Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 102

Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 102
26. október 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 74 BÆKUR EVU OG HEMMA Á SVIPUÐUM TÍMA Fyrsta bók ástríðukokksins Evu Lauf- eyjar Kjaran Hermannsdóttur, Matar- gleði Evu, er væntanleg í bókabúðir snemma í nóvember, en bókaútgáfan Salka gefur bókina út. Matreiðsluþættir Evu Laufeyjar hófu göngu sína á Stöð 3 í vikunni, en hún vakti fyrst athygli fyrir matarblogg sitt. Sjálfsævisaga knatt- spyrnu- og fjölmiðla- mannsins Hermanns Gunnarssonar heitins, föður Evu, er einnig væntan- leg úr prenti um svipað leyti og Matargleðin. - sm KOMIN Á SAMNING Í L.A. María Birta Bjarnadóttir leikkona hefur eytt undanförnum mánuðum í Los Angeles. María Birta er þar komin á samning við umboðsskrifstofuna Roar, en skrif- stofan hefur getið sér gott orð vestanhafs og hefur leikara á borð við Chris Hemsworth, Vinnie Jones og George Takei á sínum snærum. María Birta hefur fundið sér ýmislegt annað en vinnu til dundurs, en hún birti af sér myndir í fallhlífarstökki á samfélagsmiðlum í vikunni. - ósk „Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,“ segir listamaður- inn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca-hátíð- inni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeð- limum,“ útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauð- inn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa að dauðanum. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þess- ar framandi hefðir,“ segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun að dauð- anum,“ segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningn- um. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagn- rýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósið- legt við líkamsleifarnar, en því fór fjarri,“ segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og skrásetja samvinnuna og sam- talið,“ bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó. olof@frettabladid.is Freistar þess að fi nna lík í listaverk í Mexíkó Listamennirnir Snorri Ásmundsson og Auður Ómarsdóttir sýna gjörninginn Dauðadansinn á listahátíð í Mexíkó í næstu viku, á degi hinna dauðu. Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó í gær. Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerðarmaður er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn af framleiðendum kvikmyndarinnar. „Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorf- endur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik og bætir við: „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, í keppninni og myndir eftir fleiri sterka kvikmynda- leikstjóra.“ Vi är bäst var valin besta mynd hátíðar- innar. Ljóst er að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tókýó er nú haldin í tuttugasta og sjötta sinn en hún er ein stærsta kvikmyndahátíðin í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Þess má geta að myndin er framlag Íslands til Ósk- arsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. - ósk Benedikt Erlingsson bestur í Tókýó Hross í oss vekur gríðarlega athygli á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó. VAKTI DEILUR Snorri Ásmundsson auglýsti eftir líki í myndbandsverk í Frétta- blaðinu fyrir nokkrum árum. Uppátækið olli miklu fjaðrafoki. MYND/SPESSI UPPSELT Á ALLAR SÝN- INGAR Þeir Friðrik Þór, framleiðandi Hross í oss, og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru staddir í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM „Ég hef aldrei elskað neina aðra konu jafn mikið og ég elska kærustuna mína, nema mömmu mína,“ sagði rapparinn Kanye West í viðtali við útvarpsstöð- ina KMEL síðastliðinn mánudag. Stuttu síðar bað hann um hönd Kim Kardashian á 33 ára afmæli hennar. NÁÐI BÍLPRÓFINU Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hinnar ástsælu hljóm- sveitar Retro Stefson, lét verða af því að taka bílprófið á dögunum. Skemmst er frá því að segja að hinn 23 ára gamli söngvari náði bílprófinu með stæl. Unnsteinn segist þó ekki ætla að kaupa sér bíl en einkabílstjóri hans hefur samt verið leystur frá störfum. -ka Stefán Máni gefur ekkert eftir í þrettándu bók sinni! „… ein besta spennubókin á jólamarkaðnum.“ S G / Morgunblaðið (um Húsið) KKG / Pressan.is (um Feigð) HANDHAFI BLÓÐDROPANS 2013 Fiskikóngurinn Stærð 30/40 Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.