hóf saltpétursvinnslu á svæðinu. Rjukanfossinn var virkj- aður og það var einmitt Sam Eyde sem fékk þá hugmynd en hann var stofnandi Hydro. Byggt var risastórt orkuver á staðnum sem Þjóðverjar lögðu undir sig í seinni heimstyrj- öldinni en Norðmenn sjálfir unnu fjölmörg skemmdarverk á verinu til þess að klekkja á Þjóðverjum. Í dag er orkuverið safn. Ferðamennska á sér langa sögu í Rjukan. Helst er það Rjukanfoss- inn sem dregur að, en hann er eitt af kennileitum Noregs. Svæðið þykir henta til skíðaíþrótta, fjall- göngu og ísklifurs. Fjölda frosinna fossa er að finna á svæðinu. Þá er ísklifurtímabilið langt, nær frá nóvember og fram í apríl. Líklegt er að sólarspeglarnir muni einnig laða að forvitna ferðamenn í fram- tíðinni. Spegla sól yfir myrkan bæinn Hinn 31. október næstkomandi verður hundrað ára gamalli hugmynd hrundið í framkvæmd þegar sólin skín á norska bæinn Rjukan þar sem ekki sér til sólar hálft árið. Rjukan er vinsæll ferðamannabær, sérstaklega meðal áhugamanna um ísklifur. Þrír risavaxnir speglar endur- varpa geislum sólarinnar. Íbúar á aðaltorgi Rjukan sem sólin yljar þrátt fyrir háa fjallgarða. Eitt furðulegasta hótel jarðar er að finna á Nýja-Sjálandi. Í Woodlyn Park í Waitomo- héraði má gista í hobbita- holu, um borð í flugvél, lest eða skipi. Hobbitamótelið er grafið inn í hól og er prýtt hringlaga gluggum og hurðum. Það var byggt tveimur árum eftir að síðasta myndin um Hringa- dróttinssögu var sýnd og dregur að ótölulegan fjölda ferðamanna. Gestir geta einnig gist í The Waitomo Express, lest- arvagni frá sjötta áratugn- um, og Bristol-fraktflugvél úr Víet namstríðinu. Flugvél- in var gerð upp til að hýsa sex gesti og er hótelið eitt sinnar tegundar í heiminum. Fjórði möguleikinn er gisting um borð í eftirlitsskipi úr seinni heimsstyrjöldinni. Skipið er 112 fet og kallast The Waitonic. Vegna sérstöðu sinnar dregur hótelgarðurinn ekki aðeins að sér næturgesti heldur koma ferðamenn einnig víða að til að skoða herlegheitin. Sofið í Hobbitaholu, skipi, lest og flugvél 112 feta eftirlitsskip úr heimsstyrjöldinni síðari hefur gengið í endurnýjun lífdaga í Woodlyn Park. Sérstæð upplifun er að gista um borð í fraktflugvél. Kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu og Hobbitann voru myndaðar á Nýja- Sjálandi. Í Woodlyn Park má gista í húsi sem dregur dám af húsum Hobbitanna. Skíðaveisla VITA á Ítalíu Morgunflug til Verona með Icelandair Lj ós m yn da ri: R an dy L in ck s Ítalía – eingöngu með VITA Flugáætlun: 18., og 25. janúar 1., 8., 15. og 22. febrúar Allir vinsælustu skíðastaðirnir: Selva, Madonna di Campiglio, Val di Fiemme og Paganella. Úrval hótela þar sem hægt er að renna sér á skíðum til og frá hóteli „ski-in/ski-out“. Verð frá 124.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann í tvíbýli með morgunverði á Garni Christiania í Madonna, vikuferð 18.-25. janúar. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 134.900 kr. ÍS LE N SK A S IA .IS / V IT 6 63 24 1 0/ 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.