Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 84

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 84
26. október 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 TÓNLIST ★★★★★ Sinfóníuhljómsveit Færeyja flutti verk eftir Tsjajkovskí, Elgar og Rasmussen. Einleikari: Pavel Raykerus. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson Miðvikudagur 23. október. Pavel Raykerus heitir maður. Hann er píanóleikari og lék einleik í fyrsta píanókonsertinum eftir Tsjajkovskí á tónleikum í Eldborg í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Til- efnið var 30 ára afmæli Sinfóníu- hljómsveitar Færeyja, sem var hér á tónleikaferðalagi. Hljómsveitin er ekki stór, nokkuð minni en hljómsveitin okkar sýnd- ist mér. Hún var þó ekki verri fyrir það. Konsertinn byrjaði með látum; hljómsveitin spilaði fyrstu tónana, og samhljómurinn var breiður og safaríkur. Síðan réðst Raykerus á píanóið. Maður heyrði strax að hann er frábær píanóleikari. Ofurhröð nótnahlaup voru óheft, glitrandi og kraftmikil. Túlkunin var gríðarlega ástríðufull – það var hvergi dauður punktur í músíkinni. Leikurinn var spennuþrunginn og fullur af gleði. Ég naut hvers tóns. Hljómsveitin spilaði prýðilega. Einstöku sinnum voru einleikari og píanóleikari ekki alveg sam- taka, og sellóin voru ekki alltaf hrein. En stuðið í túlkuninni vó upp á móti. Smávegis misfellur skiptu því litlu máli. Píanókonsertinn eftir Tsjajkovskí gerir miklar kröfur til einleikarans. Ekki aðeins verður hann að búa yfir magnaðri leiktækni, hann verður almennt séð að vera í líkamlegu toppformi. Raykerus er það greini- lega, því hann blés ekki úr nös þótt hamagangurinn væri ógurlegur. Til marks um það lék hann pólónesu í As-dúr eftir Chopin sem aukalag. Þar eru líka átök, en píanistinn hafði ekkert fyrir þeim. Hann átti svo auðvelt með þau að ég er viss um að hann fór baksviðs á eftir og gerði hundrað armbeygjur til að kæla sig niður. Eins og nærri má geta voru áhorf- endur hrifnir. En lófaklappið var einnig ríkulegt eftir frumflutta nútímaverkið á dagskránni, sem var Veisla eftir Sunleif Rasmussen. Hún var í einum þætti sem var einkar fjörlegur. Tónmálið var ferskt og lif- andi, stígandin í tónlistinni áhrifa- mikil. Hún endaði á hvelli í orðsins fyllstu merkingu: Hljóðfæraleikar- arnir sprengdu blöðrur, og var það endapunkturinn í sjálfri tónlistinni. Það kom verulega á óvart. Hljómsveitin spilaði verkið af öryggi, og það var falleg alúð í túlkuninni. Sömu sögu er að segja um síðustu tónsmíðina á dag- skránni, Tilbrigði um eigið stef eftir Elgar. Spilamennskan var tilfinningarík og margbrotin, ólík blæbrigði mismunandi tilbrigða voru útfærð af kostgæfni. Stjórnandinn Bernharður Wilk- inson hefur greinilega unnið gott starf með hljómsveitinni. Áður fyrr var hann flautuleikari við Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en varð síðar aðstoðarhljómsveitarstjóri henn- ar. Frá árinu 2005 hefur hann hins vegar verið aðalstjórnandi sveit- arinnar í Færeyjum. Hljómsveit- inni og aðstandendum hennar er hér með óskað til hamingju með afmælið. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Safaríkur hljómsveitar- leikur, afburða píanóleikari. Fullt af gleði SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA „Spilamennskan var tilfinningarík og margbrotin, ólík blæbrigði mismunandi tilbrigða voru útfærð af kostgæfni.“ Bókaverðlaun barnanna verða afhent í ell- efta sinn á morgun klukkan 15 í aðalsafni Borgarbókasafns. Á hverju ári verðlauna almennings- og skólabókasöfn landsins tvær nýjar bækur, eina íslenska og aðra þýdda. Sex til tólf ára börn völdu uppáhalds- bækurnar sínar og fór valið fram á heima- síðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Á verðlaunahátíðinni verða höf- undi og þýðanda veitt verðlaun og nokkur börn sem tóku þátt í kosningunni fá einnig viðurkenningu. Þá mun Jón Víðis fremja töfrabrögð, börn úr Lang- holtsskóla flytja frumsamið ljóðatónverk um Reykjavíkurborg og eftir verðlaunaafhend- inguna geta öll börn tekið þátt í ljóðarugli þar sem hægt verður að raða saman þekktum ljóð- línum úr ýmsum áttum og búa þannig til nýtt ljóð úr þeim. Bókaverðlaun barnanna veitt Sex til tólf ára börn hafa valið uppáhaldsbækur sínar og verða úrslitin kynnt á morgun. Tvær bækur hljóta verðlaun, ein frumsamin og ein þýdd. VERÐLAUNAHAFINN 2012 Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson hlaut Bókaverðlaun barnanna í fyrra. MENNING WWW.OPERA.IS 3. sýning 2. 11. 2013 - UPPSELT 4. sýning 10. 11. 2013 - UPPSELT „Sviðsetningin var rakin snilld“ - Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Enn á ný brillerar Íslenska óperan í Hörpu“ - Ólafur Arnarson, timarim.is „Íslensku óperunni til sóma“ - Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is AUKASÝNING 8. NÓVEMBER KL. 20 5. sýning 16. 11. 2013 - UPPSELT 6. sýning 23. 11. 2013 - UPPSELT ÓPERUKYNNING FYRIR SÝNINGU: Elsa Waage óperusöngkona kynnir CARMEN í boði Vinafélags Íslensku óperunnar kl. 19:15 hvert sýningarkvöld www.tjarnarbio.is Miðasalan er opin frá kl. 15:00-18:00 þri-fös midasala@tjarnarbio.is / 527-2100 / midi.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.