Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 10

Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 10
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 FRÉTTASKÝRING Er hægt að vinna af sér dómsektir með samfélagsþjónustu? Um það bil 1.700 manns eiga von á því að verða færðir til afplánun- ar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu nýverið. Fyrir þeim liggja aðeins tveir kostir; að greiða sektina eða afplána í fang- elsi, þar sem þeir hafa fyrirgert þeim möguleika að fullnusta refs- inguna með samfélagsþjónustu. Nú liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar fyrir 3.162 einstaklinga alls og 1.975 manns hefur þegar verið birt boðun. Af þeim fjölda hafa 520 sótt um afplánun með samfélagsþjónustu og 283 hafa fengið umsókn sína samþykkta. Samkvæmt reglum um sam- félagsþjónustu í stað þess að sitja af sér fésekt eru ýmis skilyrði sem viðkomandi þarf að uppfylla. Í fyrsta lagi skulu almannahagsmun- ir ekki mæla gegn því, en annars skal fésektin vera 60.000 krónur eða hærri og vinnan vera allt frá 40 klukkustundum upp í 480 stundir. Viðkomandi verður að óska skriflega eftir því að fá samfélags- þjónustu innan sjö daga frá því að honum berst tilkynning um afplán- un. Þá má ekki vera mál gegn honum til meðferðar hjá lögreglu eða dómstólum og hann má ekki þegar vera í fangelsi eða gæslu- varðhaldi. Síðustu ár hafa á bilinu 115 til 160 manns fengið að fullnusta vararefsingar með samfélagsþjón- ustu ár hvert, samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun. Þó er fjöld- Yfir 100 á ári vinna af sér sekt með samfélagsþjónustu Síðustu tíu ár hafa hundruð fengið að fullnusta refsingar vegna sekta eða sakarkostnaðar með samfélagsþjón- ustu. Fjöldinn er misjafn eftir árum. Ríkisendurskoðun vill hámark á upphæðir sem hægt er að vinna af sér. HEGNINGARHÚSIÐ Á hverju ári fær á annað hundrað einstaklinga að vinna af sér sektir í samfélagsþjónustu í stað þess að afplána í fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Útreikningur tíma í afplánun með samfélagsþjónustu er með eft irfarandi hætti: HVERNIG ER ÞJÓNUSTAN REIKNUÐ ÚT? Páll Winkel fangelsismála- stjóri segir aðspurður að vissulega sé æskilegt að fleiri geti unnið af sér refsingu með samfélagsþjónustu. „Jú, við lögðum til fyrir tveim- ur árum að hægt væri að afplána allt að níu mánaða fangelsi með samfélagsþjónustu, sem Alþingi samþykkti. Nú höfum við lagt til að það verði hækkað upp í tólf mánuði og það bíður afgreiðslu þingsins.“ Páll bætir því við að Fangelsis- málastofnun leggi áherslu á að beita öðrum fullnustuúrræðum en að loka menn inni í fangelsi, en í sumum tilvikum sé ekki annað hægt. ➜ Áhersla á önnur úrræði en fangelsi Íslamisti handtekinn 1EGYPTALAND Essam el-Erian, næstæðsti leiðtogi Frelsis- og réttlætis- flokksins, hefur verið hand- tekinn í Egyptalandi. Hann hefur verið á flótta frá því her landsins steypti stjórn Múhameds Morsí, leiðtoga flokksins, af stóli í byrjun júlí. Flokkurinn er pólitískur armur Bræðralags múslima, öflugustu samtaka íslamista í Egyptalandi. Morsi hefur sjálfur verið í stofufangelsi frá því honum var steypt af stóli. Mótmælir sultureglum 2BRETLAND Tessa Munt, þingkona í Bretlandi, hefur brugðist ókvæða við nýjum reglum um sultugerð þar í landi. Samkvæmt nýju reglunum hefur lágmarks- magn sykurs í sultu verið minnkað úr 60 prósentum niður í 50 prósent. Þetta er gert í þeim tilgangi að auðvelda sultuframleið- endum aðgang að erlendum mörkuðum. Munt segir þetta mikla óhæfu og telur að sultuframleiðendur muni nú setja óttalegt sull á markaðinn. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is KAFFI & TE Í NESPRESSOVÉLAR Gíslar komnir heim 3FRAKKLAND Fjórir Frakkar eru komnir aftur heim til Frakklands eftir að hafa verið haldið í gíslingu herskárra íslamista, liðsmanna al-Kaída, í Norður- Afríku í þrjú ár. Mennirnir fjórir voru teknir í gíslingu í Níger, þar sem þeir störfuðu í úrannámu á vegum franska kjarnorkufyrirtækisins Avea. Þeir voru látnir lausir í Malí á þriðjudag. 283 hafa fengið samþykkta umsókn sína um að afplána vararefsingu með samfélags- þjónustu. Vararefsing (dagar í fangelsi) x 40 150 x 40 Dæmi: 150 daga vararefsing í fangelsi 30 30 Tímar í samfélags- þjónustu 200 Tímar í samfélagsþjónustu (Heimild: Ríkisendurskoðun) inn misjafn milli ára, en flestir fengu slíkt í gegn árið 2003 þegar 206 fóru þessa leið en fæstir voru þeir árið 2011, eða 52. Í ársgamalli skýrslu Ríkisend- urskoðunar kemur meðal annars fram það álit að óeðlilegt sé að vararefsing fésekta sé fullnust- uð með samfélagsþjónustu í eins ríkum mæli og raun ber vitni. Þetta gæti átt þátt í því hve lítill hluti dómssekta innheimtist. Þá sé óeðlilegt að sektardómar upp á tugi milljóna króna séu að öllu leyti fullnustaðir með þessu fyrirkomulagi. Var því mælst til þess að tak- marka slíkar heimildir, til dæmis með því að miða einnig við hámark sektarfjárhæðar, en ekki bara lág- mark. thorgils@frettabladid.is NEYTENDUR Auglýsing Tæknivara sem bar yfirskriftina „Sími sem skilur þig“ hefur verið bönnuð. Neytendastofu barst kvörtun frá Skakkaturninum, sem flytur inn vörur frá vörumerkinu Apple, fyrr á árinu. Í auglýsingunni umdeildu var auglýstur Samsung Galaxy S4 farsími. Auglýsingin varð gríðarlega vin- sæl á Youtube, meðal annars hefur yfir ein milljón horft á hana. Skakkiturninn kvartaði einnig undan því að kind í auglýsingunni væri niðrandi tilvísun í Apple- vörur, en Neytendastofa féllst ekki á það. Aftur á móti var fallist á það að setningin „fáðu þér síma sem skilur þig“ væri sett þannig fram að skilja mætti að símar frá vörumerkinu Apple skildu ekki íslensku. Hvergi kom fram í auglýsing- unni að verið væri sérstaklega að auglýsa nýja máltækni Samsung Galaxy S4 farsíma sem skildu talað íslenskt mál eins og haldið var fram í málsvörn Tæknivara. Neytendastofa taldi auglýsinguna því vera villandi og ósanngjarna gagnvart keppinaut Tæknivara. - vg Yfir milljón hefur horft á auglýsingu sem Neytendastofa hefur nú bannað: Banna vinsæla símaauglýsingu UMDEILD AUGLÝSING Vel yfir milljón manns hafa horft á auglýsinguna á Youtube sem hefur verið bönnuð. SÁDI-ARABÍA, AP Sádiarabískur rit- höfundur, Tariq al-Mubarak, hefur verið handtekinn og yfirheyrður um meinta aðild sína að herferð sádiarabískra kvenna, sem á laug- ardag hvöttu hver aðra til að setj- ast undir stýri á bifreið. Al-Mubarak hefur opinberlega stutt þessa réttindabaráttu kvenna og skrifaði meðal annars pistil um það í dagblaðið Ashark al-Avsat á laugardag. Þar sagði hann öfgamenn ógna fólki í von um að það þori ekki að nýta sér lögskipuð réttindi sín. - gb Kvennabarátta í Sádi-Arabíu: Handtekinn fyrir stuðning KONA UNDIR STÝRI Langt frá því algeng sjón í Sádi-Arabíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu Vignir G. Jónsson, sem er rúm- lega 40 ára gamalt fyrirtæki á Akranesi sem sérhæfir sig í full- vinnslu á hrognum. Árið 2012 nam velta félagsins 2,4 milljörð- um króna. Með kaupunum er HB Grandi að styrkja rekstur félagsins og taka frekari þátt í að fullvinna fiskafurðir. Eigendur Vignis G. Jónsson- ar munu stýra félaginu áfram og reka það í óbreyttri mynd en möguleikar á samlegð, eins og til dæmis við sölu afurða, verða nýttir í framhaldi af kaupunum. - shá HB Grandi kaupir á Akranesi: Styrkja full- vinnslu afurða HEIMURINN 1 23

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.