Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 84
26. október 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
TÓNLIST ★★★★★
Sinfóníuhljómsveit Færeyja
flutti verk eftir Tsjajkovskí, Elgar og
Rasmussen. Einleikari: Pavel Raykerus.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson
Miðvikudagur 23. október.
Pavel Raykerus heitir maður.
Hann er píanóleikari og lék einleik
í fyrsta píanókonsertinum eftir
Tsjajkovskí á tónleikum í Eldborg
í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Til-
efnið var 30 ára afmæli Sinfóníu-
hljómsveitar Færeyja, sem var hér
á tónleikaferðalagi.
Hljómsveitin er ekki stór, nokkuð
minni en hljómsveitin okkar sýnd-
ist mér. Hún var þó ekki verri fyrir
það. Konsertinn byrjaði með látum;
hljómsveitin spilaði fyrstu tónana,
og samhljómurinn var breiður og
safaríkur. Síðan réðst Raykerus á
píanóið. Maður heyrði strax að hann
er frábær píanóleikari. Ofurhröð
nótnahlaup voru óheft, glitrandi og
kraftmikil. Túlkunin var gríðarlega
ástríðufull – það var hvergi dauður
punktur í músíkinni. Leikurinn var
spennuþrunginn og fullur af gleði.
Ég naut hvers tóns.
Hljómsveitin spilaði prýðilega.
Einstöku sinnum voru einleikari
og píanóleikari ekki alveg sam-
taka, og sellóin voru ekki alltaf
hrein. En stuðið í túlkuninni vó
upp á móti. Smávegis misfellur
skiptu því litlu máli.
Píanókonsertinn eftir Tsjajkovskí
gerir miklar kröfur til einleikarans.
Ekki aðeins verður hann að búa yfir
magnaðri leiktækni, hann verður
almennt séð að vera í líkamlegu
toppformi. Raykerus er það greini-
lega, því hann blés ekki úr nös þótt
hamagangurinn væri ógurlegur. Til
marks um það lék hann pólónesu í
As-dúr eftir Chopin sem aukalag.
Þar eru líka átök, en píanistinn
hafði ekkert fyrir þeim. Hann átti
svo auðvelt með þau að ég er viss
um að hann fór baksviðs á eftir og
gerði hundrað armbeygjur til að
kæla sig niður.
Eins og nærri má geta voru áhorf-
endur hrifnir. En lófaklappið var
einnig ríkulegt eftir frumflutta
nútímaverkið á dagskránni, sem var
Veisla eftir Sunleif Rasmussen. Hún
var í einum þætti sem var einkar
fjörlegur. Tónmálið var ferskt og lif-
andi, stígandin í tónlistinni áhrifa-
mikil. Hún endaði á hvelli í orðsins
fyllstu merkingu: Hljóðfæraleikar-
arnir sprengdu blöðrur, og var það
endapunkturinn í sjálfri tónlistinni.
Það kom verulega á óvart.
Hljómsveitin spilaði verkið af
öryggi, og það var falleg alúð í
túlkuninni. Sömu sögu er að segja
um síðustu tónsmíðina á dag-
skránni, Tilbrigði um eigið stef
eftir Elgar. Spilamennskan var
tilfinningarík og margbrotin, ólík
blæbrigði mismunandi tilbrigða
voru útfærð af kostgæfni.
Stjórnandinn Bernharður Wilk-
inson hefur greinilega unnið gott
starf með hljómsveitinni. Áður fyrr
var hann flautuleikari við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, en varð síðar
aðstoðarhljómsveitarstjóri henn-
ar. Frá árinu 2005 hefur hann hins
vegar verið aðalstjórnandi sveit-
arinnar í Færeyjum. Hljómsveit-
inni og aðstandendum hennar er
hér með óskað til hamingju með
afmælið. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Safaríkur hljómsveitar-
leikur, afburða píanóleikari.
Fullt af gleði
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA „Spilamennskan var tilfinningarík og margbrotin,
ólík blæbrigði mismunandi tilbrigða voru útfærð af kostgæfni.“
Bókaverðlaun barnanna verða afhent í ell-
efta sinn á morgun klukkan 15 í aðalsafni
Borgarbókasafns. Á hverju ári verðlauna
almennings- og skólabókasöfn landsins
tvær nýjar bækur, eina íslenska og aðra
þýdda. Sex til tólf ára börn völdu uppáhalds-
bækurnar sínar og fór valið fram á heima-
síðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og
bókasöfnum um allt land.
Á verðlaunahátíðinni verða höf-
undi og þýðanda veitt verðlaun
og nokkur börn sem tóku þátt í
kosningunni fá einnig viðurkenningu. Þá mun
Jón Víðis fremja töfrabrögð, börn úr Lang-
holtsskóla flytja frumsamið ljóðatónverk um
Reykjavíkurborg og eftir verðlaunaafhend-
inguna geta öll börn tekið þátt í ljóðarugli þar
sem hægt verður að raða saman þekktum ljóð-
línum úr ýmsum áttum og búa þannig til nýtt
ljóð úr þeim.
Bókaverðlaun barnanna veitt
Sex til tólf ára börn hafa valið uppáhaldsbækur sínar og verða úrslitin kynnt á
morgun. Tvær bækur hljóta verðlaun, ein frumsamin og ein þýdd.
VERÐLAUNAHAFINN 2012 Skemmtibók
Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson hlaut
Bókaverðlaun barnanna í fyrra.
MENNING
WWW.OPERA.IS
3. sýning 2. 11. 2013 - UPPSELT
4. sýning 10. 11. 2013 - UPPSELT
„Sviðsetningin var rakin snilld“
- Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið
„Enn á ný brillerar Íslenska óperan í Hörpu“
- Ólafur Arnarson, timarim.is
„Íslensku óperunni til sóma“
- Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
AUKASÝNING 8. NÓVEMBER KL. 20
5. sýning 16. 11. 2013 - UPPSELT
6. sýning 23. 11. 2013 - UPPSELT
ÓPERUKYNNING
FYRIR SÝNINGU:
Elsa Waage óperusöngkona
kynnir CARMEN í boði
Vinafélags Íslensku óperunnar
kl. 19:15 hvert sýningarkvöld
www.tjarnarbio.is
Miðasalan er opin frá kl. 15:00-18:00 þri-fös
midasala@tjarnarbio.is / 527-2100 / midi.is