Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2013, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 26.10.2013, Qupperneq 66
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 20134 HELLALISTAMENN HUGSAN LEGA KONUR Lengi hefur verið talið að for- söguleg hellalist í Evrópu hafi verið unnin af karlmönnum þar sem viðfangsefni listaverkanna eru oft veiðar. Ný rannsókn leiðir í ljós að konur gætu verið höfundar verkanna eða í það minnsta verið iðnar við skreytingar hellaveggjanna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem National Geographic greinir frá. Bandaríski fornleifafræðingurinn dr. Dean Snow komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað handaför í nokkrum evrópskum hellum. Handaförin eru búin til með því að leggja hönd á hellisvegg og úða málningu yfir þannig að höndin virkar eins og stensill. Listaverkin eru frá 12 þúsund til 40 þúsund ára gömul. Hendur karla og kvenna eru ólíkar þegar litið er til breiddar og lengdar fingra. Snow skoðaði 32 handaför í hellum á Spáni og Frakklandi. Hann komst að því að 75 prósent hand- anna væru af kvenmönnum. Niður- staða Snow gæti bent til þess að konur hafi komið meir að listaverk- unum en áður var talið. Flest handaförin sem Snow rann- sakaði voru í hellinum El Castillo í Kantabríu á norðanverðum Spáni. Þessi hellir er opinn almenningi sem getur skoðað hin merku listaverk. Hellarnir Gargas og Pech Merle í Frakklandi eru einnig opnir ferða- mönnum. Forn handaför á hellavegg. Þessi hellir er raunar í Ástralíu en hellalistaverkin í rann- sókninni voru í Evrópu. VEGGJAKROT Í PARÍS Þeir sem eiga leið til Parísar næstu daga ættu ekki að láta stærstu veggjarkrotssýningu heims fara fram hjá sér. Búið er að leggja níu hæða félagslega blokk í 13. hverfi borgarinnar undir veggjakrot, bæði að utan og í 36 íbúðum hennar og stigagöngum. Í októbermánuði hafa 100 franskir listamenn sýnt litfagurt og skrautlegt veggjakrot sitt en sýningunni lýkur í næstu viku. Í nóvember verður húsið rifið niður og því eru síðustu forvöð að sjá þessa skemmtilegu sýningu. Húsið er opið sex daga vikunnar og ókeypis inn. Þrettánda hverfi Parísarborgar er á vinstri bakka árinnar Signu. Hverfið er jafnframt Kínahverfi borgarinnar þótt það sé öllu rólegra og afskekkt- ara en önnur Kínahverfi stórborga. Þar má einnig finna marga ódýra og góða veitingastaði. FERÐAST MEÐ SÍMANN Í HENDI Ótal ferðasmáforrit (öpp) í snjallsímann standa ferðalöngum til boða þegar þeir eru staddir á ferðalagi erlendis. Þau geta verið mjög hjálpleg þegar rata þarf um stræti stór- borga, skipuleggja dagskrá dagsins, finna réttu söfnin og almenningsgarðana og finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Flest eru þau auðveld í notkun auk þess sem stór hluti þeirra er ókeypis. London, Kaupmannahöfn og New York eru þrír vinsælir viðkomu- staðir Íslendinga. Þeir sem ferðast til London geta nýtt sér The London Pass smáforritið, New York City Essential Guide hentar vel þeim sem ferðist til borgarinnar sem sefur aldrei og ferðalöngum á leið til Kaupmannahafnar er bent á Copenhagen Travel Guide. Öll eru öppin fáanleg ókeypis fyrir bæði iPhone- og Android-síma. Smáforritin þrjú eiga það sameiginlegt að þar er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga um helstu viðkomustaði ferðamanna, upplýsingar um samgöngur í borginni, opnunartíma safna og staðsetningu þeirra, gagnvirk kort og áætlanir almenningssamgangna. Auk þess innihalda þau ljósmyndir, myndbönd og ýmis tilboð ætluð ferðamönnum. New York sefur aldrei. MYND/GETTY NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Frí þráðlaus internet - tenging í öllum bílum BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Ferðatími er um það bil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.