Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 42

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 42
FÓLK|HELGIN Úlfar Finsen segir að Módern sé sjö ára gamalt fjölskyldufyrir-tæki og hafi ætíð lagt áherslu á vörumerki sem eru þekkt fyrir gæði. Sýningarsalur verslunarinnar er glæsilegur og aðkoman þægileg. „Við erum með gríðarlegt úrval hjá okkur. Verslum við 85 birgja þannig að sjón er sögu ríkari. Fyrir utan fallegar gjafavör- ur erum við með húsgögn, gólfmottur og alls kyns glæsileg ljós og lampa,“ greinir hann frá. „Við höfum verið að taka upp nýjar gjafavörur undanfarna daga og margt mjög spennandi fyrir heimilið,“ segir Úlfar. „Ég get nefnt hreindýrshöfuð á vegg sem margir hafa fallið fyrir,“ segir hann enn fremur. Einnig höfum við verið að taka upp mikið úrval af fal- legum ilmkertum frá Jonathan Adler en nú er einmitt tími fyrir kertaljós og að gera kósí heima. Hægt er að fá ilmkert- in í fallegum gjafaumbúðum, hlý og góð gjöf.“ Þeir sem vilja koma vel undirbúnir í verslunina geta skoðað heimasíðuna modern.is en þar má sjá allar vörur með verði. „Það eru margir þakklátir fyrir að sjá verðið á síðunni,“ segir Úlf- ar. Hægt er að panta á netinu vilji fólk það og fá sent heim. Einnig er hægt að panta á netinu, fá gjafainnpökkun og sækja vöruna tilbúna í afmæli eða annan viðburð í verslunina. „Það er mjög þægilegt fyrir þá sem eru í kappi við tímann,“ segir Úlfar. VANDAÐAR VÖRUR FYRIR FAGURKERA MÓDERN KYNNIR Húsgagna- og gjafavöruverslunin Módern sérhæfir sig í vörum fyrir fagurkera og þá sem hafa yndi af vandaðri hönnun. GLÆSILEIKI Úlfar Finsen segir að lögð sé áhersla á vandaða gæðavöru hjá Módern. MYNDIR/GVA HREINDÝR Margt fallegra muna er í Módern, falleg hönnun og þekkt merki. Við Baldvin hættum að vinna í vor og hugsuðum þá með okkur hvort ekki væri gaman að gifta sig úr því við værum bara orðin tvö og allt svo miklu rólegra. Fólki er hætt við að loka sig af við þau viðbrigði að hætta að vinna og mikil- vægt að hafa eitthvað fyrir stafni og að stefna að,“ segir brúðurin Elna Þór- arinsdóttir, sem fékk óvænt bónorð í sjötugsafmæli sínu í september. „Þá fór Baldvin á hnén fyrir framan veislugesti og bað um hönd mína, öllum að óvörum. Ég játaðist honum auðvitað strax því okkur hafði alltaf langað að gera þetta og nú var rétti tíminn.“ Fyrstu kynni Elnu og Baldvins var á fermingarárinu í sameiginlegum vinahópi. Síðan fóru þau hvort í sína áttina. „Við Baldvin hittumst svo í Þórs- café árið sem við urðum fertug, þá bæði fráskilin og komin með börn, en fundum strax hvað við áttum vel saman og urðum fljótt ástfangin. Núna, eftir að við hættum að vinna, finnst mér eins og við höfum kynnst upp á nýtt; við eigum dagana saman í gleði og ró, sem áður fóru í vinnu og daglegt streð,“ segir Elna og er ham- ingjusöm með ráðahaginn. „Mér líður mjög vel með þetta. Ég hef sungið með kirkjukórum í árafjöld og þykir brúðkaupsathöfnin yndisleg og gott að innsigla ástina, jafnvel þótt við séum orðin svona fullorðin. Það er falleg lexía að vera trú hvort öðru til dauðadags, bera virðingu hvort fyrir öðru og góð tilfinning að vera fyrir- mynd fyrir börn okkar og barnabörn sem samgleðjast af heilu hjarta.“ ÁSTFANGIN SEM ALDREI FYRR Elna og Baldvin verða gefin saman í Lágafellskirkju af séra Vigfúsi Árna- syni. Brúðkaupsferðin verður róman- tísk sigling í Karíbahafinu. „Ég vil giftast Baldvin því ég elska hann og er alltaf jafn ástfangin. Við hefðum alveg mátt hittast fyrr á lífs- leiðinni en höfum þó átt þennan tíma saman. Baldvin er heillandi maður; hann er ákveðinn, duglegur, traustur og skemmtilegur. Við höfum sama húmor, hann er góður dansari og það er gaman að vera í návist hans. Vita- skuld skiptast á skin og skúrir eins og hjá öllum en Baldvin er úrræða- góður og reddar öllu þegar ég gefst upp. Hann er tillitssamur en hreinn og beinn í samskiptum, hefur yndi af ferðalögum og tónlist eins og ég, og er óskaplega barngóður,“ segir Elna um sinn heittelskaða og sannfærð um mikilvægasta veganestið í sambúð og hjónabandi. „Mikilvægast er að taka tillit og bera virðingu hvort fyrir skoðunum annars en einnig að vera hlýlegur og sýna ástúð og umhyggju. Við Baldvin erum af þeirri kynslóð þegar börn voru ekki jafn ausin ástarorðum og í dag enda var lífsbaráttan þá erfiðari og fólk vann myrkranna á milli. Við erum eflaust mörkuð af því og ekki eins tamt að nota ástarjátningar í orði, en við sýnum ástina í verki.“ Þegar kvölda tekur verða Elna og Baldvin loks hjón. Samanlagt eiga þau sex börn og fjórtán barnabörn. Sonur Elnu mun verða svaramaður og leiða móður sína upp að altarinu og sonur Baldvins svaramaður föður síns. Yngstu barnabörnin færa þeim hringana og Elna klæðist brúðarkjól sem Baldvin fær ekki að sjá fyrr en upp við altarið. „Eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég orðið æ ástfangnari af Elnu,” segir Baldvin. „Hún er einstaklega blíð, fögur og góð kona sem gott er að hafa við hlið sér í lífinu. Því fylgir líka góð tilfinning að giftast. Þá er maður loks í öruggri höfn.“ ■ thordis@365.is FÉKK BÓNORÐ Á AFMÆLISDAGINN BRÚÐKAUP Elna Þórarinsdóttir og Baldvin Albertsson ganga í heilagt hjónaband í dag. Þau urðu bæði sjötug á árinu og hafa verið saman í þrjátíu ár. Leiðir þeirra lágu fyrst saman á fermingarárinu en hjörtun slógu ekki í takt fyrr en á fertugasta aldursári lífsins. SAMRÝND Elna og Baldvin stofnuðu Heildsölu B.E. Albertson og keyrðu áður sumarlangt um landið með fullan bíl af vörum. „Þá höfðum við nesti, gistum á sveitabæjum og kynntumst fólki sem enn eru tryggir vinir,“ segir Elna um skemmtilegt tímabil í lífi þeirra Baldvins. MYND/VALLI VERSLUNIN MÓDERN er í Hlíðasmára 1 í Kópavogi, sími 534-7777. Verslunin er með heimasíðuna modern.is og er á Facebook. Heim send ingar- þjón usta er á öllum vörum um allt land. Save the Children á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.